Fáðu líkamann og lífið sem þú þráir

Sykurlaus áskorun

Spurt og svarað

 

DSC_8724 copy

 

Ég er búin að skrá mig en hef ekki fengið uppskriftirnar sendar

Ef þú hefur skráð þig og ert ekki búin að fá neitt sent til þín þá eru nokkrir hlutir sem ég þarf að biðja þig um að athuga.

  • Ertu búin að staðfesta netfangið þitt eftir skráninguna? Þegar þú hefur skráð netfangið þitt í áskorunina þá færðu sendan staðfestingarpóst. Mjög mikilvægt er að þú staðfestir netfangið til þess að klára skráningu til að fá póstana.
  • Ertu búin að athuga í ruslhólfið þitt? Mjög algengt er að póstarnir rati þangað
  • Hefur þú prufað að leita af póstinum í search? Prófaðu að leita af öllum póstum frá Lifðu til Fulls, þá geta póstarnir birst.
  • Ef þú hefur farið í gegnum allar þessari leiðir og finnur ekki það sem þú leitar af, sendu okkur þá línu á studningur@lifdutilfulls.is og við munum aðstoða þig.

Get ég skipt út í uppskriftum?

Já það er ekkert mál að skipta út í uppskriftum. T.d að nota annað grænt salat í staðinn, sleppa hvítlauk ef þú borðar ekki og svo framvegis. Uppskriftin gæti bragðast öðruvísi en það þýðir alls ekki að hún verði verri, þvert á móti, því við höfum öll okkar smekk. Innihaldsefnin eru sett upp á þann hátt að þú upplifir góða næringu og vítamín. Þú munt ekki fá minna úr uppskriftunum eða áskoruninni ef þú skiptir út ef þú ert með óþol/viðkvæmni eða fóbíu fyrir einhverju.

 

Hvað má ég nota í staðinn fyrir hnetur ef ég er með ofnæmi?

Hægt er að nota fræ sem dæmi ef hnetur eru útí salöt. Í drykkjum má sleppa hnetum og nota hemp fræ sem prótein og nota þá 3 msk. Það má skipta út möndlumjólk fyrir kókosmjólk, hrísmjólk eða hemp fræmjólk eða vatni. Ef möndlusmjör er um að ræða má nota tahini í stað sem er unnið úr sesamfræjum.

 

Þarf ég að prófa allar uppskriftirnar í sykurlausu áskoruninni?

Nei alls ekki, þú gerir það sem þú treystir þér til. Við hvetjum þig til að hlusta á líkama þinn og fara eftir hans takti. Ef það er of mikið fyrir þig að gera allar uppskriftirnar og það veldur þér streitu ekki gera þær allar. Byrjaðu á einni og prufaðu þig síðan áfram.

 

Þarf ég að fara í spes búð til að versla inn samkvæmt innkaupalista?

Nei þér er óhætt að fara þessar venjulegar búðir, þar fást öll innihaldsefni.

Verslanir Nettó eru í samstarfi við sykurlausu áskorunina og gera sitt besta að tryggja nægar byrgðir samkvæmt innkaupalista. Alltaf má tala við verslunarstjóra verslunar Nettó og Samkaup fyrir frekari pöntun. Við mælum með vörum frá Sólgæti og Biona sem fást meðal annars í Nettó.

 

Er óhætt að búa til drykkinn daginn áður?

Já minnsta mál. Grænir drykkir geymast ferskir í allt að 1-3 dögum í kæli, þó að drykkurinn sé alltaf ferskastur um leið og þú hefur blandað í hann. Það er einnig ekkert mál að frysta græna drykki.

 

Hvað eru uppskriftirnar fyrir marga?                                                                                              

Flestar uppskriftir eru fyrir 2 aðila.

 

Þarf ég að eiga kröftugan blandara?

Nei alls ekki. Góður blandari er kostur en ekki skylda. Vinkona mín notar gömlu matvinnsluvélina sína daglega og gerir drykki, hrákökur og hvað eina með honum.

 

Hvernig blandara mælir þú með?

Ég nota Vitamix blandara og elska Vitamixinn minn frá Kælitækni. Hann hefur innbyggðar stillingar tilbúnar fyrir drykki, ís, kökur og fleira sem ég þarf einfaldlega að smella á og ekki hugsa um meira. Hann hefur þannig sparað mér gríðarlegan tíma í tiltekt þar sem ég er nánast búin að ganga frá öllu þegar drykkurinn er klár.


Hvað ætti ég að borða með sykurlausu áskoruninni?

Í rauninni eru engin boð og bönn, en ef þú vilt fá sem mest út úr áskoruninni og losna við sykurlöngun þá mælum við með hollum og nærandi mat, án sykurs. Uppskriftirnar hjálpa þér við að bæta góðri næringu inn í þitt daglega mataræði og slá á sykurþörfina á náttúrulegan hátt þar sem  þær innihalda lykilvítamín sem hjálpa til við að slá á löngunina. Þessi vítamín eru m.a. magnesíum og króm en einnig innihalda uppskriftirnar góða fitu og prótein sem er lykill að árangri. Sem fyrrum sykurfíkill er mér mikið í mun að líkaminn fái ekki sjokk fyrst eftir að þú byrjir og að þú saknir sykursins. Ég hef því hannað uppskriftirnar með það að leiðarljósi, þær eiga að vera bragðgóðar og djúsí. 

 

En sykur er í öllu, hvernig á ég að forðast hann?

