VERTU MEÐ Í ÓKEYPIS SYKURLAUSRI ÁSKORUN (2)

Uppskriftir og innkaupalisti vika 2

Sjáðu myndir af vörum sem ég nota hér neðst á síðunni.

Sykurlaus orkustöng

1 1/2 bolli haframjöl
1 þroskaður banani
1 bolli hindber (frosin eða fersk)
1/2 bolli eplamauk, ósætað (eða notið 1 epli maukað í blandara með hýði)
1/2 tsk vanilluduft
nokkrir dropar stevia, venjulegir eða með hindberjabragði

1. Hitið ofninn á 180 gráður.

2. Stappið banana með gaffli og notið sleif til þess að blanda eplamauki og vanilludufti samanvið. Bætið höfrum hindberjum útí og hrærið varlega. Einnig er hægt að setja allt í blandara.

3. Setjið bökunarpappír í eldfastmót og mótið í kassalaga form c.a 2cm þykkt. Eldið í 15-20 mín eða þar til stökkt að utan og örlítið mjúkt að innan. Leyfið að kólna. Einnig má gera stangirnar í þurrkuofni, þá í 12 klst. Snúið þeim við þegar tíminn er hálfnaður. Skerið í stangir eða orkubita og geymið í boxi eða poka.

 

 

Karrý kókos grænmetissúpa

1 msk kókosolía
1 tsk tandoori krydd
4 dl bakað grænmeti  (sellerírót, sætar kartöflur og gulrætur í aðalhlutverki)
6-7 dl vatn
1/2 rauð paprika
1 dl kókosmjólk
1 grænmetiskraftur
væn lúka steinselja
salt og pipar

1. Hitið kókosolíu í potti. Setjið kryddið í pottinn og leyfið því að malla aðeins í olíunni.

3. Setjið bakaða grænmetið saman við.  Bætið við vatni, kókosmjólk og grænmetiskrafti. Bætið paprikunni og steinseljunni saman við.

2. Leyfið súpunni að malla í nokkrar mínútur en svo að standa aðeins, hún verður enn betri þannig. Það er langbest að eiga til afgang af bökuðu grænmeti því þá tekur matseldin mjög stuttan tíma. Það má líka brytja grænmeti niður og sjóða með súpunni en það kemur bara sérstaklega gott bragð ef notað er bakað grænmeti. Ef þið eigið ekki til afgang af bökuðu grænmeti, skerið þá niður 1/2 sellerírót, 1/2 sæta kartöflu og 2 gulrætur og bakið í ofni í 25 mín v/ 200°c.

Uppskrift er fengin frá Oddrúnu hjá heilsumamman.is

 

 

Ofnbakað grasker með linsum og tahinisósu

Salatið
1 grasker
1 rauðlaukur
4 stilkar ferskt rósmarín
2 msk olífuolía
salt
240 gr eða 1 dós linsubaunir, soðnar
1 poki klettasalat

Tahinisósa
2 msk tahini
1/2 sítróna, kreist
3-4 msk vatn
salt og pipar
1 hvítlauksgeiri, pressaður (val)

1. Hitið ofn við 180 gráður.

2. Skerið graskerið alveg eins og þið mynduð skera í sæta kartöflu en fjarlægið steina þess. Skerið rauðlauk í óregulegulega bita og setjið bæði á ofnplötu með bökunarpappír. Skerið rósmarín og dreifið yfir ásamt kryddum og olíu. Hrærið örlítið svo grænmetið verði vel þakið. Eldið í 40 mín. Fjarlægið þá úr ofni og snúið graskerinu við eða hrærið örlítið í því og eldið í 15 mín til viðbótar.

3. Á meðan graskerið bakast má útbúa tahinisósu með því að hræra öllu saman í skál. Varist að hræra sósuna of mikið þá verður hún kekkjótt. Berið fram með því að setja tvær góðar lúkur af klettasalati í djúpan disk. Skolið af linsubaununum og bætið yfir klettasalatið. Raðið graskeri fallega á og njótið með tahinisósu, sem er ómissandi!

Hollráð: Salatið er einnig gott kælt fyrir sykurlausan hádegisverð

 

Lúxus hafragrautur með hindberjum

1 bolli hafrar
1/4 bolli þurrkuð mórber
1 3/4 bolli vatn
1 bolli vökvi (vatn/möndlu- eða haframjólk)
1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk salt
1/2 bolli hindber (ef þið notið frosin leyfið þeim að þiðna)
1/2 bolli eða meira chai rjómi (sjá uppskrift af chiagraut með chai kókosrjóma frá viku 1. Einnig má nota keypta möndlumjólk)

1. Setjið hafra, vökva og mórber í pott. Leyfið suðu að koma upp, lokið pottinum og lækkið undir hellunni. Leyfið að malla í 5-10 mín. Hrærið þá vanillu og salti samanvið.

2. Maukið hindber í sultu og setjið yfir grautinn ásamt chai rjóma eða rjóma að eigin vali. Hrærið örlítið samanvið og berið fram með mórberjum og ferskum bláberjum. Njótið  lúxusmorgunverðarins!

Hollráð: Setjið hafra og vökva í pott nóttina áður, þá er grauturinn fyrr að eldast.

