Lifðu til Fulls slf. Skilmálar
Almenn ákvæði
Skilmálar þessir gilda um kaup á þjónustu á vefsvæði www.lifdutilfulls.is. Lifðu til fulls slf. kt. 7110121090, Gulaþing 60, 203 Kópavogur. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Lifðu til fulls annars vegar og kaupanda þjónustu hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við nýskráningu á vefsíðu Lifðu til fulls teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu. Lifðu til fulls býður upp á sértæka þjónustu þar sem viðskiptavinir geta keypt ýmis vefprógröm sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl (uppskriftir, fræðsla, myndbönd o.fl.) Lifðu til Fulls áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verð upplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir og/eða þjónustur fyrirvaralaust. Sala á þjónustunni er háð skilmálum sem viðskiptavinir eru hvattir til þess að kynna sér vel fyrir kaup og á meðan viðskiptasambandi stendur. Með kaupum á þjónustu samþykkir viðskiptavinur eftirfarandi skilmála:
Upplýsingar og verð
Verð á vefsvæði Lifdutilfulls.is og í útsendum póstum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Lifðu til fulls áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Lifðu til fulls mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna. Vinsamlega athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Persónuupplýsingar
Á Lifdutilfulls.is er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig Lifðu til fulls umgengst þær persónuupplýsingar sem Lifðu til fulls geymir um kaupanda og hvaða réttindi hann á varðandi upplýsingarnar.
Aðgangur
Eftir skráningu er veittur aðgangur að öllu læstu efni sem fylgir hverju vefprógrammi fyrir sig. Allar vörur/vefprógrömm eru afgreidd samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun. Viðskiptavinir hafa aðgang að efninu ótímabundið eða tímabundið, fer eftir hvaða vefprógram hefur verið valið og svo lengi sem Lifðu til fulls slf. er í rekstri. Kaupendur hafa leyfi til að nota Lifdutilfulls.is og þjónustuna í samræmi við skilmála og aðgangstakmarkanir. Stranglega er bannað að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu. Lifðu til fulls áskilur sér rétt til að vinna með lögreglu og veita nauðsynlegar upplýsingar. Verði kaupandi uppvís að svikum, verður það tilkynnt til lögreglu. Lifðu til fulls áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang ef grunur leikur á falsi við skráningu.
Innskráning, pöntun og afhending
Við fyrstu innskráningu á heimasvæði Lifðu til fulls skráir kaupandi fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og tölvupóstfang sitt og samþykkir að hann hafi lesið persónuverndarstefnu félagsins. Einnig getur kaupandi samþykkt að vera á póstlista og SMS lista Lifðu til fulls. Pöntun kaupanda á Lifdutilfulls.is er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Lifðu til fulls er skuldbundið að afgreiða pöntun kaupanda (nema í tilvikum sem nefnd eru í 2. grein þessara skilmála) og sendir kaupanda staðfestingu með tölvupósti. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst. Rafræn aðgangur er sendur til viðskiptavina innan við 15 mínútum frá greiðslu með tölvupósti.
Yfirferð á vöru
Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að byrja á því að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni/þjónustunni. Ef kaupandi telur að varan sé ekki í samræmi við vörulýsingu þá þarf hann að senda tilkynningu þess efnis með tölvupósti eða hafa samband við stuðningsfulltrúa Lifðu til fulls. Lifðu til fulls áskilur sér rétt að sannreyna staðhæfingu innan 7 daga..
Samningurinn
Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Lifdutilfulls.is. Skilmálarnir eru aðgengilegir á vefsvæði Lifðu til fulls. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum Lifðu til fulls.
Trúnaður seljanda
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Trúnaður kaupanda
Öll gögn og efni gefin í þjálfun eru í eign Lifðu til Fulls slf. og Júlíu Magnúsdóttur heilsumarkþjálfa. Öll gögn sem úthlutuð eru í þjálfun eru einungis fyrir persónulega notkun kaupanda og er með öllu óheimilt að deila gögnum, uppskriftum, og hljóðupptökum sem gefin eru í þjálfun, hvort sem um ræðir í hluta eða heild. Eignaréttur kemur skýrt fram á öllum skjölum sem úthlutað er í þjálfun og fylgja reglur eignaréttar samkvæmt því. Ef kaupandi brýtur á eignarétti flokkast slíkt brot undir þjófnað og viðkomandi afsalar með því rétti sínum í þjálfuninni og verður meinað að taka frekar þátt. Kaupandi er þrátt fyrir það bundin til að greiða þjálfun að fullu.
