Fáðu sérsniðna áætlun að árangri með einkastuðning frá Júlíu

Mikil fyirspurn hefur verið á einstaklingstuðningi og býðst hann árstíðarbundið. Býð ég upp á slíkt og getur hentað þeim sem eiga annríkt, vilja fá persónulega ráðgjöf með að léttast, auka orkuna, koma meltingu í lag og upplifa ljóma á sem skemmstum og áhrifaríkastum tíma. Ég sníð þessi prógröm eftir þörfum hvers og eins en hefðbundið er að stuðningur sé yfir hálfan dag eða tvo til þrjá tíma í senn.

Hafðu endilega samband með því að senda línu á studningur@lifutilfulls.is til að segja mér aðeins frá þér eða sendu beiðni um ókeypis símtal við Júlíu til að ræða kosti þess að fá einstaklingstuðning.


 

1660_293724_4202783638581_1364514692_n_150x208„Takk fyrir frábæra þjónustu, ég fékk að fara og versla með þér í dag og vá hvað ég lærði mikið og hlakka til að prufa mig áfram um helgina, vil hrósa þér fyrir vandvirkni og hvað þú gefur manni mikið þegar við hittumst 😀 hlakka til framhaldsins.”

Jóhanna Gunnarsdóttir, Kópavogur.

 

 


 

 Nánar um heilan dag með Júlíu

Einstaklingsmiðaðar ráðleggingar, eftirminnileg búðarferð og upplifun með Júlíu

Dagur með mér hentar sérstaklega vel fjölskyldum og er skemmtilegur þegar dagurinn er innvinklaður með  unglingum og krökkum svo öll fjölskyldan eigi hlut í lífstílsbreytingunni.

Að  breyta um lífsstíl getur reynst yfirþyrmandi. Vegna misræmis í upplýsingum sem við höfum aðgang að vitum við oft ekki í hvorn fótinn eigi að stíga. Oftar en ekki vekja upplýsingar sem við fáum upp fleiri spurningar en þær svara og við  gefumst upp svo gott sem áður en við erum byrjuð.

Á deginum færð þú ráðleggingar í mataræði og skrefin að breyttum lífsstíl og getur því öðlast loks þann lífsstíl sem þig dreymir um.

Hvort sem þú ert að færa þig yfir í hollari lífsstíl með náttúrulegri fæðu með minni eða engum aukaefnum, ert nýgreind með einhverskonar óþol og vilt aðlagast því eða vilt fá persónulega þjónustu til að koma þér og/eða fjölskyldunni af stað er þessi dagur tilvalinn fyrir þig.

Þú lærir inn á nýjar fæðutegundir og náttúrulegri innihaldsefni sem geta komið í stað gömlu matvaranna án þess að bragðlaukarnir fái sjokk. Þú munt læra hollráð í eldamennsku svo þú getir undirbúið heilsusamlega máltíð á fáeinum mínútum.

Ég mun opna augu þín fyrir misvísandi innihaldslýsingum á matvörum og um leið sýna þér bragðgóða og betri kosti í þinni matvöruverslun. Einnig færðu bragðgóðar og fljótlegar uppskriftir og ráðleggingar í leiðinni.

 Dagur með Júlíu Inniheldur:

make_your_shopping_list_more_healthy_15748_7_350x233

  • Sex til átta klukkustundir með Júlíu sem hefjast á því að við hittumst og förum yfir núverandi stöðu. Við skoðum hverju þurfi að breyta í mataræðinu vegna heilsuástands, hvernig hægt sé að gera það og hvað komi í staðinn svo þú getur hafið þinn heilsusamlegri lífsstíl sem fyrst.
  • Verslunarferð saman í gegnum matvöruverslun frá samstarfsaðilum Lifðu til fulls eða verslun að eigin vali, afsláttur af búðarkaupum fylgir.
  • Eldað á þínu heimili með Júlíu. Uppskriftir sérsniðnar ykkar þörfum og útfærslur af ykkar uppáhaldsmat gefið. Uppskriftir og undirbúningur frá Júlíu berast fyrir daginn sjálfan til að hann nýtist sem allra best.
  • 50 mínútna símtal viku eftir hitting okkar til að fylgja eftir því sem þú lærðir og svara þeim spurningum sem kunna að hafa vaknað að þeim tíma liðnum.
  • 5 daga matarhreinsun (19.970 kr. virði) gefin með
  • Aðgangur að Júlíu í tölvupósti og eftirfylgni

Dagur með Júlíu fæst aðeins gegn 40 mínútna viðtali fyrst í gegnum síma/skype. Símtalið með Júlíu er ókeypis (14.970 kr. virði) og farið er yfir hvort heill dagur með Júlíu sé besta skrefið fyrir þig og fjölskyldu þína miðað við ástandið eins og það er nú. Er hægt að senda e-mail á studningur@lifdutilfulls.is til að óska eftir viðtali.

Verðgildi Heils dags (innifalið allt að ofan) er 4 mánaðargreiðslur að upphæð 34.900 kr eða staðgreiðslu að upphæð 129.900 kr.

Sendu okkur línu á studningur@lifutilfulls.is til að óska eftir ókeypis símtali við Júlíu eða fulltrúa okkar til að ræða kosti þess að fá einstaklingstuðning og hvað við getum gert.

Pin It on Pinterest