Almennt
Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þá einstaklinga sem við vinnum persónuupplýsingar um, þ.á.m. viðskiptavini okkar, um hvernig Lifðu til fulls vinnur með persónuupplýsingar, hvaða upplýsingar um ræðir, um hverja og hvernig við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi þeirra. Einnig er fjallað um þau réttindi sem einstaklingar hafa á grundvelli persónuverndarlaga.
Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.
Hvernig söfnun við persónuupplýsingum um þig?
Upplýsingum um viðskiptavini er safnað með mismunandi hætti, eftir því hvaða þjónusta er notuð hverju sinni. Upplýsingum er einkum safnað með eftirfarandi hætti:
Hvaða persónuupplýsingum safnar Lifðu til fulls um þig ?
Þér er ekki skylt að afhenda Lifðu til fulls persónuupplýsingar þínar, en í þeim tilvikum sem slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir Lifðu til fulls til að geta veitt þér þá þjónustu sem þú óskar eftir, t.d. til að tryggja að Lifðu til fulls veiti réttum einstaklingi þjónustu og að réttur einstaklingur sé gjaldfærður fyrir veitta þjónustu, gæti það leitt til þess að ekki sé unnt að verða við beiðni þinni um þjónustu. Þetta á einkum við um upplýsingar sem Lifðu til fulls telur nauðsynlegar til að auðkenna þig, greiðanda þjónustu (ef annar aðili), til að geta átt samskipti við þig í tengslum við þjónustuna sem þú kaupir frá Lifðu til fulls, t.d. kennitölu, heimilisfang, símanúmer, netfang, og/eða greiðslukortanúmer.
Lifðu til fulls safnar og vinnur með eftirfarandi flokka persónuupplýsinga;
Í hvaða tilgangi og á grundvelli hvaða heimildar vinnur Lifðu til fulls með persónuupplýsingar um þig?
Lifðu til fulls vinnur með persónuupplýsingar til að veita rétta þjónustu og tryggja gæði hennar, til að uppfylla skilyrði viðskipta milli Lifðu til fulls og viðskiptavina og þá skilmála sem gilda um viðkomandi þjónustu, svo sem í tengslum við;
Jafnframt vinnur Lifðu til fulls persónuupplýsingar til að veita viðskiptavinum þá þjónustu sem keypt er (t.d breytingar á þjónustunni) með því að senda sms eða tölvupóst. Lifðu til fulls notar ópersónulegar og persónugreinanlegar upplýsingar í markaðssetningar tilgangi til að kynna eigin þjónustu í samræmi við gildandi lög og á grundvelli lögmætra hagsmuna Lifðu til fulls, nema viðskiptavinur hafi sérstaklega andmælt slíkri vinnslu. Til að mynda til að;
Lifðu til fulls vinnur með persónuupplýsingar til að skilja og greina þarfir viðskiptavina sinna og bæta og þróa þjónustu sína enn frekar. Til að mynda gæti Lifðu til fulls notað tölfræðilegar upplýsingar til að greina og afmarka hópa viðskiptavina, t.d. á grundvelli upplýsinga um viðskipta- eða notkunarsögu. Lifðu til fulls gæti einnig notað persónuupplýsingar til að veita viðskiptavini ráðgjöf um þjónustu Lifðu til fulls eða greint aðrar þarfir fyrir úrbætur á þjónustunni. Framangreind vinnsla byggir á lögmætum hagsmunum Lifðu til fulls.
Til að uppfylla skilyrði laga, reglugerða og sjórnvaldsfyrirmæla eða dómsúrskurða
Lifðu til fulls vinnur með persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að uppfylla þær skyldur sem hvíla á fyrirtækinu
© 2019 Lifðu til Fulls