Greiðsla
Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:
Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslusíðu sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur með kreditkorti.
Millifærsla: Ef óskað er eftir að greiða með millifærslu þarf kaupandi að millifæra yfir á reikning Lifðu til fulls og setja í tilvísun/stutt skýring kennitölu og netfang. Ef Lifðu til fulls hefur ekki móttekið greiðslu innan tveggja daga falla kaupin sjálfkrafa niður. Sért þú með greiðslur í mánaðarlegri áskrift eða hefur valið að dreifa greiðslum fyrir vefprógram þá mun sjálfvirk greiðsla vera samþykkt um leið á vefprógram er keypt, þar til samningi líkur eða hefur verið verið sagt upp eins og þarf í tilviki áskriftar.
Greiðsla tekst ekki
Takist ekki að skuldfæra gjald fyrir vefprógram mun Lifðu til fulls fulls mun skuldfæra aftur eða þar til greiðsla næst. Ógreidd áskriftar og eða námskeiðs gjöld fara í innheimtu hjá Motus.
Skilaréttur
Lifðu til fulls skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru eða þjónustu fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt. Kaupandi hefur 14 daga frá kaupum til að falla frá samningi í samræmi við ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016. Til þess að nýta rétt þinn þarft þú að tilkynna ákvörðun þína með ótvíræðri yfirlýsingu, t.d. Með tölvupósti á netfangið studningur@lifdutilfulls.is. Nota má til þess staðlað eyðublað sem má finna hér.
Til að fresturinn teljist virtur nægir þér að senda tilkynningu um að þú neytir réttar þíns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út. Ekki er tekið við úrsögnum á samfélagsmiðlum. Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum, skv. tilmælunum, mun Lifðu til fulls endurgreiða kaupanda vöruna/þjónustuna á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu – þ.e. með bakfærslu á kredit- eða debetkortin, innlögn á bankareikning.
Farir þú inn á heimasvæðið, nýtir þér efni, horfir á fyrirlestur eða annað sem tengist vefprógramminu hefur þú þar með samþykkt að þú fallir frá réttinum til þess að falla frá samningi um kaupinn. Sjá nánar kafla skila og endurgreiðsluréttur hér að neðan hjá þeim vefprógrömmum sem eru í boði hjá Lifðu til fulls.
Ábyrgð
Ábyrgð Lifðu til fulls hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum.
Eignarréttur
Seldar vörur og þjónusta eru eign Lifðu til fulls þar til kaupverð er greitt að fullu.
Annað
Lifðu til fulls áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðu Lifðu til fulls telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.
Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.
Skilmálar fyrir Áskrift Lifðu til fulls
Greiðslur og gjöld fyrir áskriftarleið
Kaupandi gerist áskrifandi að þjónustu Lifðu til Fulls slf. Með því að velja mánaðarlega áskrift eða árs áskrift.
Almenn áskrift – mánaðargreiðslur 3 mánaða binditími
Eitt mánaðar gjald ein greiðsla á mánuði
Eftir fyrstu greiðslu er sjálfkrafa tekið af skráðu greiðslukorti á dagsetningu hvers mánaðar sem fyrsta greiðsla var gerð.
- Áskrift þarf að segja upp. Uppsögn þarf að berast áður en færsla fyrir umrætt tímabil er dregin af kortinu. (s.s ef vara er keypt 6. maí þarf uppsögn að berast síðasta virka dag fyrir 6 ágúst.)
- Þegar umsaminn áskriftar tími er liðinn, þarf að segja upp áskrift annars heldur áskrift áfram þangað til að uppsögn berst.
Árs áskrift – 12 mánaða binditími
Árgjald sem er greitt með einni greiðslu á hverju ári eða þar til áskrift er sagt upp.
Eftir fyrstu greiðslu er sjálfkrafa tekið af skráðu greiðslukorti á dagsetningu hvers árs sem fyrsta greiðsla var gerð (nema áskrift hafi verið sagt upp fyrir þá dagsetningu)
- Áskrift þarf að segja upp og þarf að berast áður en færsla fyrir umrætt tímabil er dregin af kortinu.
- Þegar umsaminn áskriftar tími er liðinn, þarf að segja upp áskrift annars heldur áskrift áfram þangað til að uppsögn berst.
Um verð, skila- og endurgreiðslurétt
Verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Upphæð greiðslu er háð áskriftarsamningi sem er í gildi hverju sinni. Um skila og endurgreiðslurétti gilda almennir skilmálar um rétt til að falla frá samningi.
Uppsögn fyrir áskrift
Til að segja upp áskriftarleið þarf uppsögn að berast í tölvupósti á netfangið studningur@lifdutilfulls.is. Ekki er tekið á móti uppsögnum á samfélagsmiðlum eða símleiðis.
Skilmálar fyrir Frískari og orkumeiri á 30 dögum og Betri leiðina
Greiðslur og gjöld fyrir FO og BL
Gengið er frá greiðslu í þjálfun með því að velja greiðsludreifingu eða staðgreiðslu. Með skráningu hefur þú tryggt þér aðgang að öllu efni Frískari og orkumeiri eða betri leiðinni (einkastuðning).
Gildistími FO og BL
Aðgangur að persónulegu heimasvæði með öllum kennslugögnum, lokuðum Facebook hóp og stuðningi frá Lifðu til fulls teyminu gildir í 5 mánuði frá kaupum.Þeir sem kaupa Betri leiðina eiga aðgang sinn ótímabundið, svo lengi sem Lifðu til fulls slf. er í rekstri.
Skila og endurgreiðsluréttur FO og BL
Með ánægjuábyrgð getir þú farið inn á heimasvæðið og fylgt fyrstu skrefum námskeiðs. Finnur þú ekki fyrir meiri orku og vellíðan á námskeiðinu innan 14 daga getur þú fyllt út leiðarvísi frá kennslu 1 ásamt því að prufa a.m.k eina uppskrift og segja okkar hvaða uppskrift það var ásamt yfirlýsingu um ástæðu til að falla frá samningi. Lifðu til fulls áskilur sér þann rétt að ákvarða hvort þessum skilyrðum ánægjuábyrgar hafi verið fyllilega fylgt eftir og hvort til endurgreiðslu komi.
Að öðru leyti gilda almennir skilmálar um rétt til að falla frá samningi.
Skilmálar fyrir 3 daga hráfæðishreinsun og 5 daga hreinsun
Greiðslur og gjöld fyrir 3HH og 5MH
Gengið er frá greiðslu með staðgreiðslu. Með skráningu færð þú aðgang að hreinsunargögnum ásamt matseðli og innkaupalista.
Skila og endurgreiðsluréttur fyrir 3HH og 5MH
Hreinsun er tryggð með ánægjuábyrð, ef þér líkar ekki gögnin sem þú færð hefur þú 24 klukkustundir til þess að tilkynna okkur fyrir endurgreiðslu.
Að öðru leyti gilda almennir skilmálar um rétt til að falla frá samningi.
Skilmálar fyrir Nýtt líf og Ný þú þjálfun
Greiðslur og gjöld fyrir NLNÞ
Gengið er frá greiðslu í þjálfun með því að velja greiðsludreifingu eða staðgreiðslu.
Með skráningu hefur þú tryggt þér pláss í Nýtt Líf og Ný Þú þjálfun.
Skila og endurgreiðsluréttur fyrir NLNÞ
Með ánægjuábyrgð veitum við þér 21 dag frá fyrsta degi þjálfunar til að falla frá samningi og sækja um endurgreiðslu að frátöldu staðfestingargjaldi sem eru 20.000 kr. Eftir 21 dag er engin endurgreiðsla og þátttakandi bundinn því að fullgreiða námskeiðið. TIl að fylgja skilyrðum ánægjuábyrgðar þarf að sýna fram á kvittanir fyrir fyrstu vikuna í matarhreinsun og útfylltan leiðarvísi af verkefnum sem hafa komið í þjálfun. Ef þú vinnur vinnuna en færð ekki ávinning þá getur Lifðu til fulls metið hvort til endurgreiðslu komi.
Að öðru leyti gilda almennir skilmálar um rétt til að falla frá samningi.
Gildistími
Skilmálar þessir gilda frá 26. júlí 2024