Magnesíum drykkurinn sem slær á sykurþörf og bætir svefn!
4th September 20194 heilbrigðar leiðir að þyngdartapi
17th September 2019Magnesíum drykkurinn sem slær á sykurþörf og bætir svefn!
4th September 20194 heilbrigðar leiðir að þyngdartapi
17th September 2019
–
Þeir sem þekkja mig vita að ég elska smoothie og acai skálar! Þegar ég fór í mánaðardvöl til Miami fékk ég innblástur af hinni fullkomnu smoothie skál.
Skálina geri ég stundum fyrir vinkonur og hafa þær sagt að þetta smakkist eins og ís! Þannig á alvöru næring að smakkast að mínu mati.
Skálin er..
- þykk og köld
- frískandi
- fljótleg
- próteinrík
- unaðsleg
–
–
Skálin er stútfull af næringu og góðgerlum sem draga úr bólgum, halda blóðsykri jöfnum og sykurlöngun í skefjum og síðast en ekki síst veita skálarnar orku og fá líkamann til að ljóma. Eitthvað af því sem konurnar hjá mér í Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu eru byrjaðar að njóta.
Ég skrifa þakklætisbók og nánast daglega skrifa ég hvað ég er þakklát fyrir þessar skálar í lífi mínu!
Eru það ekki líka litlu hlutirnir í lífinu sem gefa hamingju?
Leyndarmálið við góða smoothie eða acai skál er þrennt; að hún sé þykk, vel kæld og að nota vel af “toppings” ofan á, s.s þetta stökka og girnilega sem ég set ofan á skálarnar.
Lesa einnig:
3 skálar fyrir sumarið
Morgunverðir í útileguna
Einn besti ísinn í sumar
–
–
Kúnstin við að hafa blönduna sérstaklega þykka er að nota frosinn kúrbít. Það má nota 1-2 frosna banana en þeir eru háir í frúktósa, kasta blóðsykrinum úr jafnvægi og ég sjálf fæ í magann ef ég borða of marga banana vegna iðruólgunar (IBS). Á 30 daga námskeiðinu er gefinn listi yfir alla ávexti sem eru hærri, og lægri, í frúktósa fyrir áhugasama.
Ég afhýði þá kúrbítinn, sker í bita og frysti. Kúrbítur er lágur í kalóríum og frúktósa (ekki það að ég telji kalóríur, en gott að vita af því).
–
–
Miami-Smoothie skál
1/2 bolli kókosmjólk t.d frá Koko (eða möndlumjólk)
2 msk chia fræ útbleytt
1 lítill banani frosinn
½ bolli kúrbítur frosinn (afhýddur og sneiddur)
½ bolli mangó frosið
½ bolli ananas frosinn
1 skammtur af Vivo Life próteindufti (t.d með salted maca caramell eða vanillu)
¼ tsk túrmerik t.d frá Sonnentor (fyrir skarpari lit)
1 msk MCT olía
Til skreytingar:
banani
jarðaber
bláber
mangó
kínóa poppað (ég notaði frá rapunzel, það er í miklu uppáhaldi)
granóla (ég notaði frá Biona Organic Honey Hazelnut)
sumarblóm
1. Setjið öll innihaldsefni fyrir utan prótein, túrmerik og MCT olíu í blandarakönnuna og vinnið í þykkri áferð. Bætið við meiri kókosmjólk eftir þörfum en þá lítið í einu svo skálin haldist þykk. Bætið svo útí próteini, túrmerik og MCT olíunni alveg undir lokin og vinnið örlítið.
2. Setjið í skál og geymið í frysti í smá stund á meðan þið finnið til allt sem þið viljið nota til að skreyta skálina með. Þannig helst skálin extra köld.
3. Skreytið og berið fram.
–
–
Ég vona að þú prófir Miami-smoothieskálina. Láttu vita í spjallið hvernig smakkast!
Endilega deilið á Facebook og mundu að tagga mig á Instagram ef þú býrð þessa til! Mér finnst mjög gaman að heyra frá ykkur.
–
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!