Burt með sætindaþörfina, muffin toffee jógúrtið sem ég geri fyrir kallinn!
glútenfríir fæðukostir
Ekki leyfa glútenfríu vörunum að plata þig!
1st April 2014
Græn orkubomba
Græn orkubomba
9th April 2014
glútenfríir fæðukostir
Ekki leyfa glútenfríu vörunum að plata þig!
1st April 2014
Græn orkubomba
Græn orkubomba
9th April 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Burt með sætindaþörfina, muffin toffee jógúrtið sem ég geri fyrir kallinn!

“Orkugefandi og kandída drepandi jógúrtið góða komið fyrir alla vikuna elskan!”

 

DSC_1363-copy

 

Það er ekki svo langt síðan að ég tók eftir því að maðurinn minn var farinn að stelast í eitthvað sætt, sérstaklega eftir kvöldmatartíma. Þar sem hann sótti aldrei í sætt kom þessi löngun hans okkur báðum verulega á óvart en hann sótti alltaf í eitthvað, kvöld eftir kvöld.

Það var þá sem ég fór aðeins að endurskoða þessa löngun hjá manninum mínum og sjá hvort hægt væri að fá jafnvægi á sykurlöngun hans og auka orku hans eitthvað á sama tíma!

Það var þá sem þetta orkugefandi jógurt kom fyrst til.

Aðeins 2 vikum seinna var sætindaþörfin hjá manninum mínum horfin, húð hans betri og orka hans og vellíðan endurheimt.

Hvað er í þessari töfrauppskrift eiginlega?

Leyni innihaldið nr. 1 er auðvitað kærleikur en það næsta er kísill.

Kísill er talið fjórða mikilvægasta efni líkamans og hjálpar til við upptöku steinefna og afeitrun þess sem safnast fyrir í meltingarveginum. Kísill vinnur því vel gegn kandída sveppnum eða öðrum sníkjudýrum sem gætu hafa þrifist í líkamanum þar sem kandída sveppurinn þrífst af sykri.

Að borða mikinn sykur stuðlar að vexti snýkjudýra/gerla og þegar þú hefur of mikið af þeim í þörmunum færð þú miklar langanir í sykur.

Hjá eiginmanni mínum var sætindaþörf hans stórlega rakin til Kandídasvepps og með því að hreinsa hann með kísil hvarf sykurlöngun hans og orkan hans fór að aukast.

Annað sem eiginmaður minn tók eftir var munur á húð, hári og neglum sem fóru batnandi og líðan hjá honum almennt betri.

Kísill getur einnig unnið gegn háum blóðþrýsing, dregið úr matarlyst, unnið gegn beinþynningu, hægt á öldrun og unnið gegn höfuðverkjum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að kísill geti flýtt fyrir að bein grói eftir beinbrot, að hann vinni gegn hjarta og æðasjúkdómum, sem og lungnasjúkdómum.

Það versta við kísil er að hann er ekkert sérstaklega góður á bragðið og það mætti líkja honum við að drekka sand!

og þannig varð til mín “muffin-toffee jógúrt”

Þeir sem hafa smakkað segja jógúrtina líkjast; hollum muffins með caramellu toffee bragði svo mér fannst nafnið viðeigandi.

„Muffin Toffee” jógúrt uppskrift!

1 dós kókosmjólk

1 frosin/ferskur banani (ég nota frosin)

1/2 bolli frosið mangó (eða meira)

2 skeiðar Kísil duft (fæst hjá Mamma Veit Best)*

4 msk chia fræ (fæst hjá Mamma Veit Best)

4-6 dropar toffee stevia (fæst hjá Mamma veit best)

smá Vatn

1. Leggið Chia fræ í bleyti. Ég set í krukku 1/5 chia fræ og 4/5 vatn og læt liggja yfir nótt og nota 4 msk af því.

2. Settu allt í blandara (ég nota Blendtec blandara) og hellið síðan í krukkur sem millimál eða morgunjógúrt. Þessi uppskrift gefur 2 skammta.

*Kísil duftið er ekki mælt með fyrir lítil kríli og því hægt að sleppa kísil í uppskriftinni. 

Þessi uppskrift gefur þér orku, fullt af næringu og styður við þitt eðlilega þyngdartap á sama tíma!

Tilvalin á morgnanna eða sem millimál og öllum líkar við. Litla frænkan mín stútaði meira að segja 2 glösum alsæl.

 Er kísill eitthvað sem höfðar til þín eða annarra fjölskyldumeðlima? Og ef þú ætlar að prófa segðu mér frá hér að neðan!

Ekki gleyma svo að líka við og deila uppskriftinni af muffin toffee jógúrtinni með vinum á facebook

Góða jógúrt gerð

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

16 Comments

  1. SnorriK says:

    Ég á við nákvæmlega sama vandamál að stríða og maðurinn hér að ofan og ég ætla að tékka á þessu. Hefði verið fínt að heyra af þessu fyrr, þar sem ég hef verið svona í meira en 3 ár… 🙂

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Já endilega Snorri! Mér finnst þetta virka um leið fyrir mig, verður spennandi að sjá hvort þetta hjálpi. Mátt endilega leyfa okkur að heyra af því 🙂

  2. Hugrún Vignisdóttir says:

    Er sjálf að glíma við kandída, má taka kísilinn með barn á brjósti, veistu það?

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Sæl Hugrún
      Já það er í lagi, bara halda sig við ráðlagðan dagskammt. Ég er einmitt sjálf að nota kísilinn með barn á brjósti 🙂

  3. Þuríður says:

    Það verður spennandi að prófa þetta, Ég er mikill sykurfíkill en hann fer illa í mig. En hvar er “mamma veit best”

  4. Sólrún says:

    Hlakka til ad prufa 🙂 Hvernig kókosmjólk er best ad nota ? 🙂

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Sæl Sólrún, þú getur keypt lífræna í t.d Krónunni en það er ekki nauðsynlegt. Hún er dýrari og þar sem kókoshnetan er vel varin þá smitast ekki mikið skordýraeytur yfir í mjólkina (það á hins vegar ekki við um ávexti og grænmeti sem hafa ekki þykkan börk til að verja sig og því mæli ég frekar með að þú eyðir aðeins meira í þá vöru) En annars nota ég i raun ekkert sérstakt merki, bara það sem er til. 🙂

  5. Hrafnhildur Einarsdóttir says:

    Er í stöðugri baráttu við háþrýsting, er þá ekki kísillinn góður??? Einnig barátta við aukakílóin.

  6. Eydís ósk Hjartardóttir says:

    Ég er með háþrýsting Astma,skjaldirtilsvandamál og svo í vandræðum með aukakílóin.ég æta að prufa þetta.

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Eydís

      Ég hef fundið að ef ég geymi með þessum hætti geymist það í allt að 7-10 dögum. Ef ég frysti í allt að 10 mánuðum. 😉

  7. Eydís ósk Hjartardóttir says:

    Sæl júlía drekkur hann þetta á hverjum degi.

  8. María Björgvinsdóttir says:

    Hvernig lítur kísill út? hvernig eru umbúðirnar á pakkningunni

    • Júlía heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Kísill er nú hægt að fá í duft formi eða sem vökva. Ég hef notað Kísill frá verslun Mammaveitbest í kópavogu, þá er það í duft formi og hvítum umbúðum.

  9. Margrét Valtýsdóttir says:

    Sæl.
    Meinardu 2 teskeidar eda matskeidar?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *