Besta sætuefnið fyrir þyngdartap
Myntu súkkulaði smoothie sem slær á sykurlöngun, ertu með?
6th July 2015
5 einföld og fljótleg ráð fyrir ferðalagið
28th July 2015
Myntu súkkulaði smoothie sem slær á sykurlöngun, ertu með?
6th July 2015
5 einföld og fljótleg ráð fyrir ferðalagið
28th July 2015
Show all

Besta sætuefnið fyrir þyngdartap

stevía og þyngdartap

Með allan aragrúann af mismunandi sætuefnum þarna úti, veit ég að það getur verið meira en að segja það að átta sig á því hvað ætti að velja og hvað ekki.

Í greininni í dag langar mig því að segja þér frá einu besta sætuefni sem völ er á hér á Íslandi fyrir þyngdartap og heilsusamlegan lífsstíl.

Sætuefnið sem ég er að tala um er Stevia og það nota ég t.d. í þessu girnilega sykurlausu kexi sem fæst í sykurlausu áskorun.

 

Copy of Copy of Copy of Untitled design (5)

 

Ekki stoppa hér ef þú ert að hugsa „en ég þoli ekki steviu” -Ég mun minnast á aðra góða valkosti til að skoða líka.

 

Stevia og þyngdartap

 

Stevía er græn laufguð planta sem er 100% náttúruleg og hefur verið notuð til lækninga um aldir og á uppruna sinn að rekja aftur 200 ár til Suður-Ameríku. Stevia getur verið allt að 200-350 sinnum sætari en hvítur sykur.

Hér eru nokkrar leiðir sem stevia hjálpar við þyngdartap og styður við heilsu þína

 

1. Stevia safnast ekki upp sem fita í líkamanum

Sykur inniheldur frúktósa sem lifrin vinnur úr og brisið tekur við, það framleiðir óhóflega mikið af insúlíni og safnar sem fitu. Stevia er low glycemic og hækkar því ekki blóðsykur. Sumar rannsóknir hafa meira að segja bent til þess að hún geti bætt virkni insúlíns og hjálpað til við lækkun blóðsykurs og unnið gegn sykursýki. 

2. Stevia getur hjálpað til við að stilla matarlöngunum í hóf

Á meðan sykur hindrar heilann í að segja þér að þú sért orðin södd, þá hjálpar stevia þér að viðhalda heilbrigðri matarlyst og blóðsykursstigi í líkamanum.

Umfram insúlín í líkamanum eftir neyslu sykurs getur framkallað viðbrögð í heilanum sem blokka skilaboð sem segja þér að þú sért búin að borða nóg. Stevia getur aftur á mót hjálpað þér við að bæta insúlín næmnina, andstæðan við það sem sykur gerir, og þannig hjálpa þér að verða fyrr södd.

Grein á Stevia.com segir að stevia hjálpi að stilla blóðsykurinn og minnka matarlöngun: “Hungurtilfinning minnkar þegar tveir dropar eru teknir 20 mín fyrir máltíðir.

 

3. Stevia er hitaeiningalaust

Þrátt fyrir að stevia er hitaeiningalaust þarftu mjög lítið í einu þar sem hún er 200-350 sinnum sætari en hvítur sykur. Það getur verið gott að vera meðvitaður um hvað fæðan er hitaeiningarík, en ég tel þó aldrei kalóríur og er þyngdartap svo miklu meira en bara kalóríur inn og kalóríur út. 

 

4. Stevia getur lækkað blóðsykur og hjálpað við sykursýki 2

 

Sykursýki 2 er í dag eitt af stærstu heilsuvandamálum í heiminum. Stevia getur lækkað blóðsykurstig líkamans og unnið gegn sykursýki.

 

5. Stevia getur hjálpað að draga úr candida svepp

 

Candida sveppurinn er til staðar í okkur öllum, en byrjar aðeins að valda vandræðum þegar líkaminn missir tökin á vexti hans.

Candida sveppurinn nærist af sykri og getur orsakað síþreytu og vangetu til að léttast, ásamt því að veikja ónæmiskerfið.

Stevia leyfir þér að upplifa þetta viðkunnalega sætabragð án þess að næra Candida sveppinn í leiðinni.

 

Ef þú þarft að sæta eitthvað, þá er Stevia líklega heilsusamlegasti kosturinn.

 

 

stevia_plant

 

Hvernig á að nota Stevia

Það eru nokkrar tegundir til af steviu. En vandamálið er að sumar bragðast illa og þess vegna er mikilvægt að kaupa hágæða steviu.

Þú getur keypt steviu í duftformi og vökvaformi. Sumir kjósa frekar að nota duftið þar sem þeim finnst það hafa minna eftirbragð.

1 tsk af steviu dropum getur verið á við heilan bolla af hvítum sykri, en þetta getur verið misjafnt eftir tegundum. Fyrir hvern dropa í uppskriftum í sykuráskorun getur þú skipt út fyrir sama magn af steviu dufti. Passaðu þig þá á að kaupa hreint steviu duft þar sem mörg steviu duft eru blönduð við Erythritol, kíktu á innihaldslýsingarnar til að sjá hvort afurðin sé hrein.

 

Ef þér líkar ekki við Steviu, þá gæti Xylitol og Erythritol verið málið fyrir þig

Ef þér líkar ekki við eftirbragðið af steviu geturðu skipt því út fyrir aðra holla sætu eins og döðlur eða lítið magn hunangs eða sykuralkahól eins og Xylitol eða Erythritol, eitthvað sem ég fer ítarlega yfir í nýju sykurlausu rafbókinni minni hér.

 

Sætuefni er oft viðkvæmt umræðuefni þar sem margir hafa sínar skoðanir á hvað er best og hvað ekki. Ég byggi allt sem ég tala um frá eigin reynslu og víðtækum óháðum rannsóknum héðan og þaðan. Ef þú vilt kafa dýpra um mismunandi sætuefni getur þú farið hér og nælt þér í sykurlausu rafbókina í dag þar sem ég fer ítarlega í 6 holl sætuefni og gef skref-fyrir-skref leiðarvísi að því að sleppa sykri, ásamt 30 syndsamlega góðum uppskriftum. En í dag er akkúrat síðasti dagurinn til að tryggja sér rafbókina…

 

Copy of Copy of Copy of Copy of Untitled design (5)

 

Ef þú ert hinsvegar ekki þegar skráð/ur í Sykurlausu Áskorunina þá hvet ég þig eindregið til að gera það!, Svona tækifæri að fá uppskriftir og innkaupalista í hendurnar, ásamt stuðningi og hvatningu gerist ekki á hverjum degi og hvað þá að það sé ókeypis. Farðu hér fyrir fimmtudaginn og þá tryggir þú þér uppskriftir viku 2 í áskoruninni ásamt einföldum innkaupalista

 

Nú langar mig að heyra frá þér

Hvað gerir þú til að sleppa sykri, hvað sætuefni áttu og hefur prófað?

Fjörið gerist í spjallinu að neðan

 

Ef þér fannst greinin ánægjuleg, líkaðu við hana og deildu með vinum á facebook!

 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

 

 

Copy of Copy of Copy of Copy of Untitled design (5)

 

Aðrar heimildir frá grein, hér og hér

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *