Uppgötvaðu nýja leið til að næra þig og hlusta á líkama þinn
með Lifðu til fulls Áskriftinni
Ert þú tilbúin að kveðja gamla mynstrið?
Að byrja vel - en missa svo dampinn...
Að vera sífellt að sveiflast upp og niður - í þyngd, orku og heilsu...
Að pirrast yfir því að þú sért ekki nógu öguð...
Að vera ringluð yfir misvísandi skilaboðum um hvað sé "rétt" mataræði...
Ímyndaðu þér í staðinn að...
✨ Upplifa léttari og ferskari útgáfu af þér - laus við bólgur og bjúg
✨ Finna vellíðan og sátt í líkama sem vinnur með þér
✨ Öðlast frelsi, ró og frið í kringum mat - án sektarkenndar
✨ Hafa meiri orku, betri fókus og festu í lífsstíl sem hentar þér
Lifðu til fulls áskriftin lætur þennan draum
verða að þínum veruleika
Stafræn mánaðaráskrift sem styður þig í að næra líkama og huga - á raunhæfan, einfaldan og sannreyndan hátt.
Hér færðu einföld vikuplön, uppskriftir sem styðja við orku og ljóma, hugarvinnu og fræðslu – allt í hlýju samfélagi sem hjálpar þér að byggja upp lífsstíl sem heldur þér í jafnvægi.
Áskriftin er fyrir þig ef...
„Áður en ég byrjaði var mér oft íllt í maganum og útþanin. Ég missti rúm 2kg, en aðal árangurinn er sá að mér líður almennt betur, er með minni magaverki og útþaninn magi úr sögunni og finn meiri orku í kjölfarið."
– Sigrún Elva
„Vikuplanið hjálpar mér að halda mér á réttu leiðinni. Svo gott að hafa svona plan vikulega, fylgja uppskrift og drekka í sig fróðleikinn og hugarvinnuna”
–Helga Björk Bjarnadóttir
,,Heilsan mín var ágæt en ég hafði bætt á mig 8 kílóum, var þreytt og vantaði orku. Mig langaði að léttast og fá kraftinn aftur.
Ég þekkti mataræðið hjá Lifðu til fulls og vissi að þetta hentaði mér vel, svo það var engin óvissa þegar ég skráði mig.
Ég náði að losa mig við öll 8 kílóin, hef meiri orku og er almennt glaðari. Mér líður betur og hef tekið upp hollari venjur dagsdaglega. Ferlið var einfalt og skýrt. Mér finnst æðislegt að hafa val um kvöldmáltíðir og nota oft mínar uppáhalds uppskriftir aftur.
Maður þarf ekki að vera snillingur í eldhúsinu, þetta er frábær leið til að koma sér í betra jafnvægi á sínum hraða."
- María Björgvinsdóttir
Heilsan var nokkuð góð en ég átti það til að þyngjast og fá þrota/bjúg á hendur og fætur. Ég borðaði oft óreglulega og vildi koma meiri reglu á mataræðið mitt. Ég vissi ekki hvort þetta mundi hjálpa mér, en hafði frekar trú á því þar sem ég þekkti til námskeiða hjá Lifðu til fulls.
Ég hef aðeins lést, borða oftar holla rétti og borða reglulegar. Ég er léttari á mér, fæ ekki vökvasöfnun/bjúg og líður andlega vel með reglusemi í mataræði. Gott aðhald og fræðsla og fallegar uppskriftir halda mér við efnið.
Ekki spurning að skella sér í áskrift, þetta er ekki námskeið heldur hjálpar ferlið manni að gera hollt mataræði að lífsstíl.
-Margrét Sigbjörnsdóttir
„Ég er stórhrifin af vikuplaninu, það einfaldar manni lífið í alla staði þar sem þú færð eitthvað eitt lífsstílsbætandi á dag og getur víxlað dögum ef þarf. Mikil ró yfir því en tók á ýmsu sem leiðir til góðs lífsstíls. Þarf eiginlega á því að halda núna frekar en alltaf að gera meira og meira. Uppskriftirnar voru bragðgóðar, fljótlegar, auðvelt að fylgja og heimilisfólk var ánægt með matinn. Ég finn einnig að þessi hugarvinnan hefur góð áhrif á mig, hef forðast hugsanir mínar og þarf að læra að gera það ekki. " - Jóhanna Skúladóttir
„Áður en ég byrjaði hjá Júlíu var ég alltaf þreytt og uppþembd. Mér fannst ég ekki orðin nógu gömul til að líða svona.
Núna hef ég lést um 10 kíló, bara með því að taka til í mataræði mínu. Og það er bara bónus, því það var ekki eitt af markmiðum mínum.
