5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna bumbuna (fyrri hluti)
hollráð til að léttast
3 hollráð til að léttast án þess að telja kaloríur
10th September 2013
brenna bumbuna
5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna bumbuna (seinni hluti)
24th September 2013
hollráð til að léttast
3 hollráð til að léttast án þess að telja kaloríur
10th September 2013
brenna bumbuna
5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna bumbuna (seinni hluti)
24th September 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna bumbuna (fyrri hluti)

Hnetur og fræ

Þegar konur eru komnar á miðjan aldur, þá á hlutfall fitu í líkamanum til að aukast – meira en á körlum – og fitugeymslan fer að færast á efri hluta líkamans í stað mjaðma og læra. Jafnvel þótt þú þyngist í raun ekki, þá getur mittislínan stækkað um nokkra sentímetra þar sem iðrafita (innyfla fita) þrýstir á kviðarvegginn.

Iðrafita er bendluð við fjöldan allan af langvarandi sjúkdómum og þar á meðal hjarta- og æða sjúkdóma, astma, brjóstakrabbamein, og heilabilun.
En það eru leiðir sem þú getur farið til að minnka samansöfnun af iðrafitu. Góðu fréttirnar eru að hún umbrotnar betur í fitusýrur en fita sem leggst á mjaðmir eða lærin.
Með öðrum orðum; þá er auðveldara að losa um kviðfituna en fituna sem sest að mjöðmum og lærum.
Leiðin til að losna varanlega við iðrafitu og kveðja bumbuna fyrir fullt og allt eru skref-fyrir-skref lífsstílsbreytingar í m.a mataræði og hreyfingu.
Ítrekað hef ég séð þessa leið skila árangri hjá konum þegar kemur að því að minnka mittið varanlega; en ég veit ekki um neinn sem segist vilja losna við bumbuna aðeins um stundarsakir.
Samhliða lífsstílsbreytingum eru nokkrar fæðutegundir sem vinna sérstaklega með því að losna við bumbuna svo þú getir upplifað mjórra mitti og bætta meltingu. 

1. Græn og girnilegur drykkur

glowing-green-smoothie1

 

Grænn drykkur er eitthvað sem er orðin ómissanlegur hluti af mataræði mínu og margar konur sem eru hjá mér heilsumarkþjálfun segja slíkt hið sama. Ég finn mér meira að segja leiðir til þess að taka hann með mér þegar ég ferðast. Grænn drykkur eins og ég legg áherslu á að útbúa er kolvetnasnauður, trefjaríkur og samsettur af fullkominni næringu.

Það þýðir að drykkurinn skaffar þér öll þau næringarefni og ensím sem líkami þinn þarfnast fyrir hámarksorku. Í þokkabót þarf líkaminn ekki að nota mikla orku í að melta drykkinn, því hann er þegar niðursaxaður í blandaranum, og því hentugur í að nota fyrir fitubrennslu og orku í gegnum daginn.

2. Chia fræ
chia1Ég elska chia fræin mín!! Í fyrsta sinn sem ég smakkaði Chia fræ var ég ekki hrifin en þegar ég lærði um allt sem hægt var að útbúa með þeim, þá fór að vera gaman.
Þessi næringarríku litlu fræ eru frábær í að stuðla að eðlilegu þyngdartapi, vegna þess að þau koma á jafnvægi í blóðsykri, innihalda mikið af trefjum og endurbætir insúlínviðkvæmni.
Insúlín eru ein aðal fitugeymslu hormón líkamans, og að endurbæta insúlín viðkvæmnina getur minnkað magn insúlíns sem berst út í blóðstreymið, sem getur þá minnkað fituna. Chia er líka ríkt af Omega-3 fitusýrum, og fræin eru seðjandi því þau innihalda trefjar. Prófaðu nokkrar matskeiðar af chia í möndlumjólk ásamt smá vanilla og stevía fyrir gómsætan og seðjandi drykk.

Fylgstu með fréttabréfi frá mér næsta þriðjudag og fáðu að heyra um 3 fæðutegundir í viðbót sem losa um kviðfitu og þessa leiðindar bumbu.
Ég er viss um að þú vitir sjálf einhver hollráð með hvað virkar fyrir mjórra mitti, hvað hefur virkað fyrir þig? og hvað hefur ekki virkað fyrir þig?
Deildu þessu í spjallið hér að neðan svo við getum öll lært eitthvað nýtt!
heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

1 Comment

  1. […] í fyrsta lagi er það daglegum grænum drykk og í öðru lagi eru það ofurfræin Chia. (lestu meira um þau hér) […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *