Sannleikurinn um skjaldkirtilinn og lyfin þín
Hrátt spínat og skjaldkirtill þinn
8th October 2013
Matur sem bætir og eflir
Matur sem bætir og eflir vanvirkan skjaldkirtil
22nd October 2013
Hrátt spínat og skjaldkirtill þinn
8th October 2013
Matur sem bætir og eflir
Matur sem bætir og eflir vanvirkan skjaldkirtil
22nd October 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Sannleikurinn um skjaldkirtilinn og lyfin þín

lágkolvetnamataræði

Ef þú ert að taka inn ráðlögð lyf frá lækni við skjaldkirtli þínum og niðurstöður sýna að þú ert á eðlilegu róli en ert þrátt fyrir það að upplifa…

  • síþreytu
  • kulda á höndum og fótum(eða um allan líkama)
  • þyngist meira að segja á lágkolvetnamataræði 
  • depurð, þungdlyndi
  • nærð ekki að léttast þó svo þú hreyfir þig
  • morgun hausverkir
  • hægðatregðu eða óregululegar hægðir
  • stressuð eða í tilfinningalegu ójafnvægi
  • svitnar á nóttinni
  • átt erfitt með jafnvægi

Ef þú kannast við þetta getur þessi grein komið sér vel fyrir þig. Ef ekki er hún mikilvægur lestur fyrir kjörheilsu skjaldkirtilsins.

Því eftir að þú lest þessa grein muntu sjá að það eru náttúrulegar leiðir til að styðja við og endurbæta skjaldkirtilinn þinn umfram “skjaldkirtils endurnýjun”

 

Af hverju lyfin eru ekki nóg

 

Sannleikurinn sem ég vill deila með þér í dag er að “Endurnýjun skjaldkirtilsins sem aðal grundvöllur meðferðar” er byggt á rangri forsendu.

Sú ranga forsenda er: Að þú getir bætt upp glataða skjaldkirtilsvirkni með því að leysa af hólmi skortinn á hormónum með

utanaðkomandi hormónum eins og Synthroid, Levoxyl, Levothyroxine, Eltroxin, Oroxine, Norton, og hellinginn af öðrum vörutegundum…og hunsa hinu mörgu þætti sem eru að stuðla að vanvirkninni til að byrja með.

Þessi endurnýjun (hormónameðferð) ein og sér, GÆTI mögulega virkað fyrir um 10% af þeim sem glíma við vanvirkan skjaldkirtil, en ég ætla að útskýra afhverju hún mistekst að ná fram æskilegum niðurstöðum fyrir hin 80-90%.

 

Hver er undirliggjandi ástæðan…(það sem læknar greina ekki)

 

Vestanhafs er helsta orsök á lágri virkni í skjaldkirtlinum sjúkdómur sem kallast Hashimoto og er hann algengari hjá konum (8 konur á móti 1 karli). Hashimoto er sjálfsofnæmis árás gegn skjaldkirtils frumunum, sem þýðir að ónæmiskerfi líkamans ræðst gegn og drepur sinn eigin skjaldkirtils vef.

Þrátt fyrir að þú sért að taka inn lyf þar sem TSH (skjaldkirtilshormón) eru talin vera undir stjórn að þá mun fólk með Hashimoto upplifa áfram mörg eða öll einkenni lélegrar virkni í skjaldkirtlinum.

Til að hámarka þína getu til að virkja skjaldkirtilinn þá þarftu að eiga við ónæmiskerfið á vísindalegan og kerfisbundinn hátt.

Þetta er hægt á náttúrulega vegu!

Eitt er fyrir víst; allt í líkamanum hefur áhrif á allt annað.

Það sem margir læknar (ég segi margir, ekki allir) taka ekki inn í myndina er að eitthvað sem fellur fyrir utan hefðbundin lyf geti verið áhrifaríkt. Þeir horfa ekki á hvernig mataræðið, ástand meltingavegarins, bætiefni, og lífsstíls umbreyting getur haft áhrifamikla kosti fyrir skjaldkirtilssjúklinga.

Þannig ef þú ert jafnvel á skjaldkirtilslyfjum en ert enn að þjást af einkennum sem ég nefndi hér fyrir ofan að þá skora ég eindregið á þig að lesa áfram.

 

Hvernig þú getur stutt við og endurbætt skjaldkirtilinn þinn á náttúrulegan hátt..

Náttúrulegur stuðningur við skjaldkirtilinn getur verið eitthvað eins og t.d. að taka inn:

  • Joð (við vanvirkum skjaldkirtli)
  • Selenium (við ofvirkum skjalkirtli)
  • B-vítamin

Mundu að ég hef áður minnst á að ástand þitt gæti verið tengt ónæmiskerfinu þínu.

Í þannig tilfellum þá nægir ekki skammtíma orkuskot(einsog ofurfæði, sólhattur, og fleira). Allra frekar þurfum við langtíma árangur til að meðhöndla skjaldkirtilinn og ónæmiskerfið.

Hérna koma helstu atriði sem þú þarft að fjarlægja fyrir hámarks langtíma virkni ónæmiskerfisins.

 

1. Mataróþol:

Mataróþol getur verið vandmeðfarið og fæða sem var allt í lagi fyrir þig á yngri árum getur verið slæm í dag.

 

2. Hormónaójafnvægi:

Til dæmis: Þegar við sjáum konur sem eru komnar yfir breytingaskeiðið sem hafa myndað með sér hitakóf, svefnleysi, og viðkvæmni sem ekki var sigrast á með hormónameðferð, þá vitum við að við erum að eiga við Hashimoto einkenni sem komu með breytingaskeiðinu. Í flestum svona tilfellum er hægt að færa einkennin í eðlilegt hóf með því að meðhöndla sjálfsofnæmi skjaldkirtilsins.

 

3. Insúlínhækkun

 

4. Streita og álag

 

5. Koma jafnvægi á meltingarveginn:Meltingarvegurinn er lykill að góðri heilsu almennt og þar með talin heilsa skjaldkirtils

 

Það er engin fljótleg eða styttri leið þegar eiga þarf við sjálfsofnæmi í skjaldkirtlinum. Skoða þarf alla orsakavaldana sem stuðla að vanvirkninni, og vinna kerfisbundið að því að fjarlægja þessa skaðvalda í réttri röð, og skoða sérstaklega ónæmiskerfið þitt.

Ég vil taka það fram að ég er ekki læknir og þessi grein er frá sjónarhorni heildrænnar nálgunar.

Ef þú tengdir við greinina mæli ég með fyrir þig að vinna með aðila ítarlega svo þú getir á árangursríkan hátt útilokað alla orsakavalda hér að ofan á heildrænan hátt

Hjá Lifðu til Fulls hjálpum við konum m.a að koma á hormónajafnvægi í líkamanum og skjaldkirtils heilsu, og útrýmum þessum 5 slæmu orsakavöldum á heildrænan hátt. Bæði með hreinsun (sem er væntanleg) og ítarlegum skrefum í okkar 6 mánaða Nýtt Líf og Ný Þú hópþjálfun.

Hópþjálfun byrjar aftur snemma árs 2014! og þú getur hoppað inná biðlista okkar hér til að vera fyrst að vita að!

 

Að lokum

Í hnotskurn þá vil ég skilja við þig með þetta: Ef þú flaskar á að horfa í þá þætti sem hafa áhrif á meltingarveginn, blóðsykurinn, hormónin, og ónæmiskerfið, þá gæti skjaldkirtilsvandamál þitt farið versnandi þrátt fyrir að þú sért á lyfjum fyrir því.

Fylgstu með í næstu viku þar sem ég mun fara meira í spurninga þínar um mat og skjaldkirtilinn.

 

En þangað til vil ég heyra frá þér!

 

Vakti þessi grein áhuga þinn? Ef svo er hvaða einkenni hér að ofan tengdir þú við (ef einhver)? Og hvað kom þér virkilega á óvart

Eins og síðast gerist skemmtilegasta umfjöllunin neðst hérna á blogginu hjá Lifðu til Fulls svo skildu endilega eftir skilaboð núna!

 

Heilsa og hamingja

Júlía, heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

17 Comments

  1. Vigdís Heiðrún Viggósdóttir says:

    takk Júlía fyrir greinagóð skrif, þau hafa vakið mig til umhugsunar, já ég finn fyrir sumum þessum einkennum, mér er oft óeðlilega kalt, sef laust, er oft mjög þreytt/pirruð/meir, ég þarf að passa sykurneyslu, var fyrir 2 árum á mörkum þess að fá sykursýki 2,( tek það fram að ég á ekki við að ofþyngd ), já og skjaldkyrtill var vanvirkur, í kjölfarið breytti ég um mataræði, tók út sykur og hvítt hveiti, fór í eftirlit í ár, hef ekki farið í eftirlit í eitt ár, já og á sama tíma kom upp hjá mér allskonar ofnæmi, sem ég tel ekki upp hér, þar sem ég finn enn fyrir þessum einkennum langar mig til að gera eitthvað að viti, hvað leggur þú til’? kv.Vigdís

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Takk fyrir það Vigdís, ég myndi leggja til að íhuga 6 mánaða hópþjálfun þar sem ég fer skref fyrir skref með þér að lífsstílnum, lífinu og líkamanum sem þú þráir. Stuttar hreinsanir hjá mér eru einnig frábærar til að létta á líkamanum.

  2. Halldóra Björg Ragnarsdóttir. says:

    Sæl. Þetta er frábært hjá þér. Ég er búinn að berjast frá því síðan ég átti börnin min tvö um offitu og ymsa kvilla td er ég með latan skjaldkirtil og tek 1töflu við því og þegar ég las þetta fyrsta þá finn ég að öll einkenni alltof þung fæ oft hausverk o.s fr. en það virðist vera nóg hjá mér að taka eina töflu . Mig langar að fá viðtal hjá þér svona við tækifæri ef það er hægt. Með bestu kveðju Halldóra.

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Halldóra, það er ekki gott að heyra.

      Frábært að greinin hjálpaði þér og vakti áhuga þinn

      Já, þú getur bókað viðtal með mér hér að neðan. Halldóra þú getur sent okkur inn umsókn þína eins og stendur á síðunni og munum við hafa samband þegar losnar í tíma: https://lifdutilfulls.is/thjalfun/vidtalstimi/

  3. þórhildur says:

    ég fékk það ráð að bera á mig joð og finnst mér það hafa virkað nokkuð ve. En er ekki alveg að þora að taka það inn .

  4. Anna says:

    Sæl, Ég kannast við þessi einkenni. Þarf oft að sofa lengi, en er samt þreytt. Alltaf kalt, er kvíðin, áhyggjur út af litlu eða engu. Svo er það þyngdaraukning, sjálfsofnæmi og margt annað.
    Hvað leggur þú til.
    Með kveðju Anna.

  5. Ása Björg says:

    Frábær grein Júlía, frábært að koma þessum upplýsingum á framfæri, en það mætti kannski benda á með mataróþolið að það virðist vera samhengi á milli neyslu á sojavörum og skjaldkirtilsóreglu og því ættu a.m.k. þeir sem þjást af slíku að forðast neyslu soja.

    Það er með ólíkindum sú “þjónusta” sem fólki með skjaldkirtilssjúkdóma er boðið upp á hér á Íslandi, (og svo sem ekki mikið betra annars staðar) og það vantar einmitt meira efni á íslensku fyrir þá fjölda mörgu sem þjást af skjaldkirtilsóreglu hvort er of eða vanþ Það er í bígerð að stofna sjúklingasamtök sem myndu vinna m.a. að því að gefa út efni á íslensku auk þess að berjast fyrir auknum skilningi og þjónustu við fólk með þessar óreglur.

    Fyrir þá sem þjást af skjaldkirtilsóreglum þá langar mig að benda á facebook grúppu sem hefur reynst mér mjög dýrmæt bæði vegna stuðnings og fróðleiks sem er þar inni. Grúppan heitir Spjallhópur fyrir fólk með skjaldkirtilssjúkdóma, við erum 581 þegar þetta er skrifað og okkur fjölgar með hverjum deginum.

    Fyrir þá sem lesa þessa grein hér að ofan og kannast við sjálfa sig í einkennunum en hafa jafnvel farið til læknis og verið sagt að það sé á ‘eðlilegum mörkum” þá langar mig að segja eftirfarandi:

    Við eigum öll skilið að vera heilbrigð og við eigum ekki að sætta okkur við neitt annað, en stundum þurfum við að berjast fyrir því sem við þurfum og þá erum við sterkari saman en sitt í hvoru lagi.

  6. Fjóla says:

    Hæhæ, ég finn fyrir mörgum af þessum einkennum sem þú ræðir hér um fyrir ofan, og er einmitt að takast á við að finna hvað hentar mér fyrir aukna orku og að líða betur. Ég er að taka inn levaxin og hormónanir í blóðinu eru í mjög góðu lagi ( var að koma úr blóðprufu) en ég er með b12 skort, síþreytu, mikla bjúgmyndun, þyngist við ekkert tilefni, virkilega þunglynd og er á lyfjum við því en er samt með mikla depurð, hægðir í miklu ójafnvægi og skiptist á tregðu og hinu andstæðna, og í miklu ójafnvægi. Ég fór í gær í b-12 vítamínsprautu, er að finna út hvað ég get gert meira til þess að líða betur því ég er svo virkilega búin á því að vera svona. kær kv.

