Laus störf

Lifðu til Fulls fer ört vaxandi og er margt í bígerð á bakvið tjöldin. Við leitum nú að starfsmönnum í tvær stöður:

1. Þjónustu- og markaðsfulltrúa í 80-100% starf

2. Verkefnastjóra í 40% starf

Ath: Aðeins er hægt að vera ráðin í eitt starf.

 Markaðsfulltrúi

1. Staða þjónustu- og markaðsfulltrúa Lifðu til fulls í 80-100% starf

Nýtur þú þess að þjónusta aðra og á sama tíma stuðla að heilsusamlegu og jákvæðu líferni?

Býrð þú yfir góðri tæknikunnáttu? Ertu ábyrgðarfull og góð í skipulagi?

Elskar þú að sjá fallega og góða íslensku og lesa vel skrifaðar greinar?

Ert þú jákvæð, skipulögð og hefur gott auga fyrir smáatriðum?

Leitar þú eftir starfi heimanfrá og ert með þekkingu eða reynslu í netmarkaðssetningu og almannatengslum?

Þá gæti þetta starf hentað þér...

Hvað munt þú gera í starfinu?

 • Þjónusta viðskiptavini, sem og hugsanlega viðskiptavini, í gegnum tölvupóst og síma.
 • Prófarkalesa íslenskar greinar og texta, gögn til kúnna og þýða úr ensku.
 • Geta unnið úr rannsóknum um málefni á sviði heilsu og geta skrifað greinar frá grunni.
 • Greinaskrif og koma með tillögur að bætingum ef þarf.
 • Senda út fréttabréf og setja upp blogg inn á heimasíðu okkar á Wordpress
 • Senda greinar út til fjölmiðla og hafa samskipti við nýja fjölmiðla
 • Setja upp kannanir til kúnna og safna að nákvæmum staðreyndum um markhópa til að gæta að því hvernig markaðssetning hentar best.
 • Skipuleggja og halda utan um þjálfanir innan fyrirtækis (gæta þess að rétt gögn séu til staðar og veita framúrskarandi stuðning til kúnnans)
 • Umsjón yfir Facebook síðu Lifðu til Fulls og Facebook grúppum fyrirtækisins.
 • Umsjón og uppsetning Facebook auglýsinga.
 • Gerð texta og efnis sem fer á Facebook síðu og Instagram Lifðu til Fulls skv. ímynd fyrirtækisins.
 • Passa uppá að samræmi sé í því efni sem fer frá fyrirtækinu, m.a, með því að finna myndefni sem á við ímynd fyrirtækisins.
 • Skipuleggja verkefni innan fyrirtækis og halda utan um þau þar til þau klárast
 • Meta stöðu daglega á hverju verkefni fyrir sig til að vera viss um að það sé á réttri tímalínu og forgangsraða eftir þörfum fyrir gott verkefnaflæði. (þó er verkefnastjóri í teymi okkar sem aðstoðar slíkt)
 • Prófa og fullreyna allt áður en það er sett á vefsíðuna eða sent út í netpósti.
 • Ábyrgð yfir verkefnum og að standast tímaáætlanir.

Hlutir sem þú hefur gert áður:

 • Þjónustað viðskiptavini í gegnum tölvupósta
 • Prófarkalesið á íslensku og þýtt úr ensku yfir á íslensku
 • Stýrt verkefnum frá upphafi til enda
 • Skrifað greinar
 • Starfað í heilsugeiranum og þekkir það umhverfi
 • Tekið námskeið eða kúrs í netmarkaðssetningu (ekki skylda)

Þú ert ekki kjörin ef þú:

 • Býrð erlendis
 • Leitar eftir aukavinnu á meðan þú byggir upp þitt eigið fyrirtæki
 • Hefur nú þegar of mikið á höndum þínum og ættir erfitt með að skila inn 100% gæðum
 • Býst við að geta unnið starfið samhliða því að gæta barna þinna á daginn
 • Leitar eftir fullu starfi á skrifstofu

Þú ert kjörin ef þú ert:

 • Jákvæð, heiðarleg og gefandi persónuleiki
 • Þjónustulunduð og næm fyrir raunþörfum viðskiptavinarins
 • Góður hlustandi og hefur innsýn í mannlega hegðun
 • Ábyrg
 • Skýr í samskiptum
 • Framsækin og úrræðagóð
 • Með gott auga fyrir smáatriðum og gæðum
 • Mjög skipulögð og vinnur hratt en vel
 • Fær um að vera með hugann við mörg verkefni en á sama tíma verið einbeitt og róleg
 • Höndlar streitu og þéttar tímaáætlanir vel
 • Þarfnast ekki handleiðslu
 • Elskar að læra nýja hluti og getur hrint nýjum hugmyndum fljótt í framkvæmd
 • Sveigjanleg og opin fyrir því að bæta þig án þess að þurfa mikið aðhald
 • Ekki bundin við 9 – 5 vinnutíma-viðhorf og ert tilbúin að klára hluti af þegar þarf
 • Með góða tölvu- og tæknikunnáttu og hæfni til að læra fljótt á ný forrit
 • Fær um að benda okkur á einhverja stafsetninga- eða málfræðivillu í textanum í þessari auglýsingu

Afhverju þú ættir að hafa áhuga á starfinu:

 • Tækifæri á að vinna með vaxandi fyrirtæki sem hefur áhrif á líf og heilsu annara
 • Tækifæri á að taka þátt í stöðugum nýjum verkefnum
 • Árlegur aðgangur að efni í þjálfunum innan fyrirtækisins í tengslum við heilsu, þyngdartap og aukna orku.
 • Frelsi og sveigjanleiki til að vinna að heiman
 • Þú færð borga fyrir það sem þú hefur nú þegar gaman af: Að hjálpa öðrum á uppbyggjandi vettvangi, skrifa góða íslensku og finna nýjar leiðir til þess að klára hluti

Þekking á eftirfarandi er jákvætt en ekki skylda: Forrit eins og Infusionsoft, Wordpress, Facebook ads, Instagram, Excel og Word (eða pages og keynote ef notað er apple), myndvinnsla (Photoshop, Picasa, Canva).

Þekking og/eða bakgrunnur á sviði heilsu, markaðsfræði og samskiptum við fjölmiðla er kostur en ekki skilyrði.

Tímaskuldbinding: Starfið felur í sér vinnu heiman frá, 5-6 klst á dag milli 9 og 17 alla virka daga eða rúmlega 80% stöðu. Með meiri vinnu í boði í framtíðinni og meiri vinnu á álagstímum (álagstími er m.a. 2 sinnum yfir árið í ársupphaf og á haustin). Ekki er krafist þess að vinna yfir helgar en ef álagstímar eru er unnið einstaka laugardaga. Þó starfsmaður þurfi að vera til taks yfir vikuna, getur viðkomandi skipulagt sig sjálfur því tímarnir eru sveigjanlegir og vel hægt að komast að samkomulagi um fyrirkomulag.

Umsækjendur þurfa að eiga tölvu og síma og fer vinna og þjálfun fram í þeim forritum sem notuð eru innan Lifðu til Fulls. Umsækjendur eru beðnir að fylla út umsóknina sem fylgir hér að neðan og senda inn ferilskrá fyrir 7.ágúst. Þjálfun á starfi hefst ef allt gengur að óskum í júlí-ágúst og þá má gera ráð fyrir minni vinnu á þeim þjálfunartíma.


 Verkefnastjóri

2. Verkefnastjóri í 40% starf

Ert þú skipulögð/lagður og kannt að láta hlutina gerast?

Ertu metnaðargjörn/gjarn og átt auðvelt með að hugsa verkefni frá upphafi til enda

Býrð þú yfir góðri tæknikunnáttu?

Við hjá Lifðu til fulls erum er að leita af verkefnastjóra sem mun vera við stjórnvöllinn á þeim spennandi verkefnum og vexti sem á sér stað hjá Lifðu til fulls.

Hvað felst í starfinu?

