5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna bumbuna (seinni hluti)
24th September 2013Hrátt spínat og skjaldkirtill þinn
8th October 20135 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna bumbuna (seinni hluti)
24th September 2013Hrátt spínat og skjaldkirtill þinn
8th October 20131. Vakna fyrr
Mörg okkar eiga erfitt með að vakna fyrr á morgnana. En með því að vakna fyrr þarft þú ekki að rjúka af stað í stressi og getur notið morgunsólarinnar með góðum te-bolla eða kaffi í ró og næði.
Gott ráð til þess að vakna á morgnanna er einfaldlega að stilla vekjaraklukkuna þína tvisvar til öryggis svo þú farir fram úr.
Í öðru lagi getur verið gott að byrja daginn á stóru vatnsglasi eða tveimur því líkaminn er þyrstur strax á morgnana og stundum getur hungurtilfinning morgunsins blekkt okkur þar sem við erum einfaldlega í raun og veru bara þyrst.
2. „Sleppa svindli ” eins og ég heyrði sagt um daginn
Þrátt fyrir að ég sé ekki hlynnt því að takmarka hvað þú megir og megir ekki borða, því ég veit að það lætur þig vilja þá fæðutegund enn meira.
Það getur þó leynst jákvæð hyggja í því að hætta svokölluðu „svindli” því staðreyndin er sú að óhollir fæðukostir taka dágóðan tíma að skila sér úr líkamanum.
Flest okkar halda að með því að fara á salernið daginn eftir séum við laus við ólifnaðinn en svo er ekki.
Sykur er t.d. 14 daga að fara úr líkamanum, glúten próteinið sem finnst í flestu brauðmeti er allt að 2 mánuði að fara úr líkamanum og mjólkurvörur eru a svipuðum tíma.
Oft getur löngun í fæðu verið uppspretta þess að hún hafi nýlega verið í líkama þínum og þú nýlega neytt hennar og þá kallar líkami þinn:
“Gefðu mér meira!”
Aftur á móti ef þú ætlar þér að taka út „svindlið” eins og gosdrykki, nammi eða hver sem þinn veikleiki kann að vera, vertu þá viss um að þú hafir eitthvað annað sem þú getur stuðst viðð.
Segjum sem svo að þú ætlir að taka út sykur, þá skoðum við hvenær og hvar námkvæmlega þú sækir í sykur. Segjum að það séu súkkulaðimolar eftir kvöldmat, þá hefst fjörið því við finnum eitthvað annað sem kemur þar í staðinn.
Svo í þessu dæmi myndi ég segja þér að fara að sofa strax eftir kvöldmatinn? Nei, væri það ekki nokkuð leiðinlegt?!
Það sem hægt væri að gera þess í stað er að hafa eitthvað hollara tilbúið þegar sá tími dags kemur og þú gætir t.d. skipt út súkkulaðimolunum fyrir saðsama kókos hrákúlu sem er á heimasíðu minni. Algjört lostæti og engan sykur um að ræða.
3. Að auka hreyfingu
Að hreyfa þig meira er frábær leið til þess að auka brennslu líkamans og ekki sakar að góð hreyfing örvar vöxt nýrra heilafrumna og getur jafnvel bætt nokkrum árum við líf þitt.
Við erum komin með töfralausnina hér við langlífi ekki satt…
Hreyfing þarf aftur á móti ekki endilega að gerast í líkamsræktarstöðinni, heldur getur hún verið heima hjá þér, útí í náttúrunni eða einfalega bara með því að leggja bílnum lengra frá og labba upp stigann í stað þess að taka lyftuna.
Góð hreyfing getur dregið úr streitu, minnkað hitakóf og hjálpað þér að ná betri stjórn á blóðsykrinum.
Meistaramánurðinn þinn – Hvað varst þú með í huga þennan meistraramánuð? Deildu með okkur á spjallinu hér fyrir neðan, mér finnst alltaf gaman að heyra.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!