Þú getur notað okkar “helstu falin nöfn sykurs” lista til að gerast sykurspæjari og skoða betur þá fæðu sem þú ert að neyta í dag sem inniheldur sykur. Þar sem hvítur sykur heitir oft annað en bara sykur/sugar aftan á vörum. Við erum ekki að gera þá kröfu á þig og viljum hvetja hvern og einn að taka áskoruninni í takt við sig. Til að nálgast helstu falin nöfn sykurs lista farðu hér.

 

Fæ ég sendar uppskriftir á hverjum degi?

Nei, þú færð uppskiftirnar sendar 1 sinni fyrir hvora viku. Við sendum þér tölvupóst á fimmtudegi til þess að þú hafir tíma til að kaupa inn og undirbúa þig fyrir vikuna sem byrjar á mánudeginum. Við munum einnig senda þér tölvupóst á mánudegi með vefslóð þar sem hægt er að finna uppskriftirnar ef þú skyldir hafa glatað fyrri tölvupósti.

 

 Er ég örugg um að vera sátt og sykurlaus eftir þessa 14 daga?

Ef þú tekur út allan hvítan sykur og ert líka dugleg að borða góðar og nærandi máltíðir með þeim sem við gefum þér þá ætti sykurlöngunin að vera horfin eftir 14 daga já. Það tekur líkamann c.a. 14 daga að losna við sykur úr kerfinu.

 

Er önnur sæta leyfileg í áskoruninni?

Já hún er leyfileg, við erum að einbeita okkur á að taka út hvíta sykurinn með áskoruninni. Við mælum aftur á móti með sætuefnum sem halda blóðsykurstigi jöfnu. Í uppskriftunum notum við steviu og náttúrulega sætu úr ávöxtum meðal annars.

 

Hvaða sætuefni hækka blóðsykurstuðulinn?

Agave, hlynsýróp, hrásykur og hunang (aftur á móti gefur hunang þér góða næringu til að vega á móti og kallar David Wolfe og fleiri hunang algjört ofurfæði)

 

Hvaða sætuefni hafa góð áhrif á blóðsykurstuðulinn?

Ég nota stevia, hráan kókospálmanectar, og lucuma sem ég tel vera góða kosti. Í uppskriftabók minni, Lifðu til fulls, getur þú séð nákvæman leiðarvísi um hvernig hægt er að skipta út sykri fyrir náttúrlegri og heilsusamlegri kosti ásamt nákvæmu frúktósainnihaldi þeirra.

 

Ef ég skráði mig of seint og missti af pósti, get ég samt nálgast uppskriftirnar?

Nei því miður, þeir sem skrá sig eftir að tölvupóstur með uppskriftum og hollráðum fer út missir af þeim pósti. Þeir verða ekki sendir aftur út.

 

Ég var að komast að komast að þessu, get ég enn skráð mig og verið með?

Já þú getur enn skráð þig, þú getur gert það hér. Áskorunin er aðeins í gangi þessar 2 vikur sem þýðir að það er ekki hægt að fá tölvupósta eftir á. Þannig tryggðu þér aðgang að áskoruninni á meðan hún stendur yfir.

Við sendum út nýjar uppskriftir á fimmtudögum, skráning fyrir hvern fimmtudag tryggir þér uppskriftirnar þá vikuna.

 

Þarf ég að nota frosna ávexti?

Þér er velkomið að nota það sem þú kýst, ferskt eða frosið. Mér finnst gott að nota eitthvað frosið þar sem það kælir boost-ið, en það er alltaf hægt að nota smá klaka líka.

 

Ég er með ofnæmi fyrir bönunum (eða ananas), hvað get ég notað í staðinn?

Ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverjum ávöxtum eða öðru í uppskriftinni, skiptu því út fyrir eitthvað sem þú elskar. Ef þú getur ekki borðað banana, skiptu því út fyrir mangó, ferskju, peru, papaya eða epli til að fá sætuna. Eða jafnvel avocadó til þess að fá þessa mjúku og kremuðu áferð.

Ef þú getur ekki borðað ananas, tvöfaldaðu magnið af einhverju öðru innihaldsefni í uppskriftinni. Eða bættu við frosnum berjum t.d.

Besti parturinn við þetta er að leika sér með blandarann, það er ekki eitthvað eitt sem hentar öllum þannig prufaðu þig áfram og hafðu gaman af þessu!

 

Hversu margar kalóríur eru í uppskriftunum?

Við hjá Lifðu til fulls persónulega teljum ekki kalóríur, þannig við látum það ekki fylgja með uppskriftunum. Þú munt finna að þegar þú neytir góðrar næringu verður þú sáttari og saddari lengur. Þú munt einnig fá minni langanir í óhollustu sem innihalda mikið af tómum kalóríum. Þannig að í lokin mun þetta jafnast út. En ef þú hefur áhuga á að fylgjast með kalóríunum þá eru frábær “öpp” og heimasíður sem hjálpa þér að gera það, t.d Self nutrition data og öppin My Fitness Pal og Lose it.

 

Ertu með fleiri uppskriftir af eftirréttum sem ég gæti fengið?

Já við erum með frábæra rafbók “Sektarlaus sætindi sem gefa ljóma” sem þú getur sótt hér.

 

Hvað er kínóa?

Kínóa eru talið hin fullkomna próteinfæða, einnig eru það glútenlaust sem gera það auðmeltanlegra fyrir marga. Það er líka svo frábært því það  hentar í raun með hvaða máltíð sem er. Þú getur t.d. bætt því við salat eða sett í vefju í hádeginu eða fengið þér í stað grjóna með aðalrétt.

                               Untitled design