Sykurlausir jóladesertar og konfekt - Akureyri 8.desember

Farðu hér til að koma á námskeið í Reykjavík

Á þessu skemmtilega námskeiði verður kennt að búa til holla og ómótstæðilega sætubita sem eru upplagðir fyrir jól og hátíðarhöld. Sem fyrrum sykurfíkill deilir Júlía með ykkur ráðum með hvernig hægt er að skipta út sykri og hvaða nátturulegu sætuefni eru ákjósanlegri en önnur í jólabaksturinn sem og hráfæðisgerðina. Hún mun einnig gefa ráð um hvernig megi breyta lífsstílnum svo hann innihaldi meiri orku og ljóma.

Notuð eru einungis bestu hráefni sem völ er á og byggist námskeiði upp á fræðslu og sýnikennslu ásamt smakki. Þið lærið hollráð og flýtiaðferðir á bak við það að gera sykurlaus sætindi. Námskeiðið er frábært fyrir byrjendur í hráfæði jafnt sem lengra komna. Margir eru sammála að það að auka hlut hráfæðis í mataræði hjálpi til við að halda kjörþyngd og upplifa vellíðan og orku. Allir þáttakendur fá uppskriftahefti með sér heim.

Námskeiðið er tveir og hálfur tími þar sem galdraðir verða fram einfaldir og ómótstæðilegir sætubitar sem þið munið njóta að smakka. Það sem þú munt læra á námskeiðinu er:

  • Ostakaka með súkkulaði hvirfil
  • Marsipan konfekt
  • Karamelludraumkaka
  • Hátíðlegt kókosjógúrt með kanil og eplum
  • Hvernig skipta á út sykri í jólabakstri
  • Hvernig á að gera hráköku án hneta og fræja
  • Að þekkja hvaða sætuefni betra er nota og hvaða hráefni má eiga fyrir hollt nammi

Júlía Magnúsdóttir hefur nýgefið út matreiðslubókina Lifðu til fulls sem gefur yfir 100 einfaldar og ómótstæðilegar uppskriftir fyrir orku og ljóma. Hún er nýkomin heim frá hráfæðisskóla í Kaliforníu og sem hráfæðiskokkur deilir hún með okkur þekkingu sinni og uppskriftum.

Ummæli:

„Ég er mikill matgæðingur og nammigrís. Aldrei hefði ég trúað því að ég myndi geta hætt að borða sælgæti en núna langar mig ekki einu sinni í það þótt það sé fyrir framan mig. Það er meira að segja hægt að búa til „nammi“ sem er mjög hollt. Allar girnilegu mataruppskriftirnar og nammið virkar fyrir alla fjölskylduna. Auk þess hef ég lést um 10 kíló, bara með því að taka til í mataræði mínu frá Júlíu..“ - Vala Ólöf Jónasdóttir

„Námskeiðið sýndi mér hversu létt þetta er og lærði ég inn á ýmis ný hráefni. Mjög góð upplifun og get ég mælt með námskeiðinu.” - Ragna Fanney Óskardóttir

Þann 8. Desember frá 19:00-21:30 á Hótel Kea, Hafnarstræti 87-89, 600 Akureyri.

Verð 8990 kr.