Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu – Velkomin á lifðutilfulls.is
kókosjógúrt uppskrift
5 nýjar hugmyndir að hollum morgunmat
22nd júní 2021
Við erum 9 ára! Afmælisbrownie og Afmælistilboð
27th október 2021
Show all

Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu

kókosjógúrt

 

Kókosjógúrt er eithvað sem ég fæ mér oft í viku vegna þess að hann er fljótlegur og gefur mér frábæra orku inn í daginn! Hún gefur mér mikla hamingju og því langar mig endilega að deila dýrðinni áfram með ykkur. 

Ég fékk nýlega leiða á morgunmatnum mínum eins og ég deildi með ykkur hér í nýlegri færslu og fór því að fikra mig áfram með nýjum hugmyndum.

Þessi morgunmatur sló í gegn fyrir mína bragðlauka og fæ ég mér hann nánast daglega.

Ég er með einhvað æði þessa dagana fyrir ferskum ananas og orðin sjeni í að velja góðan ananas og þekkja hvenær hann er orðin safaríkur. Gott trix er að prófa að rífa efstu blöðin af honum og þegar þau detta auðveldlega af er það merki um að ananasin sé orðinn tilbúinn.

Ekki sakar að ananas er ríkur af c-vítamínum og gott fyrir meltinguna þar sem þau innihalda bromeline, sem er ákveðin tegund af meltingarensímum sem hjálpar við niðurbrot á próteinum.

Svo set ég uppáhalds berin mín, jarðaber og lífræna íslenska myntu sem toppar þetta alveg.

Hér langar mig að deila dýrðinni með ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
Himneskt chai búst með kókosmjólk og berjum 
Ferskur mangó lassi drykkur

kókosjógúrt


Kókosjógúrt með ananas, granóla og fersrki myntu


Kókosjógúrtið
100 ml kókosjógurt abbout kinney (fæst í nettó eða krónunni ef það fæst ekki þá má prófa aðrar tegundir af kókos-eða öðrum plöntumiðuðum jógúrtum)

4 msk chia bleytt

1/4 bolli eða meira af granola t.d frá uppskriftabók LTF bls 79, 81, 83 eða 77.

Ferskur ananas (einnig má nota mangó, banana, epli, grape, appelsínu eða þá ávexti sem þú óskar)

Fersk jarðaber

Fersk lífræn íslensk mynta (alveg geggjað)

Kvöldið áður: 
Leggið chia fræ í bleyti með því að setja 3 msk chiafræ á móti 1/3 bolla af vatni í krukku, setjið lok á og hrærið svolítið. Geymið í kæli yfir nóttu eða gerið í 10 mín áður ef þetta gleymist. 


1. Setjið jógúrt og chia í skál.

2. Setjið næst ananas eða ávexti sem þið viljið. Bætið Granóla útá, ferskum berjum og skreytið með ferskri myntu. Njótið.  


Athugasemdir:
Þér er velkomið að nota önnur ber, prófa ykkur áfram með hafra, möndlu eða kasjúhnetujógúrt eða gríska jógúrt.

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira? 

Skráðu þig þá á  ÓKEYPIS net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega” hér og hver veit nema að þetta verður BESTA sumarið þitt til þessa!


Gegn
skráningu færðu uppskrift af berjabombu minni sem slær á sykurþörf, upplýsingar um fallið nafn sykurs á bætiefnum og ráð að hefja breyttan lífsstíl með minni bjúg, sykurþörf og meiri orku og vellíðan!

Láttu vita í spjallið að neðan ef þú prófar og hvernig smakkast! Endilega deilið á samfélagsmiðlum:) 

Heilsa og hamingja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *