Sjáðu myndir af vörum sem ég nota hér neðst á síðunni. Allt á innkaupalista fæst í Nettó.
–
Vanillu- og myntudraumur
~ uppskrift fyrir 2
–
Vanillumjólk
2 bollar (1 dós) kókosmjólk (frá Coop úr Nettó)
nokkrir vanilludropar eða stevia með vanillubragði (frá Good Good Brand, fæst í Nettó)
–
Myntuþeytingur
1 bolli möndlu- eða kókosmjólk
2 handfylli spínat
1 banani
4 msk chia fræ, útbleytt
8 myntulauf
1 msk hempfræ
–
1. Leggið chiafræ í bleyti. Hrærið þá saman 2 msk chia samanvið 6 msk af vatni og leyfið að liggja í 15 mín eða yfir nótt.
2. Hrærið allt saman í vanillumjólkina í blandara. Hellið í tvö glös eða glerflöskur til að geyma.
3. Setjið næst hráefni fyrir græna drykkinn í blandarann og hrærið. Hellið yfir glösin og hrærið með skeið fyrir fallega áferð. Njótið.
–
Hollráð:
Mér þykir best eiga krukku í kæli með chia yfir vikuna. Þá sett ég botnfylli eða um 1/4 krukku með chia og fylli með vatni. Lokað og hrist. Geymist í kæli í 5 daga. Chiafræ geta slegið á sykurlöngun.
–
Eggaldin lasagne úr 5 innihaldsefnum
~ uppskrift fyrir 2
–
2 meðalstór eggaldin
1 krukka Tomatensugo with grilled aubergine frá Naturata (eða notið tómatpasata krukku með basilíku)
handfylli spínat
daiya vegan mozzarella ostur, rifinn
fersk basilíka
1. Hitið ofn í 180 gráður.
2. Skerið eggalin í 1/2 cm sneiðar. Sækjið eldfast mót og setjið 4 sneiðar af eggaldin á botninn.
3. Bætið örlítið af tómatsósunni yfir ásamt nokkrum laufum af spínati. Endurtakið með ca. 3 eggaldinsneiðum og bætið við örlítlu af Daiya osti þess á milli ef þið viljið. Gott er að toppa lasagnað með tómatsósunni og osti.
4. Eldið í ofni í 50 mín. Borið fram með ferskri basilíku.
–
Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge sósu
Ísinn
2 bananar, afhýddir og frosnir
2 msk dökkt lífrænt kakóduft
2-4 dropar stevia með súkkulaðibragði og 1 tsk kókospálmanektar/hlynsíróp
vanilluduft á hnífsoddi
örlítið af vatni eða möndlumjólk
–
Súkkulaði-fudge
2 msk kakóduft
4 msk kókospálmanektar/hlynsíróp
2-4 dropar stevia
2 msk kókosolía, brædd í vatnsbaði og 1 msk vatn
salt eftir smekk
–
Ofaná
ristaðar heslihnetur eða möndlur
kakónibbur
–
1. Byrjið á að útbúa dásamlegu súkkulaði-fudge sósuna með því að bræða kókosolíuna. Setjið hráefni í blandara og vinnið á lágri stillingu þar til silkimjúkt. Bragðið og bætið við sætu eftir þörfum. Geymið í kæli á meðan þú útbýrð ísinn.
2. Skerið frosna banana í bita og vinnið í matvinnsluvél eða blandara ásamt rest af hráefnum þar til ísáferð fæst. Bætið við vökva eftir þörfum. Ef blandarinn er kraftlítill er matvinnsluvél betri kostur.
3. Hellið í fallegt glas og berið strax fram með súkkulaði-fudge sósu, ristuðum hesilhnetum og kakónibbum! Rör eða skeið virka vel. Njótið!
–
Klikkuð vegan BLT samloka
lífrænt súrdeigsbrauð
1 eggaldin, skorið í strimla
3 hvítlaukar saxaðir
2 msk olífuolía
1 sítróna kreist
2 tsk papríka
2 tsk kóríander
1 tsk chiliduft
salt og pipar
Daiya ostur í sneiðum eða vegan smurostur (Notið geitaost eða mozzarella ost ef þið kjósið í stað vegan)
handfylli klettasalat
1 tómatur
fersk basilíka
–
1. Skerið eggaldin í strimla. Hrærið saman í kryddblönduna og veltið eggaldininu uppúr því.
2. Grillið eða steikið á pönnu í 5-7 mín eða þar til eggaldinið er orðið mjúkg. Fyrir fljótlegri samloku má sleppa eggaldin.
3. Smyrjið tvær súrdeigsbrauðsneiðar með osti. Raðið á aðra sneiðina: ferskri basilíku, tómatsneiðum, grilluðu eggaldin, klettasalati og lokið samlokunni.
4. Best er að grilla samlokuna örlítið í samlokugrilli en samlokan er einnig góð köld. Bæði er betra.
–
–
Kælir:
Daiya vegan mozzarella ostur, rifinn
Daiya ostur í sneiðum eða vegan smurostur (Notið geitaost eða mozzarella ost ef þið kjósið í stað vegan)
–
Ferskir ávextir/grænmeti:
1 poki spínat
1 poki klettasalat
3 eggaldin
7 þroskaðir tómatar
3 skalottulaukar eða venjulegur laukur
3-4 hvítlaukar
1 sítróna
3 bananar
–
Ferskar kryddjurtir:
basilika
kóríander eða steinselja
myntulauf
–
Þurrmatur/dósamatur:
2 dósir af kókosmjólk
dökkt lífrænt kakóduft (nema sé til frá viku 1)
stevia með súkkulaðibragði (frá Good Good Brand)
stevia með vanillubragði eða vanilludropar (frá Good Good Brand)
kókospálmanektar/hlynsíróp
kakónibbur (frá Himneskri Hollustu)
grænar puy-linsubaunir
–
Hnetur/möndlur/fræ:
chiafræ (nema sé til frá viku 1)
möndlur eða heslihnetur (frá Himneskri Hollustu)
hampfræ (frá Himneskri Hollustu)
–
Sósur/olíur/annað:
ólífuolía (nema sé til frá viku 1)
kókosolía (nema sé til frá viku 1)
möndlumjólk (nema sé til frá viku 1-í viku 2 er hún val)
1 krukka Tomatensugo with grilled aubergine frá Naturata (eða notið tómatpasata krukku með basilíku)
tómatmauk (puré)
–
Krydd:
vanilluduft (nema sé til frá viku 1)
salt (nema sé til frá viku 1)
pipar (nema sé til frá viku 1)
papríkuduft (nema sé til frá viku 1)
kóriander krydd (nema sé til frá viku 1)
chiliduft (nema sé til frá viku 1)
grænmetiskraftur t.d Herbamere
3 stjörnuanísar krydd
malaður negull
cayenne pipar
–
–
.