Það besta af öllu er jafnvægið, alla daga, besti árangurinn. Jafnvægi í einu og öllu, skapi, hungri/seddu, orku/þreytu og bara öllu!"
– Vala Ólöf Jónasdóttir
Hvernig virkar áskriftin?
Skref 1: Byrjaðu vel
Skref 2: Fylgdu vikuplani
Skref 3: Þinn lífsstíll
Fyrstu 14 dagarnir hjálpa þér að finna taktinn fyrir orku, vellíðan og skýrleika – með fullbúnum matseðli, fræðslu og hugarvinnu.
Vikuplanið hugsar fyrir þig – með næringu, innblæstri og einfaldleika sem hjálpar þér að líða betur dag frá degi.
Mótaðu lífsstílinn að þínum líkama og líferni með nýrri fræðslu og innblæstri sem þróast með þér í hverjum mánuði.
Fyrstu 14 dagarnir gefa þér allt sem þú þarft til að ná árangri strax frá fyrsta degi – með hugarvinnu og fullbúnum matseðli sem eykur orku, örvar brennslu og dregur úr bólgum. Þetta kveikir í líkama og huga og hjálpar þér að komast í nýjan takt við mataræðið.
Í hverri viku færðu einfalt plan með fimm uppskriftum – þar af þremur kvöldverðum – ásamt innkaupalista, hugarvinnu og fræðslu. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og fljótlegar og styðja við orku, vellíðan og léttleika. Planið hentar annríku lífi og heldur þér í nærandi flæði sem þú getur treyst.
Þú færð aðgang að stuttum og hnitmiðuðum kennslum sem þú getur horft eða hlustað á þegar þér hentar. Þar lærir þú að finna jafnvægi í mataræðinu, hreinsa líkamann, virkja hugarfarið og skapa lífsstíl sem þú endist í. Einnig færðu ráð fyrir matarskipulag, ferðalög og hátíðir.
Í hverjum mánuði er nýtt heilsuþema sem hjálpar þér að tengjast líkamanum og þróa lífsstílinn áfram. Þemun birtast í formi fræðslu, hópsímtala, hugleiðinga eða áskorana ásamt því að tvinnast saman við vikuplön hverju sinni. Dæmi um þema er blóðsykur, streita og sykurþörf.
Þú ert ekki ein í þessu. Vertu hluti af hlýju og uppbyggilegu samfélagi kvenna sem eru á sömu vegferð og þú. Hér færðu stuðning, hvatningu og innblástur þegar þú þarft á því að halda – hvort sem það er með spurningum, peppi eða einfaldlega því að vita að þú ert hluti af hópi sem skilur þig.
Þú hefur alltaf aðgang að öllu efni - heimasvæðið virkar í síma, spjaldtölvu og fartölvu. Hvort sem þú vilt horfa á kennslu í eldhúsinu, hlusta á hugarvinnu í göngutúr eða opna innkaupalistann í búðinni, þá er allt innan seilingar.
Fáðu aðgang að fjölbreyttum uppskriftabanka sem styður við orku, vellíðan og ljóma. Veldu úr uppskriftum frá eldri ásamt núverandi vikuplönum til að laga mataræðið að þínum þörfum.
Myndabanki af betri matvælum
Svo þú vitir nákvæmlega hvað er gott að velja og hvað má forðast út í búð. Ég hef þegar skoðað innihaldslýsingarnar og bent á betri kosti – án óþarfa sykurs, óæskilegra olía og aukaefna.
Skráningarbónus aðeins núna: Bólgueyðandi bústdrykkir: 15 uppskriftir og fróðleikur um fæðu sem dregur úr bólgum ásamt því að auka orku og náttúrulegu brennslu.
Ég er heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi, heilsukokkur, og stofnandi Lifðu til fulls sem hefur hjálpað þúsundum kvenna að öðlast varanlega lífsstílsbreytingu síðan 2012.
Ég þekki af eigin raun hvernig það er að vera föst í sykurlöngun, meltingarvandamálum og síþreytu og að halda að sjálfsagi og átök séu lausnin. Það var ekki fyrr en ég breytti grunninum, hugarfarinu, mataræðinu og daglegum venjum að ég fékk að upplifa lífsgæði sem urðu að varanlegum lífsstíl hjá mér.
Í dag lifi ég í vellíðan, full af orku og sátt í eigin skinni, án þess að fara nokkurn tímann í átak eða neita mér um góðan mat.
Ég þrái að hjálpa fleiri konum að öðlast lífsstíl sem þær njóta og geta viðhaldið. Það var kveikjan að Lifðu til fulls áskriftinni.
