Skilmálar – Velkomin á lifðutilfulls.is

Lifðu til Fulls slf. Skilmálar

Almennt
Lifðu til Fulls áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir og/eða þjónustur fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Kaupandi skuldbindur sig til að greiða vöruna að fullu. Ef kemur til greiðslufalls þá áskilur Lifðu til Fulls slf. sér rétt til þess að sækja greiðsluna með lögboðnum leiðum.

Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Rafrænar vörur og þjónusta fæst ekki endurgreidd.

Verð
Vinsamlega athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður seljanda
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Trúnaður kaupanda
Öll gögn og efni gefin í þjálfun eru í eign Lifðu til Fulls slf. og Júlíu Magnúsdóttur heilsumarkþjálfa. Öll gögn sem úthlutuð eru í þjálfun eru einungis fyrir persónulega notkun kaupanda og er með öllu óheimilt að deila gögnum, uppskriftum, og hljóðupptökum sem gefin eru í þjálfun, hvort sem um ræðir í hluta eða heild. Eignaréttur kemur skýrt fram á öllum skjölum sem úthlutað er í þjálfun og fylgja reglur eignaréttar samkvæmt því. Ef kaupandi brýtur á eignarétti flokkast slíkt brot undir þjófnað og viðkomandi afsalar með því rétti sínum í þjálfuninni og verður meinað að taka frekar þátt. Kaupandi er þrátt fyrir það bundin til að greiða þjálfun að fullu.

 

Vinsamlegast hafið samband við Lifðu til Fulls með frekari spurningar.