 

Túrmerik hummus með steinseljusalati

Hummusinn
240 gr. eða 1 dós soðnar kjúklingabaunir 
3 msk tahini
1 sítróna, kreist 
1-2 hvítlauksrif
3 msk olífuolía
1/4 bolli vatn (eða meira)
1 tsk tamarisósa
2 tsk túrmerikduft
1 tsk papríkuduft
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk kúmen
salt eftir smekk
örlítið af engiferdufti (val)

Kryddaðar kjúklingabaunir 
240 gr eða 1 dós kjúklingabaunir soðnar
1/2 tsk papríkuduft
1/2 tsk chilli
salt og pipar
1 msk olífuolía

Steinseljusalat
Handfylli steinselja
Handfylli klettasalat
Handfylli konfekttómatar
1/4 bolli rauðlaukur 
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía
Salt og pipar

Glúteinlaust kex (Ég notaðu frá simple mills með sólþurrkaðatómat bragði, fæst í Gló fákafen)

1. Kryddaðar kjúklingabaunir: Forhitið ofnin við 180 gráður. Skolið af kjúklingabaunum og setjið í eldfast mót eða á ofnplötu með bökunarpappír. Kryddið, hellið olíu yfir og hrærið örlítið svo allar kjúklingabaunir taki við kryddum. Eldið í ofni í 40 mín eða þar til stökkar og góðar.

2. Túrmerik hummus: Setjið öll hráefni nema túmerikduft í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið í skál og hrærið túrmerik kryddinu vel saman við með sleif. Hummusinn geymist vel í kæli. (Það þarf að fara varlega með túrmerikduftið og bæta því eftirá því liturinn festist annars í blandaranum)

3. Steinseljusalat: Saxið steinselju, rauðlauk og tómata smátt og sameinið í skál með rest af innihaldsefnum. Blandið saman í skál. Salatið geymist ferskt í 2 daga í kæli.

4. Berið fram: Setjið hummus á disk, bætið kjúklingabaunum og steinseljusalati yfir og borðið með glúteinlausu kexi. Njótið sem veislumat eða fyrir saumaklúbbinn. Einnig má gera þrefalt steinseljusalat og nýta sem léttan rétt eða meðlæti.

 

VERTU MEÐ Í ÓKEYPIS SYKURLAUSRI ÁSKORUN (3)

 

Innkaupalisti vika 2

Allar uppskriftir eru fyrir tvo og er innkaupalistinn í samræmi við það. Allt á innkaupalistanum fæst í verslunum Nettó og mæli ég með vörunum þeirra. Fyrir myndir af þeim vörum sem ég nota getur þú farið hér neðar á síðunni.

Ath. Lestu yfir uppskriftirnar vandlega áður en þú kaupir inn þar sem stundum er val um að bæta við fæðu sem er ekki á listanum hér að neðan.

Ferskt:
1 pakki hindber (eða 1 poki frosin)
2 bananar
2 sítrónur
2 pokar klettasalat
konfekttómatar
2 rauðlaukar
grænmeti til að baka, ca. 4dl (sellerírót, sætar kartöflur og gulrætur í aðalhlutverki)
1 rauð paprika
1 grasker (sjá mynd neðst á síðunni hér)
nokkrir hvítlaukar
fersk rósmarín
fersk steinselja

Kæli:
möndlu- eða haframjólk (t.d frá isola eða alpro)

Frosið:
hindber (frá coop anglam)

Annað:
hafrar (t.d glúteinfríir frá ertekram, fjólublár poki)
linsubaunir í dós (frá biona)
mórber (frá raw chocolate company)
stevia (via health)
kjúklingabaunir í dós (frá biona)
tahini (frá monki)
kaldpressuð olífuolía (frá himneskri hollustu)
tamarisósa (t.d frá clearspring)
glúteinlaust kex (fre simple mills)
eplamauk (frá biona organic)
kókosolía (frá cocofina í Nettó eða frá kiki health í Gló fákafen)

Krydd:
túrmerik (t.d frá organic tradition)
vanilluduft (t.d. frá himneskri hollustu)
papríkuduft
chilliduft (frá himneskri hollustu)
tandoori krydd
grænmetiskraftur (t.d frá himneskri hollustu)

 

Vörur frá verslun  sem ég mæli með. Heilsudagar Nettó eru byrjaðir og ljúka 5.febrúar, um að gera að nýta sér góð kaup.

netto

 

 

bio-vaniliq-na-prah-rapunzelindex pic-1326472bpic Alpro-Drink-Roasted-Almond-Unsweetened-1L-edge-UK2_540x576_pisola-bio-almond-unsweetened-1l146442 index027452_A12118Butternut grasker

tahin_ecol_gico_monki_6505694310930406Stevia_orginal_grande-300x300  80156      hh_kanill_

dscn1959_2

Sérvörur frá verslun gliofákafen sem ég mæli sérstaklega með:

CoconutOil-FrontHempHRSIM-AFC-3go-veggie-cream-cheese CCS-00201-5

Bætiefni frá Kiki og Wild food Nutrition verða á 25% afslætti frá og með mánudegi 30.janúar í Gló fákafen

Wild-Nutrition-Food-Grown-Magnesium-60-Caps  index    index18749

KIKIMix-_web3