Eyrún starfar sem heilsumarkþjálfi hjá Lifðu til fulls. Hún útskrifaðist sem heilsumarkþjálfi frá Institute for Integrative Nutrition í Bandaríkjunum. Eyrún er líka jógakennari og markaðs- og ferðamálafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur brennandi áhuga á öllu tengdu heilsu og lífsstíl og trúir því að við eigum öll rétt á því að vera heilbrigð og hamingjusöm. Eyrún hefur starfað hjá Lifðu til fulls frá því í byrjun árs 2017 og sér um einkaviðtölin okkar í eðalþjálfun, viðburði sem og stuðning í þjálfun.