Áskriftin gefur þér einfalt og bragðgott mataræði, skref fyrir skref leiðsögn og hugarvinnu sem hjálpar þér að skapa breytingu sem endist. Allt hannað til að henta annasömu líferni og vera öllum viðráðanlegt. Þetta er ekki átaksplan, þetta er byrjun á nýju lífi þar sem þér líður vel, dag eftir dag.
Hvað er aftur innifalið í áskriftinni?
Það sem þú færð:
Bónusar:
Sambærileg þjónusta í tímum, námskeiðum og mataráætlunum myndi kosta yfir 200.000 kr á ári.
Hér færðu allt þetta - fyrir minna en einn kaffibolla á dag. Eða aðeins 199 kr á dag.
Láttu draumalífsstílinn verða að veruleika
- og skráðu þig í dag!
Get ég skráð mig?
Já! Nú er opið fyrir skráningu á bestu kjörum. Þú heldur þínum kjörum sem þú tryggir þér núna, jafnvel þó verðið hækki síðar.
Ég er byrjandi og með litla orku og verki, er þetta ekki of erfitt?
Alls ekki! Planið er hannað til að mæta þér þar sem þú ert, hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin eða glímir við verki og orkuleysi. Þú færð fljótlegar uppskriftir og aðrar sem má elda þegar tími og orka leyfir. Stuðningur, fræðsla og skýr plön gera það auðvelt að fylgja eftir með öryggi og stuðningi.
„Ég mæli sko 100% með þessu, sama hve þreytt eða lítinn tíma þú hefur… Ég sef miklu betur og vakna hressari – brjáluð orka í gangi!" – Katrín Laufey
Hversu mikinn tíma tekur vikuplanið?
Í hverri viku færðu 5 einfaldar uppskriftir, sem taka lítið af tíma og hráefnum. Auk þess færðu hnitmiðaða hugarvinnu og hagnýtan fróðleik sem tekur einungis 5 mínútur.
Þú getur lagað planið að þínum þörfum, hvort sem þú vilt elda meira um helgar eða dreifa því yfir vikuna.
Með tilbúnum innkaupalista og leiðsögninni sparar þú tíma, orku og hausverk, en byggir áfram upp langvarandi lífsstíl.
Hvernig er mataræðið uppbyggt og þarf ég að taka út fæðutegundir?
Mataræðið byggir á hreinum, næringarríkum hráefnum sem styðja við orku, meltingu og almenna vellíðan. Það er hvorki ketó né vegan, en sveigjanlegt og auðvelt að aðlaga. Þú þarft ekki að útiloka neinar fæðutegundir, í staðinn lærir þú að velja það sem nærir þig best, þannig að aðrir óheilbrigðari kostir fjara út með tímanum, án streitu.
Get ég verslað öll innihaldsefni uppskriftanna í hefðbundnum matvörubúðum?
Já, öll hráefnin sem þarf til fást í næstu matvörubúð og innkaupalistinn einfaldar þér lífið í búðinni.
Henta uppskriftirnar allri fjölskyldunni?
Já, uppskriftirnar henta allri fjölskyldunni. Þær notast við einföld hráefni og taka svipaðan eða skemmri tíma og venjulegur fjölskyldumatur. Maturinn slær í gegn hjá öllum aldurshópum.
„Fæ hrós á hverjum degi fyrir frábæra rétti frá bæði börnum og eiginmanni." - Katrín Waagfjörð
Hvað gerist ef ég missi úr eða fer í frí?
Það er eðlilegt! Þetta snýst ekki um fullkomnun heldur framfarir. Þú heldur einfaldlega áfram þegar þú getur.
Áskriftin hjálpar þér að byggja upp góðar venjur sem endast, sama þótt komi upp frí eða annríki. Samfélagið styður þig áfram og við leggjum áherslu á að gera okkar besta, ekki allt fullkomið.
Verð ég að vera mjög klár á tölvur?
Nei, þú þarft ekki að vera tölvukennari. Við höfum gert allt einfalt og erum alltaf til staðar til að aðstoða þig.
Þú færð aðgang með netfangi og lykilorði. Þar finnur þú nýjasta vikuplanið og allt efni áskriftarinnar, sem þú getur opnað á síma, tölvu eða prentað út ef þú vilt.
Hvað ef ég vil hætta?
Þú getur sagt upp hvenær sem er eftir 3 mánaða lágmarkstíma. Engin binding eftir það, þú stjórnar sjálf. Sjá nánar hér í skilmálum.
Ertu með fleiri spurningar?
Ekki hika við að senda okkur línu studningur@lifdutilfulls.is og eða heyrðu í okkur í síma alla virka daga milli 9-12 í síma 787-0006. Einnig er hægt að senda okkur línu og óska eftir að sé hringt í þig á öðrum tíma.
Komdu vellíðan inn með áskrift Lifðu til fulls
,,Miklu auðveldara að kikka aftur inn í rútínuna sem ég er búin að læra í áskriftinni eftir tveggja vikna sumarfrí. Vanalega hefði ég frestað því að byrja aftur en núna var staðfesta innra með mér.
Finn mikla gleði við að hafa tekið af skarið. Fann strax mun á orkunni og svo sakaði ekki að losna við 2 kíló á aðeins tveimur vikum í áskriftinni.
Kom mér á óvart hvað mér finnst þetta skemmtilegt, einfalt, ekkert vesen og raunhæft að fylgja. Ég mæli heilshugar með."
- Anna E. Borg
,,Heilsa mín hefur alla tíð verið ágæt og ég almennt hraust. En er orðin 54 ára og hef spáð í hversu óhollur allur viðbættur sykur er og er orðið í öllum tilbúnum mat. Þannig að þegar ég rakst á kynningu á Lifðu til fulls þá langaði mig að prófa.
Ég er orðin miklu meðvitaðri um hvaða matur fer ekki vel í mig og langar ekki í allan óholla matinn sem ég borðaði áður eins og sykur og líður betur í liðum. Ég er að sofa betur og hafa betra líf.
Mér finnst svo gaman að vera í áskriftinni og fá uppskriftir og allan fróðleikinn og hvet alla til að fara þessa vegferð að skilja við sykurinn."
-Birna Kjartansdóttir
„Ég er með vefjagigt og henni fylgja miklir verkir. Smá saman fóru þeir að fjara út og í dag á ég mikið fleiri daga án verkja.Mér fannst allt mjög vel skipulagt og ég átti ekki í erfiðleikum með að læra það sem ég þurfti að gera. Það geta allir tekið þetta námskeið sem hafa áhuga á að ná betri heilsu og líða betur. Ég losnaði við mikinn bjúg og í framhaldi af því þau lyf sem ég þurfti að taka við því. Eins er ég með minni bólgur í líkamanum. " - Þóra Soffía
„Áður fyrr var ég orkulítil, þreytt og of þung. Ég ákvað að taka þátt í námskeiðinu til að ná tökum á sykurlöngun og mataræði. Í kjölfar þjálfunar hef ég náð að léttast um 4 kg, bjúgurinn minnkað, ég upplifi betri andlega líðan og sef betur. Ég er sátt með þá ákvörðun að hafa tekið þátt í námskeiðinu af því að ég hef fundið árangur bæði á líkama og sál.” – Lára Hildur Þórsdóttir
„Áður en en ég hóf samstarf með Júlíu leið mér mjög illa, bæði á sál og líkama, átti erfitt með að hreyfa mig og var með verki í mjöðm og fótleggjum, ekki bætti úr skák að burðast með öll þessi umfram kíló. Uppgjöf var skammt undan, síþreytt og döpur og hafði ég reynt margt í gegnum tíðina. Ég lofa þann dag sem ég kynntist Lifðu til fulls enda þakka ég henni hversu mjög líðan mín hefur breyst til batnaðar. Ég finn fyrir mikilli breytingu bæði andlega og líkamlega, hreyfigeta hefur stóraukist, ég er full af orku og bjartsýni er ríkjandi. Minnið mitt hefur stórbatnað og húðin er að verða eins og á ungabarni, mjúk og kláði og pirringur að hverfa.Hópþjálfunin veitir mér aðhald, hvatningu og löngun til þess að halda áfram að ná lengra í heilsusamlegra líferni. Ég lít á Lifðu til fulls sem bjargvætt minn og er þetta án efa sú albesta fjárfesting sem ég hef gert. Nú upplifi ég heilbrigða sál í hraustum líkama og er það gulls gildi."
-Ásgerður Guðbjörnsdóttir
„Fyrir námskeiðið var ég á nokkuð góðum stað en langaði að losna við sykurpúkann sem alltaf sótti á mig á kvöldin auk smákvilla.
Með hjálp Lifðu til fulls er sykurátið á kvöldin alveg horfið. Ég tók einnig eftir hvað meltingin varð góð eftir aðeins nokkra daga. Ég upplifi meiri orku, meira jafnaðargeð og einnig fóru c.a. 2 kíló sem var auka plús.
Ég hef bætt mataræðið og er farin að tileinka mér ýmsar góðar venjur og auka þekkingu mína. En það dýrmætasta sem ég tók frá þessu námskeiði er breytt hugarfar, að átta mig á öllu sem ég græði á því að hugsa betur um mig í stað þess að einblína á það sem ég er að missa af.
Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut og við vorum á eru allar líkur á að eftir 10–20 ár myndum við borga mun hærri reikninga fyrir lækniskostnað eða verra, sem við getum vonandi komið í veg fyrir með betri heilsu.“
– Eyrún Pétursdóttir