 • Ábyrgð á því að verkefni séu framkvæmd samkvæmt áætlun
 • Ábyrgð á að markmiðum sé náð
 • Uppsetning á vikuskjölum fyrir starfsmenn með forgangsröðun og áætluðum verktíma
 • Að taka stöðu verkefna daglega, sjá til þess að forgangsröðun sé rétt og að skila sem bestum árangri
 • Úthlutun og eftirfylgni verkefna
 • Ábyrgð á því að farið sé eftir verklagsreglum og að skilafrestum sé náð
 • Vera með á vikulegum fundum. Fundir fara fram á Skype og í persónu. Þú myndir leiða fundi og verkefni
 • Verkefnastjórinn sér einnig um að prófa og samþykkja allt áður en það er tekið í notkun (t.d. skráningarsíður, kannanir og fleira)
 • Samskipti við samstarfsaðila, verktaka, og forritara
 • Að halda utan um árstíðabundin verkefni t.d. þegar fyrirtækið hefur árlegar þjálfanir. T.d. sjá um eftirfylgni með tölvupóstum sem fara til kúnna, sinna nýskráðum kúnnum, eiga samskipti við sölufulltrúa fyrirtækisins og vinna með öðru starfsfólki LTF að því að tryggja ánægju kúnna og að allt sé í réttum farvegi.
 • Taka þátt í rannsóknarvinnu á nýjum verkefnum/vörum með teymi

Tölvukunnátta: Þú ættir að vera kunnug/ur eftirfarandi forritum: Infusionsoft, WordPress, Google Docs, Excel Spreadsheets, Asana, Slack,og fleiri verkefnatengdum forritum. Þú munt halda utan um upplýsingar um kúnna fyrirtækisins og póstkerfi (Infusionsoft).

Þú ert kjörin/n ef þú:

 • Ert skipulögð/skipulagður
 • Úrræðagóð/ur
 • Sjálfdrifin/n
 • Ábyrg/ur
 • Vinnur vel með öðrum og átt auðvelt með samskipti við starfsfélaga og samstarfsfyrirtæki
 • Ert skýr í samskiptum.
 • Hefur auga fyrir smáatriðum og gæðum vörumerkja
 • Ert ekki bundin/n við 9 – 5 vinnutíma og ert tilbúin/n að klára hluti af þegar þarf
 • Hræðist ekki nýjar áskoranir
 • Elskar að læra nýja hluti og ert fljót/ur að útfæra nýjar hugmyndir
 • Aðlagar þig vel að breytingum
 • Jákvæð/jákvæður
 • Tæknivædd/ur
 • Hefur unnið sem verkefnastjórnandi áður
 • Nýtur þess að sjá verkefni sem þú stýrðir frá byrjun til enda verða að veruleika
 • Átt auðvelt með að vinna að heiman eða hvaðan sem er
 • Átt auðvelt með að halda mörgum boltum á lofti en samt halda fókus

Þú ert ekki kjörin/n ef þú:

 • Vilt vera í 9-5 vinnutíma
 • Ert að leita eftir “aukavinnu” á meðan þú byggir upp eigið fyrirtæki
 • Ef þú hefur ekki hlustað á podcast eða lesið bók um viðskipta- eða markaðsfræði
 • Ef þú leitar af starfi sem byggist helst á sköpun (content creation)

Kostir en ekki skylda:

 • Reynsla af vöruþróun
 • Reynsla af internetmarkaðsetningu (copywriting)
 • Þekking á sviði heilsu og internetmarkaðssetningar

Tímaskuldbinding: Starfið felur í sér vinnu að heiman frá 2-5 klst. á dag á milli 9 og 17 virka daga. Álagstímar innan fyrirtækisins geta verið 2-4 sinnum yfir árið og má þá jafnvel gera ráð fyrir 15-30 klst á viku. Þótt starfsmaður þurfi að vera til taks yfir vikuna, getur viðkomandi skipulagt sig sjálfur því vinnutíminn getur verið sveigjanlegur og vel hægt að komast að samkomulagi um fyrirkomulag.

Vinnan myndi hefjast í júlí-ágúst 2018 og er umsóknarfrestur til 7. ágúst. Starfið er til að byrja með 15-30 klst að jafnaði á viku en getur aukist næstu mánuði.

Umsækjendur þurfa að eiga tölvu og síma og fer vinna og þjálfun fram í þeim forritum sem notuð eru innan Lifðu til Fulls. Umsækjendur eru beðnir að fylla út umsóknina sem fylgir hér að neðan, ásamt því að senda inn ferilskrá.Pin It on Pinterest