5 vísbendingar að þú sért háð sykri og sykurlausa myndbandið!

sleppa sykri
Gefstu alltaf upp þegar þú ætlar að sleppa sykri? Lestu þá þetta…
23rd June 2015
myntu-sukkuladi-smoothie-sem-slaer-a-sykurlongun-ertu-med
Myntu súkkulaði smoothie sem slær á sykurlöngun, ertu með?
6th July 2015
Sýna allt

5 vísbendingar að þú sért háð sykri og sykurlausa myndbandið!

A woman has sweet food snacks around her on in a grocery store. She has fear and there are donuts and cookies. Use it for a health or diet concept.
Deildu á facebook

Flest okkar kannast við að upplifa skyndilega óstöðvandi löngun í eitthvað sætt og vilja þetta sæta „núna á stundinni”!

En vissir þú að sykur getur verið ávanabindandi?

Með tíma byggjum við upp ákveðið þol fyrir sykrinum og því meiri sykur sem þú borðar því meira þarftu til þess að upplifa þessa skammvinnu góðu tilfinningu rétt eftir sykurneyslu.

Ef þú borðar sykur reglulega gæti helsti kvíðinn við að sleppa sykri verið fólgin í því að þú óttist að sykurleysið sé leiðigjarnt líf.

Sykurlaust er þó langt frá því að vera leiðinlegt og eitthvað sem ég vil sýna þér (smelltu á myndbandið til að læra meira).

Leyfðu mér svo að sýna þér hversu einfalt og bragðgott það er að lifa án sykurs með því að vera með í ókeypis 14 daga sykurlausri áskorun

 

Ertu að pæla hvort þú sért háð/ur sykri? Hér eru 5 vísbendingar

 

1. Þú ert með löngun í sykur allan daginn.

Ef þú eyðir stórum hluta dagsins í að hugsa um og langa í sykurafurðir gæti það augljóslega bent til þess að þú sért háð/ur sykri. Þarftu alltaf að bæta við einhverju sætu út í kaffið þitt eða teið? Grípurðu oft í súkkulaði eða sykursnarl yfir daginn til að seðja löngunina? Ef eitthvað af þessu lýsir degi úr þínu lífi er trúlegt að þú sért að reiða þig of mikið á sykurinn.

 

2. Þú átt erfitt með að neita þér um sykur.

Þegar það er eitthvað sætt á boðstólnum, velur þú kökurnar og sætindin fram yfir hollari valkostina? Áttu erfitt með að neita þér um eftirrétt?

 

3. Þú fyllist kvíða við þeirri tilhugsun að skera niður sykurinn.

Þegar maður er háður einhverri fæðu er oft mjög erfitt að aðskilja sig frá henni. Svo ef þú hefur áhyggjur um að sleppa sykri, bendir það sennilega til að þú sért háð sykri og gætiru trúlega upplifað mikið frelsi þegar þú ert orðin laus við að þurfa að fá þér sykur á hverjum degi.

“Líður vel og ekkert mál að sleppa sykrinum með sykurlausu áskoruninni, vinn meira segja í nammiverksmiðju með nammiskálar á borðinu hjá mér…engin löngun” — Sigrún Jónsdóttir

„löngunin í sykur er horfin, svei mér þá” og talandi ekki um bætta orku, 3-5 kílóum léttari og vellíðan sem fylgir!” — Ísey Jensdóttir

 

4. Þú hefur reynt að hætta borða sykur, eða minnka hann, án árangurs.

Ertu oft að reyna minnka eða hætta sykri? Byrjarðu stundum vel en sækir svo aftur í sykurinn? Ef þú rokkar upp og niður í sykurneyslu gæti þig einfaldlega skort fæðutegundir og uppskriftir sem geta komið í staðinn fyrir sætindin sem þú sækir því. Með því að bæta við bara einni sykurlausri uppskrift á dag eins og við gerum í ókeypis sykurlausu áskoruninni ertu bæði að fylla á vopnabúrið þitt í baráttunni gegn sykrinum en einnig að hjálpa til við að endurstilla bragðlaukana og þannig hjálpa þeim að njóta meiri náttúrulegrar sætu og þurfa þá ekki eins mikinn sykur.

 

5. Þú upplifir skapsveiflur, ert þreytt/ur og leitar í skjóta orku

Flest okkar geta tengt við skapsveiflur í daglegu amstri en ef þú tekur eftir því að þú ert farin að vera orkulaus og þreytt/ur í gegnum daginn getur það bent til þess að þú sért háð/ur sykri. Ef þú finnur þig grípa í skammtíma orku til að þrauka daginn, eins og mikið af kaffibollum eða súkkulaði og sætindi þá gæti það líka verið vísbending um að líkami þinn sé háður sykri, en með því að reiða okkur á skjótfengna orku sem hverfur mjög fljótlega skilur það okkur eftir á enn verri stað.

 

Ef þú kannaðist við eitt eða fleiri þessara einkenna hér að ofan gæti líkami þinn hagnast við að sleppa eða minnka sykurneysluna.

Geturðu þannig trúlega upplifað að lífið er alveg jafn sætt án sykurs.

Ég hvet þig að prófa eina sykurlausa uppskrift á dag með því að vera með okkur í 14 daga sykurlaus áskorun. Ef þú vilt taka sykurleysið lengra og algjörlega útrýma sykri með áskoruninni er það auðvitað valkostur líka. Það mikilvægara er að þú byrjaðir!

Fyrsti innkaupalistinn og uppskriftir koma aðeins eftir 2 daga!

Geturu farið hér til að skrá þig í ókeypis áskorunina

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

print

3 skref til að hreinsa líkamann af sykri, tvöfalda orkuna og auka brennslu náttúrulega

28.maí kl 20:00 - Takmörkuð skráning

8 Comments

 1. Margret Haraldsd says:

  Takk fyrir hlakka til.
  Kv.
  Margrét Haraldsd

 2. Berglind says:

  Ég er þegqr byrjuð :) Dagur 2 hlakka til að verða samferða ykkur :)

 3. Berglind says:

  Vá ég er svo háð sykri !

  hlakka svo til að prófa þessa áskorun :)

 4. ingileif says:

  hlakka svo til!! kemur akkurat á réttum tíma fyrir mig,er komin á slæman stað heilsufarslega og ætlaði að taka út sykurinn 3júlí (ER ERLENDIS) SVO ÞETTA ER FLOTT

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegt að fylla út reiti merkta *

Pin It on Pinterest

Share This