Ég svara þessum spurningum í kvöld. Ertu skráð?
11th November 2014Spjallið mitt í gær við fjórar konur úr 21 dags þjálfun
19th November 2014Ég svara þessum spurningum í kvöld. Ertu skráð?
11th November 2014Spjallið mitt í gær við fjórar konur úr 21 dags þjálfun
19th November 2014Ohh…jii hvað ég er búin að borða mikið…
Æjj, ég hefði kannski ekki átt að borða svona mikið…
Ég tek mig á á nýju ári, þetta verður allt betra þá
Kannast þú við þetta?
Fyrir mörgum árum hélt ég að ef ég myndi breyta um lífstíl þyrfti ég að vera öfgakennd og mætti aldrei borða það sem mér fannst gott án þess að fyllast sektarkenndar.
Ég sá fyrir mér að ég þyrfti að sitja eftir og horfa á alla aðra borða uppáhalds eftiréttinn minn á meðan ég „mátti” ekki.
Ég var skíthrædd að takast á við “lífstílinn minn” þar sem ég hélt að ég mætti ekkert gott borða yfir hátíðirnar og matarboð.
Ég var alltaf að fresta, því aldrei fannst mér vera rétti tíminn og mér féllust hendur við óttann að halda þetta ekki út.…
Mig dauðlangaði að vera sátt og líða betur fyrir jólin en einhvernvegin var ég föst í þessu hugarfari.
Sem betur fer breyttist þetta hjá mér, því annars væri ég ekki hér í dag.
Um leið og ég hætti að hugsa svona mikið og virkilega byrjaði að taka fyrsta skrefið og skrefið þar eftir, uppgötvaði ég eitthvað stórt.
Ég uppgötvaði að allar mínar ímynduðu hugmyndir um hvað það væri erfitt að breyta um lífsstíl og fá líkamann og orkuna sem ég þráði og að ég mætti ekki borða neitt gott voru algjört kjaftæði!
Já það er rétt, þetta voru ekkert nema afsakanir og takmarkandi hugsanir sem héldu mér í sama farinu, óhamingjusöm og ósátt.
Meira en það, þetta voru allt lygar því ég áttaði mig á að í raunveruleikanum var þetta ekkert erfitt.
Um leið og ég byrjaði að vinna með konum sem heilsumarkþjálfi sá ég að það voru fleiri sem hugsuðu eins, í raun voru flestar sem hugsuðu eins!
Ég man þegar Hulda Guðnadóttir kom til mín í þjálfun.
Því það sem hún óttaðist var akkurat þetta, að ef hún myndi breyta yrði það öfgakennt og að hún mætti ekkert gott borða yfir hátíðir eða bara sem eftir er.
Áfram sagði hún við sig að þetta myndi vera of erfitt og að kílóin myndu bara koma aftur.
Hulda komst að því að þessar hugsanir voru alls ekki sannar, heldur aðeins takmarkandi hugsanir sem héldu aftur af henni og það var þá sem allt breyttist hjá henni.
Í dag líður Huldu allt öðruvísi.
Henni líður ekkert eins og hún sé í megrun í dag, og má í raun og veru borða hvað sem henni þykir gott (eins og súkkulaði) og á sama tíma hefur hún lést um 7,5 kíló og er öll hraustlegri og orkumeiri. (ath,: ég við dökkt lífrænt súkkulaði, 70% eða meira 😉 )
Hún var hissa þegar hún áttaði sig á því hversu auðvelt þetta gæti verið og hvað “freistingin” var í raun og veru ekki eins sterk þegar hún var búin að breyta bæði hugarfari og lífsstíl sínum.
Hún hefur breytt, ekki bara hjá sér, heldur einnig sínum nánustu og fær hún og maðurinn hennar reglulega hrós fyrir hvað þau líta vel út…sem sakar ekki.
Hulda hafði hjarta, vilja til að breyta til hins betra og opin hug fyrir að læra eitthvað nýtt
Og ég trúi að þú hafir það líka
Þú getur náð að þinni útgáfu af því að lifa lífi þínu til fulls í þínu skinni, rétt eins og Hulda og ég.
Það skiptir ekki máli hversu mikinn tíma, reynslu eða annað sem þú telur þig skorta því, ég er 1000% viss um að þú ert þú getir náð breyttum lífsstíl til frambúðar og líkamanum sem þú þráir og að það verði lítið mál.
Ég er svo viss því ég hef séð það með yfir hundruðum kvenna.
Við erum allof oft gjörn á að mikla hlutina fyrir okkur en sjá síðan eftirá hvað þetta var í raun lítið mál og að við getum í raun borðað það sem okkur finnst gott á sama tíma.
En það sem Hulda gerði svo frábærlega var að…
Hún ýtti öllum ímynduðum hugsunum frá sér og byrjaði.
Við áttum okkur oft jafnvel ekki á því að oft þurfum við eingöngu að taka eitt skref í einu og treysta að restin muni afhjúpast.
Mig langar að bjóða þér að taka skrefið eins og Hulda gerði, skrefið að líkama með meiri orku, laus við aukakíló, vellíðan í þínu skinni.
Skinni með sannprófaðri þjálfun núna 21.nóvemeber!
Þjálfunin fylltist fljótt upp síðast og tökum við aftur til leiks með “Endurheimtu orkuna á 21 degi” og nú með glænýjum jólabónusum sem gefa þér stuðninginn sem þú þarft yfir jólin.
EF þú tengir við það sem ég segi er núna tíminn að ýta burtu neikvæðu afsökunum og taka skrefið að sáttari þér. (því ég veit þú munt sko aldeilis ekki sjá eftir því 😉 )
Því í myndaðu þér að mæta jólunum…
…í andlegu og líkamlegu jafnvægi
…léttari og sátt í jólakjólnum
…orkumikil og hraust
…nær þinni kjörþyngd eða jafnvel komin í þína kjörþyngdl
og þar sem þú veist nákvæmlega fæðuna sem þér líkar og líkami þinn þarfnast!
Gerðu jólin 2014 að þínum jólum!
Ef þér finnst ég vera að tala til þín í dag mín kæra, hvet ég þig að fara hér núna þar sem þjálfun hefst á föstudaginn kl 15:00! 🙂 (ekkert mál ef þú ert upptekin á þeim tíma, öll gögnin munu bíða þín þar eftirá!)
Þú þarft ekki að upplifa orkuleysið, leiðindar aukakílóin og verki í þínum líkama lengur. Taktu skrefið að fjallstindinum þínum með “Endurheimtu orkuna á 21 degi” þjálfun og byrjaðu að lifa lífi þínu til fulls!
Hoppaðu um borð á meðan pláss bjóðast.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
p.s Vegna gríðarlega vinsælda getur þú hlustað á upptöku síðasta þriðjudags, öfluga hugaræfingu sem styður við lífsstíl og þyngdartap og 1 dags matseðil beint frá væntanlegri þjálfun aðeins næstu daga, sjá hér.
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!