Við skorum á þig að sleppa sykri á hverjum degi…í 14 daga!
Eina sem þú þarft er hreint hráefni og 10 mín aukalega í eldhúsinu á dag! Ég gef þér uppskriftirnar og meira segja innkaupalistann fyrir vikuna!
Svona græjum við þig sykurlausa/n:
- Þú færð tölvupósta 2x í viku í hvorri viku fyrir sig á meðan á áskorun stendur með innkaupalista og 5 syndsamlega góðum uppskriftum sem þú trúir varla að geti verið sykurlausar (alls 10 uppskriftir!)
- Þú færð stuðning minn, hvatningu, og snjöll sykurlaus ráð í tölvupósti og á samfélagsmiðlum
- Þú færð sérstakan aðgang að sykurleysis Facebook grúppu (aðeins fyrir þá sem eru skráðir í áskorunina)
Við ljúkum þessu svo með stæl og þú færð rafræna sykurleysis medalíu fyrir að taka þátt og gera þitt besta!
Ég hef sérstakt lag á að gera sykurleysið bragðgott og girnilegt!
“Það borgar sig að sleppa sykrinum, ég er miklu duglegri og ekki sifellt þreytt og það eru bara 3 dagar liðnir og ég búin að missa 3 kg, er þetta eðlilegt segi ég nú bara”
— Guðveig Hrólfsdóttir
“Líður vel og ekkert mál að sleppa sykrinum , vinn meira segja í nammiverksmiðju með nammiskálar á borðinu hjá mér…hehe”
— Sigrún Jónsdóttir
“Gengur bara alveg rosalega vel – fjölskyldan hefur líka gaman af að smakka eitthvað nýtt. Klárlega betri líðan, jafnari orka líka, og aukin vitund um það sem maður borðar. Svo er þetta er líka þræl gaman, maður hefur gott að því að skoða almennilega hvað maður lætur ofaní sig, það er sykur í alveg ótrúlega mörgu.”
— Svanbjörg Pálsdóttir
“Fyrsta vikan tókst jibbí jei og sú næsta er hafin og verður örugglega léttari það verður alltaf auðveldara og auðveldara að borða sykurlaust “
— Rannveig Bjarnfinnsdóttir
“Löngunin er farin að minnka og ég er frekar farin að hugsa hvað ég get búið mér til í staðinn án sykurs þegar nartlöngunin kemur.. Mun meiri orka og jafnari, ekki að sofna seinni partinn… og það fóru 3 kg á þessum dögum og ég er hætt í öllum sykri í mat líka.”
— Ísey Jensdóttir
“Miklu minna mál en ég hélt. Engin angist yfir þessu.”
— Guðrún Benjamínsdóttir
"Mér líður svo vel á þessu sykurlausa fæði búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur ;) Og ég hef ekki fengið höfuðverk eða slæmt mígreniskast síðan ég byrjaði sem er æði og ég er orku meiri :D"
— María Erla Ólafsdóttir
“Þetta opnaði augu mín algjörlega fyrir öllum leyndu gildrunum og ég tók skápana alveg í gegn og breytti innihaldi þeirra, mér hefur liðið alveg rosalega vel og finnst maturinn þinn alveg hreint snilldarlega og syndsamlega góður.”
— Lovísa Vattnes
“Ég gat klárað alla 14 daga og nú ætla ég að skora sjálfan mig til að halda áfram. Á þessum 14 dögum missti ég næstum 2 kg! Mér liður vel að sleppa sykurinn og eiginlega sakna hans ekki. ? Takk fyrir áskorunina og takk fyrir að hjálpa mér að byrja á sykurlausu líf..”
— Erin Mae
Er sykur þín fitugildra?
Eins og þú kannski veist(og hefur eflaust upplifað) að þá veldur sykur t.d. þreytu, sleni, hausverkjum, skapsveiflum, og tannskemmdum svo ekki sé talað um langtíma áhrif s.s. sykursýki og hjartasjúkdóma.
En vissir þú að umfram sykur í líkamanum(umfram insúlín) geymir orku sem fitu…og heimtar meira!
Nærðu líkamann til fulls og fáðu uppskriftir sem slá á sykurþörfina og seðja bragðlaukana!
Vertu með okkur í ókeypis 14 daga áskoruninni og skráðu þig til leiks!
Psst…áttu í vandræðum við að skrá þig?
Suma daga eru margir að skrá sig í áskorun okkar í einu. Það gerir vefþjóna okkar svolítið stressaða og þeir hætta virka í smá tíma (svona svipað og þegar við erum orðin þreytt og þurfum smá pásu í sófanum).
Ef það virkar ekki, prófum þá “Plan B” – hafðu samband við okkur í gegnum netpóst og við munum hjálpa þér! Sendu okkur línu á studningur@lifdutilfulls.is
Ert þú skráð/ur og ert með spurningu?
Farðu hér til að lesa yfir ítarlegu spurt og svarað síðu okkar um áskorunina