Chia búðingur með hnetusmjöri og sultu
sleppa sykrinum
Ég skora á þig að sleppa sykri með mér!
9th August 2016
fyllt sæt kartafla
Hvernig á að skipta út sykri í matargerð og fyllt sæt kartafla með hvítlaukssósu!
23rd August 2016
Sýna allt

Chia búðingur með hnetusmjöri og sultu

Chia búðingur
Deildu á facebook

Verður þú með?

Þessi sykurlausi Chia búðingur með hnetusmjöri og sultu er eins og nammi í morgunmat

Í gær sáum við allskonar útfærslur á þessum yndislega chia búðingi á Facebook sem hægt er að skoða hér.  Ótti flestra þegar á að taka út sykur er að það megi ekki borða neitt gott, en þeir hafa greinilega ekki verið með í sykurlausri áskorun.

Yfir 23.000 manns eru skráðir í ÓKEYPIS 14 daga sykurlausa áskorun og ætla að borða eina sykurlausa uppskrift á dag í 14 daga og þú ættir að vera með líka!

Þetta er tækifæri til að fá ókeypis uppskriftir, innkaupalista og hollráð. Þú gætir aukið orkuna, bætt einbeitingu og mögulega léttast um nokkur kíló. 

Farðu hér til að vera með í sykurlausa fjörinu og fáðu strax senda fyrstu uppskriftir og innkaupalista fyrir viku 1 ef þú skráir þig fyrir næsta fimmtudag ásamt aðgangi að sérstakri lokaðri facebook grúppu og sykurlausri stemmningu!

Sykurminna líf var tvímælalaust eitt af fyrstu skrefunum sem ég tók í átt að þeirri heilsu og sátt sem ég hef í dag og ég vona að þú látir á þetta reyna með okkur.

Vissir þú að ein helsta orsök sykurlöngunar er vegna skorts á næringarefnum eins og magnesíum, steinefnum, góðri fitu og próteini meðal annars.

DSC_6450

Chia fræ

Chia fræ eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þau eru próteinrík og frábær uppspretta af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum ásamt því að vera talin ríkasta plöntu-uppspretta af omega-3 fitusýrum í heiminum. Fræin eru frábær gegn sykurpúkanum þar sem þau gera það að verkum að umbreyting kolvetnis í sykur í líkamanum verður hægari sem leiðir til þess að orkan varir lengur og sveiflur í blóðsykri verða minni sem dregur jafnframt úr sykurlöngun.

Ég nota chia fræin frá Rainforest sem fást í Nettó.

Hnetusmjör

Hnetusmjör inniheldur holla fitu sem gefur seddu og jafnar blóðsykur. Hnetusmjör og sulta er einnig svo klassísk samsetning og gerir því chia skálina svo ómóstæðilega. Veljið lífrænt og annaðhvort fínt eða gróft, allt eftir smekk.

Ég nota hnetusmjör frá Whole Earth sem fæst í Nettó.

DSC_6421

Stevia

Stevía er græn laufguð planta sem er 100% náttúruleg og hefur verið notuð til lækninga um aldir og á uppruna sinn að rekja aftur 200 ár til Suður-Ameríku. Stevia getur verið allt að 200-350 sinnum sætari en hvítur sykur á meðan hún hækkar ekki blóðsykurinn. Stevia getur hjálpað til við að stilla matarlöngun í hóf, er hitaeingalaus og getur hjálpað að draga úr candida sveppnum. Ég skrifaði grein um steviu hér ef þú vilt lesa meira. Mér finnst stevia ekki gefa eftirbragð í uppskriftinni en fyrir þá sem vilja má sleppa henni og kaupa sykurlausa sultu sem má nota í staðinn.

Ég nota steviu í dropum frá Via-health sem fæst í Nettó sem og fleiri verslunum.

 

DSC_6553

Chia búðingur með hnetusmjöri og sultu

~ fyrir tvo

Sulta:

1 bolli íslensk bláber, krækiber eða sykurlaus sulta

1 msk chia fræ

1 dropi stevia með vanillu (val)

 

Chia búðingur:

1 1/2 bolli kókosmjólk (1 dós) eðamöndlumjólk

2-4 dropar stevia með vanillubragði

1/3 bolli chia fræ

2 msk hnetusmjör*

Bláber til skreytingar

 

*Hægt er að skipta út hnetusmjöri fyrir möndlusmjör fyrir þá sem þola illa hnetusmjörið

 

1.Byrjið á að útbúa sultu með því að merja ber í skál eða hræra í blandara. Sleppið þessu ef þið notið keypta sultu.

2.Leggið 1/3 bolli chia í bleyti á móti bolla af vatni og geymið. Hrærið kókosmjólk, steviu og hnetusmjöri í blandara þar til silkimjúkt. Bætið chia fræjum við undir lokin og hrærið örlítið(þið viljið halda chia fræjunum heilum). Leyfið þessu að kólna í klukkustund í ísskáp eða yfir nótt.

3. Sameinið í skálar með því að setja sultu neðst, chia graut svo og skreytið loks með bláberjum og auka hnetusmjöri.

 

 

Ég vona að þú prófir þessa uppskrift hún er:

Rjómkennd

Fullkomlega sæt

Holl

Fljótleg

Seðjandi

 

Þessi uppskrift skammtur fyrir tvo og er auðvelt að gera chia búðinginn kláran og geyma í kæli fyrir vikuna þar sem hann endist í 3-5 daga. Þetta gerir rausnarlegan morgunverð, millimál og eitthvað sem þú getur fengið þér omeð krökkunum, sérstaklega ef þeireru hrifnir af hnetusmjöri.

Ef þú prófað uppskriftina, láttu mig vita og hvernig smakkast hér í spjallinu að neðan.

Ég vona að þú verðir með í sykurlausu áskorun, hún er haldinn nokkrum sinnumyfir árið og nú er tíminn, endahaustið handan við hornið! Smelltu hér til að fá strax aðgang að nýjustu uppskriftum og innkaupalista.

Deildu greininni frjálslega með vinum á samfélagsmiðlum og hafðu það sykurlaust og gott þessari viku!

 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

print

Skráðu þig fyrir vikuleg hollráð að aukinni orku - það er ókeypis!

Fáðu strax „Sektarlaus sætindi fyrir mjórra mitti” rafbók!

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegt að fylla út reiti merkta *

Pin It on Pinterest

Share This