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Fjóla ég finn til með þér og skil hvað þú ert að upplifa! Haltu áfram lausnin mun koma til þín! Endilega vertu með okkur áfram hér hjá Lifðu til Fulls, ef þú ert ekki nú þegar á fréttabréfalista okkar endilega gerðu svo og þú færð rafbók frá mér í upphafi og þar getur þú fylgst með þjálfun eða öðru sem gæti hjálpað þér!

      sendi þér heilsu og hamingju
      Júlía heilsumarkþjálfi

  7. Elísabet Pálmadóttir. says:

    Sæl Júlía,
    Ég varð mjög snortin af þessari grein þinni, og leiddi hún mig á slóðir annara aðila um sama efni.
    Ég get sagt með sanni að margt sem talið er upp að geti verið afleiðing af lötum skjaldkirtli, kannast ég við hjá mér.
    Ég fór nýlega í blóðprufu þar sem ég bað sérstaklega um að skjaldkirtill væri skoðaður, og var mér tjáð að hann væri í lagi. Læknar virðast ekki sjá þetta, eða vilja ekki kannast við vandamálið.
    Ég er ekki að taka lyf við skjaldkirtilsvandamálum, en ég finn fyrir flestu af því sem þú telur upp hér að ofan.
    Því langar mig að heyra meira og vera með í lausnum sem þú hefur við vandamálinu.
    Takk fyrir góða grein,
    Kær kveðja
    Elísabet.

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Elísabet,

      takk innilega fyrir svör þín til okkar. Það er hárrétt hjá þér en flestir læknar í dag virðast ekki sjá þetta þegar skoðað er nánar. Þú sérð neðarlega í greininni hvar ég tala um hvernig ég hjálpa konum að vinna bug á þessu á nátturulegan hátt. Þér er einnig velkomið að senda okkur fyrirspurn þína til okkar hjá “hafðu samband slóðinni” hér að ofan!

      heilsa og hamingja
      Júlía

  8. Er búin að berjast við þennan sjúkdóm í 4 ár og eftir að blóðprufur komust á rétt ról, átti allt að vera í lagi, en svo var nú ekki, einkennin voru eins og þegar ég greindist, mjög slæm og eftir langvarandi Joð skort var ég líka komin með bólgur í kringum augun, ásamt að vera alltaf meir, kalt, þreytt og bara ómöguleg. Er búin að drekka óunna lakkrísrót, taka b vítamín og drekka Chlorella, tek enn inn lyfin en þetta hlálpaði líkama mínum að eiga efnaskipti, því ekkert var að gerast hjá mér fyrir utan að allt var ok í blóðprufu. En stóra spurningin mín er að mig vantar uppýsingar um “þurrkaðan skjaldkirtil úr svínum” því ég er með týpu 2 og langar að kynna mér þessa leið betur. Veit einhver eitthvað um það?????

    • Ása Björg says:

      Sæl Kristín,
      Algengasta lyfið úr ‘þurrkuðum skjaldkirtli svína’ er Armour, það eru hins vegar til fleiri tegundir sem ég kann ekki skil á, það hefur hins vegar gengið illa að fá þetta uppáskrifað hérna á Íslandi, þar sem að þetta er undanþágulyf og læknar þurfa að sækja um sérstaklega til Lyfjastofnunar fyrir hönd sinna sjúklinga.

      Munurinn á Armour og t.d. Levaxin og Euthyrox, sem við flest erum að taka sem erum með skjaldkirtilslyf, er að í Levaxin og Euthyrox er einungis T4 hormónið sem er birgðarhormónið sem líkaminn tekur síðan og breytir í T3 sem er hormónið sem líkaminn getur notað. Armour hins vegar er með T3, T2 og T1.

  9. Sólveig G says:

    Sæl Jílía.
    Þetta vakti svo sannarlega áhuga minn.Ég er búin að vera á lyfjum (Euthyrox ) í tæp 3 ár.Lagaðist töluvert,en er með öll einkennin sem þú nefnir hér að ofan og eru þau akkúrat að plaga mig mjög núna og virðat vera að færast í aukana.Ég er til í hvað sem er til að líða betur,

  10. Júlía, heilsumarkþjálfi says:

    Takk fyrir Sólveig og gangi þér vel. Leyfðu okkur að fylgjast með hvernig gengur.

  11. Guðleif says:

    Sæl Júlía
    Tengdi rosalega mikið við greinina þína og fannst gaman að lesa. Ég fór til læknis fyrir ári síðan því mér er alltaf kalt, ásamt fjórum öðrum einkennum sem þú telur upp hér að ofan. Þar sem skjaldkirtillinn var athugaður 2002 og ekkert að honum, væru litlar líkur að það væri í dag og svarið sem ég fékk var að ég væri “illa einangruð” ég á aftur á móti í erfiðleikum með að halda mér í kjörþyngd (ég er 4 kíló með skólatösku) en læknirinn vildi meina að ég væri bara flott. En jafnvægið er samt ekki til staðar. Eg borða reyndar ekki sykur og hveiti og lifi eftir lágkolvetnamataræði vegna þess að það er hreinasta mataræðið og þú veist alltaf hvað þú lætur ofan í þig. Ég er ekki hlynnt lyfjum og tek því ekkert svoleiðis inn svo pistillinn var gott innskot í það sem ég hef verið að skoða.
    Takk fyrir góðan pistil
    Kv

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *