Lifðu til Fulls uppskriftabókin

Yfir 100 ómótstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma

[wonderplugin_carousel id="4"]

 

Tryggðu þér eintak hér fyrir neðan eða frá verslunum Eymundsson, Mál og Menningu, Nettó, Hagkaup og fleiri stöðum.

Að breyta mataræðinu er án efa það besta sem ég hef gert fyrir mína heilsu. Aukakíló og verkir hurfu og líkaminn fylltist orku og vellíðan á hverjum degi og þegar ég komst að því hvað hollustan gat verið bragðgóð var ekki aftur snúið.

Uppskriftirnar henta annríku líferni og er bókinni ætlað að einfalda þér leiðina að bættum lífsstíl og færa þér ljóma og hamingju með hverjum bita. Mataræðið hentar allri fjölskyldunni og er hreint og plöntumiðað ásamt sérkafla með kjötréttum. Bókin er sykur og glúteinlaus og hentar vel þeim sem eru vegan. bókinni finnur þú m.a. dásamlega morgunverði, millimál, hollar útfærslur af vinsælum skyndibitum, Mexíkóréttum og sektarlausum sætindum ásamt ýmsum fróðleik, eins og hvernig skipta má út sykri og hvað ætti að eiga í búrskápinn..

"Júlíu hefur tekist að sameina einfaldar og næringarríkar uppskriftir af girnilegum mat. Hlakkaðu til að fletta bókinni og elda uppúr henni eða fá innblástur þegar þú ert í stuði til að skapa" Solla Eiríks á Gló

"Maturinn hennar Júlíu fyllir mann orku, gleði og krafti. Uppskriftirnar eru einfaldar og fljótlegar sem gerir auðvelt að hefja breytan lífsstíl Ég elska þessa bók! " Yesmine Olssen, höfundur og sjónvarpskokkur

"Ein fallegasta bók sem ég hef séð! Uppskriftirnar eru allar svo girnilegar og spennandi" Ebba Guðný, höfundur og sjónvarpskokkur

"Með þessari fæðu finn ég góða orku allan daginn og árangur í lyftingum. Ég mæli með bókinni fyrir alla þá sem vilja borða hreint og líða vel." Dr. Anna Hulda Ólafsdóttir,keppandi í crossfit og lyftingum

"Bókin hennar Júlíu inniheldur fjölda fallegra og hollra uppskrifta sem geta stuðlað að bættri heilsu.." Ragnar Freyr Ingvarsson, Læknirinn í eldhúsinu

Höfundarréttur @Lifðu Til Fulls slf. 2016