Útþanin og orkulaus? Prófaðu þennan drykk..
10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl
12th September 2017
2 mín heilsupróf sem segir þér hvar heilsan er stödd!
26th September 2017
10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl
12th September 2017
2 mín heilsupróf sem segir þér hvar heilsan er stödd!
26th September 2017
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Útþanin og orkulaus? Prófaðu þennan drykk..

Ertu útþanin og orkulaus?

Margir upplifa orkuleysi og þá er algengt að sækjast í skyndiorku frá sykri seinnipart dags. Í dag langar mig að deila með þér uppskrift sem gefur langvarandi orku, slær á sykurlöngunina og dregur úr uppþembu!

Drykkir eru æðisleg leið til að bæta við góðri næringu í mataræðið þegar þú átt annríkt og er það eitthvað sem konur og karlar skráð í  Nýtt líf og Ný þú þjálfun eru farin að útbúa í upphitun fyrir þjálfun sem hefst í maí! Smelltu hér til að tryggja þér lykilfæðuna sem þau bæta við fyrir meiri orku og minni sykurlöngun ásamt uppskriftum og upplýsingar um þjálfun í ókeypis leiðarvísi!

Kókoshnetan getur aukið brennslu, bætt einbeitingu og dregið úr sykurlöngun!

DSCF1641small


Kókoshnetan hefur holla fitu sem hefur ekki bara góð áhrif á heilastarfsemi heldur einnig á hormón okkar og jöfnun blóðsykurs. Margar konur á breytingarskeiðinu tala gjarnan um góðu áhrifin og minnkun á einkennum eins og hitakófi og skapsveiflum. Bara ein matskeið í bústið á morgnanna getur gert stórkostlega hluti.

Kókosolían er einnig einn helsti fituforðinn sem styður við þyngdartap. Hún inniheldur samsetningu af fitusýrum sem hafa góð áhrif á meltinguna. Margar rannsóknir hafa sýnt að með því að bæta kókosolíu í mataræðið aukum við líkurnar á fitubrennslu og sérstaklega á hættusvæðum eins og í kviðarholinu.

Veljið hágæða og lífræna kókosolíu og kókosmjólk því það er virkilega munur á bragði og gæðum að mínu mati. Er hægt að kaupa lyktar- og bragðlausa kókosolíu fyrir þá sem vilja.

DSCF2808


Uppskriftin er innblásin af Juice Roots, krúttlegum stað fyrir utan Akrapólis í Athens, Grikklandi.

DSCF1625-2-1024x785

Gríska gyðjan

1 1/2 bolli kókosmjólk

handfylli grænt salat

1/2 bolli frosinn ananas

1/4 bolli íslensk jarðaber

1/4 bolli íslensk bláber eða krækiber

1 msk gojiber

1 msk kókosolía brædd

1. Setjið öll innihaldsefni nema kókosolíu í blandarakönnuna og hrærið.

2. Bætið kókosolíunni við rétt undir lokin og hrærið örlítið en kókosolían harðnar hratt ef hún er sett saman með frosnum berjum eða klökum.

Prófið ykkur áfram með möndlu- eða hnetumjólk í stað kókosmjólkur eða bætið við 1/4 tsk af kanil eða túrmerik fyrir bætta meltingu og bólgueyðandi  áhrif. Það er auðvelt og gaman að prófa sig áfram með það að bæta út í drykkinn því sem líkaminn þarfnast að hverju sinni.

Ég vona að þú prófir Grísku gyðjuna og láttu vita í spjallið hvernig smakkast!

Viltu fleiri uppskriftir og hollráð?

Sæktu ókeypis leiðarvísi hér! Hann er stútfullur af ráðum, uppskriftum og fróðleik sem léttir þér lífið og bætir heilsuna. Í leiðarvísinum eru einnig upplýsingar um Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hefst 19. maí!

Nýtt líf og Ný þú þjálfun hefur virkilega breytt lífi mínu og hundruðum annarra! Þeir sem lokið hafa þjálfuninni (þar á meðal ég) hafa lært að lifa í sátt, laus við sykurpúkann (já alveg laus við hann), orkumeiri, verkjaminni og hafa margir losnað endanlega við skjaldkirtilsvandamál og aðra kvilla!

Við höfum ótal hvetjandi árangusögur og ég mæli ég eindregið með að koma yfir hér og lesa betur til um hvort þú tengir við einhverjar þeirra!

Góð heilsa er ómetanleg og er það á okkar eigin ábyrgð að hugsa vel um líkamann sem við höfum fengið. Þrái ég ekkert annað en að sjá þig og aðra lifa lífi sínu til fulls.

Lærðu meira um Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *