Starf Aðstoðarmanneskja

Aðstoðarmanneskja í daglegum rekstri


Starfshlutfall 80-100%

Við hjá Lifðu til fulls leggjum mikla áherslu á gæði í samskiptum við viðskiptavini okkar og því efni sem við gefum frá okkur. Við svörum skjótt til baka til viðskiptavina, höfum gríðarlega þjónustulund og mikla jákvæðni og erum að leita að þjónustufulltrúa til að svara daglegum fyrirspurnum sem berast frá viðskiptavinum ásamt því að hafa umsjón yfir daglegum rekstri og rituðu efni sem fer frá okkur.

Starfshlutfall er 80-100% og unnið er heiman frá.

Þú ert kjörin ef eftirfarandi á við þig:

 1. Þú elskar að þjónusta til annara. Þú ert jákvæð, hjartahlý og með mikla þjónustulund. Þú ert þessi týpa sem elskar að hjálpa öðrum að vera besta útgáfan af sér og hvetur aðra áfram.
 2. Þú ert vinkonan sem aðrir leita til til þess að fara yfir stafsetninga- eða málfræðivillurnar, og textagerð á íslensku og ensku er þér eðlislæg. Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er nauðsynleg þar sem starfið mun m.a. snúa að því að taka við þýðingum á texta frá íslensku í ensku, og öfugt, ásamt því að útfæra texta í rödd fyrirtækisins.
 3. Þú ert ábyrgð, rösk, skipulögð, með auga fyrir smáatriðum og dugleg í öllu sem þú tekur þér fyrir hendi.
  Ekki sakar ef þú telur þig getað einfaldað verkferla og fundið lausnir til að afkasta betur og ert óhrædd við tækni.
  Við leitumst eftir einstakling sem hefur áhuga á að vaxa með fyrirtækinu. Einhverjum sem getur byrjað í hlutastarfi og aukið við sig í fullt starf þegar líður á.

Hvað munt þú gera í starfinu?

 • Þjónusta í gegnum tölvupóst og fyrirtækjasíma sem þú berð ábyrgð á.
 • Þjónusta og svara fyrirspurnum kúnna í tölvupósti varðandi hvort þjálfun henti þeim, ásamt eftirfylgni við þá einstaklinga þegar við á.
 • Anna fyrirspurnum kúnna í gegnum facebook grúppu og facebook síðu fyrirtækisins.
 • Umsjón með vikulegum fréttabréfum og bloggfærslum í Wordpress ásamt litlum breytingum á síðunni í samvinnu við forritara.
 • Skipulag á skjölum, ferlum og verkefnum.
 • Umsjón yfir fjölda-netpóstum sem við sendum út. Prófarkalestur og ýmis textagerð. Passa upp á að hlekkir virka og séu réttir.
 • Ábyrgð og utanumhald á daglegum verkefnum og passa að þau séu framkvæmd samkvæmt áætlun (t.d að gögn kúnna séu uppfærð á réttum tíma inná heimasvæði þeirra).
 • Þýðingar frá íslensku í ensku.
 • Ábyrgð yfir að fá árangursögur frá viðskiptavinum.
 • Texta- og greinaskrif í bæði ensku og íslensku
 • Almannatengsl og ýmis PR samskipti.
 • Aðstoð við að undirbúa fyrir og halda net-námskeið fyrirtækis.
 • Ýmis tilfallandi verkefni.

Þú ert EKKI kjörin ef þú:

 • Getur ekki borið ábyrgð á fyrirtækjasíma.
 • Býst við að geta unnið starfið samhliða því að gæta barna þinna á daginn
 • Ert í námi
 • Leitar að hefðbundu starfi á skrifstofu
 • Getur ekki unnið á kvöldin eða helgar þegar þarf
 • Getur ekki aukið hlutfallið seinna meir í fullt starf

Þú ert kjörin ef þú ert:

 • Jákvæð og glaðlynd.
 • Einstaklega skipulögð
 • Tæknivædd
 • Úrræðagóð
 • Þjónustulunduð og næm fyrir raunþörfum viðskiptavinarins
 • Góður hlustandi og færni í mannlegum samskiptum
 • Fljót en vandvirk
 • Höndlar vel streitu
 • Getur unnið eftir tímalínum
 • Getur selt þjálfanir og hvatt aðra áfram
 • Góð í að fylgja verkefnum eftir allt til enda
 • Þarfnast ekki handleiðslu
 • Gott auga fyrir stafsetningu og málfræði

Unnið er á milli c.a. 9 og 18 alla virka daga og suma laugardaga. Sveigjanleiki í boði með vinnutíma.

Umsækjendur þurfa að eiga tölvu og síma og fer vinna og þjálfun fram í þeim forritum sem notuð eru innan Lifðu til Fulls. Umsækjendur eru beðnir að fylla út umsóknina frá hlekknum sem fylgir hér og senda inn ferilskrá sem allra fyrst.