Við erum 9 ára! Afmælisbrownie og Afmælistilboð Einföld uppskrift
kókosjógúrt
Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu
29th júní 2021
Hvað er í Costco körfunni minni?
3rd nóvember 2021
Show all

Við erum 9 ára! Afmælisbrownie og Afmælistilboð

Lifðu til fulls á afmæli!

Tíminn hefur aldeilis flogið og í dag eru komin 9 ár síðan ég byrjaði með Lifðu til fulls. Hjarta mitt fyllist af þakklæti þegar ég hugsa til baka um alla þá sem við hjá Lifðu til fulls höfum fengið að hjálpa í gegnum árin, án ykkar væri ég ekki hér <3 

Okkur hjá Lifðu til fulls langar að fagna 9 ára afmælinu með ykkur. Með dásamlegri uppskrift af fljótlegri, glúten, sykur og mjólkurlausri Brownie afmælisköku!

Í dag bjóðum við einnig sérstakt afmælistilboð á uppsrkiftarbókinni minni áritaða af mér, fullkominn í jólapakkann.

 

10 mín Afmælis Brownie á pönnu

1 bolli haframjöl (25 gr)

súkkulaði 70% 25 gr

1 egg

sojamjólk eða önnur jurtamjólk 50 ml

hnetusmjör 20 gr (1 msk)

kókossykur 35 gr

lyftiduft 1/2 tsk

smá salt

kókosolía 1 msk til að olíu á pönnuna

saxað súkkulaði eða súkkulaðibitar

valhnetur ofan á

  1. Setjið allt í blandara nema kókosolíu, súkkulaðibita og valhneturnar.
  2. Blandið helmingin  af súkkulaðibitunum og valhnetunum saman við og geymið rest til að skreyta með.
  3. Hitið olíu á pönnu. Setjið alla blönduna út í og ​​eldið í 6 mínútur við lágan hita, setjið lok á, slökkvið og látið standa í 2 mínútur með loki.
  4. Kveikjið aftur undir með meðalhita í 5 mínútur eða skemur – allt eftir því hvernig þér finnst best að borða brownie (annaðhvort smá rakt í miðjunni eða fullbakað).

Lestu einnig: Svartbauna brownie úr sykuráskorun!

Lestu einnig: Ekta súkkulaði brownie úr bókinni

 

Uppskriftabók Lifðu til fulls

Bókin mín gefur yfir 100 uppskriftir fyrir orku og ljóma. Allar lausar við glútein, sykur, mjólkurafurðir og henta því þeim sem eru vegan. Gefinn er sérkafli með kjöt- og fisk uppskriftum. Þú getur nú tryggt þér bókina áritaða af mér á sérstöku afmælistilboði, fullkominn í jólapakkann handa einhverjum sem þér þykir vænt um <3

,,Júlíu hefur tekist að sameina einfaldar og næringarríkar uppskriftir af girnilegum mat. Hlakkaðu til að fletta bókinni og elda uppúr henni eða fá innblástur þegar þú ert í stuði til að skapa” – Solla Eiríks á Gló

Heilsa og hamingja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *