Konur og ketó
Kókosjógúrt með stökku múslí og kakómjólk
30th October 2018
Mindful eating
13th November 2018
Show all

Konur og ketó

Deildu á facebook

Ég verð bara að segja þér nokkuð um ketó mataræðið,

Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um ketó kúrinn og er þetta einmitt ástæða þess að vinkona mín sá ekki árangur á mataræðinu eins og vinur hennar gerði.

 

DSC_0077

 

Hvað er ketó mataræði til að byrja með…

Ketó mataræðið hefur hlotið mikla umfjöllun undanfarið. Mataræðið er hátt í fitu og próteini en er einstaklega lágt í kolvetnum og þar á meðal ávöxtum. Föstur, eða að borða innan ákveðins tímaramma er gjarnan tekið með ketó mataræðinu. Hugmyndafræði ketó er að með þessu mataræði samhliða föstum getum við komið líkamanum í svokallað ketósis ástand þar sem hann brennir meira en áður.

Hvernig er ketó mataræðið öðruvísi fyrir konur og karla?

Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég nefna það strax að ég er ekki að mæla á móti ketó mataræðinu fyrir allar konur.

En ein ástæða þess að erfiðara getur verið að ná árangri á ketó mataræðinu fyrir konur en karla er tengd flókinni hormónastarfsemi kvenna. Á meðan karlar fara í gegnum sama hormónaferlið daglega sveiflast hormón kvenna til og frá m.a. vegna tíðahrings kvenna og kynhormónsins estrógen.

Ketó mataræðið getur haft áhrif á hormón kvenna

Estrógen hormónið er í hámarki þegar konur fá egglos (en fellur niður á breytingaskeiðinu). Þegar við aukum fituna í mataræðinu um 5% eða meira (eins og gert er í ketó kúrnum) þá getur estrógen magnið í líkamanum aukist um 12% og það sama á við um andrógen hormónið hjá konum eftir tíðahvörf (sjá hér). Við þessa aukningu á estrógeni getur skapast ójafnvægi í líkamanum sem hefur neikvæð áhrif á ýmsa þætti s.s. hjarta- og æðakerfið, brennslu, skapbreytingar, svefn og taugakerfi. Kolvetnasnautt mataræði getur einnig haft neikvæð áhrif þegar egglos á sér stað og estrógen þ.a.l. í hámarki.

Skjaldkirtillinn er líka sérstaklega viðkvæmur fyrir skorti á næringu og föstum og sýna rannsóknir að föstur, eins og í ketó mataræðinu, geta valdið lækkun á skjaldkirtilshormónum (T3) (sjá hér og hér) og aukningu á kortisól, streituhormóninu (vegna þess að líkaminn upplifir föstur sem ógn).

Ef við búum nú þegar yfir mikilli streitu getur kortisól hindrað fitubrennslu í ketó mataræðinu þar sem orkunni er umbreytt í glúkósa fremur en að nýtast í fitubrennslu.

Í stuttu máli

Konur sem eru búnar að fara í gegnum breytingaskeiðið (eða eru á breytingaskeiðinu), glíma við hormónaójafnvægi (þ.á.m. latan skjaldkirtil) eða eru undir mikilli streitu ættu því að fara varlega í ketó mataræðið og æskilegt væri að vinna úr hormónaójafnvæginu áður en farið er á mataræði eins og ketó. ,,Mikilvægt er að hlusta á líkamann á meðan á ketó kúrnum stendur og passa að vera ekki of stífur” segir Leanne, höfundur bókarinnar The Keto diet.

Ketó er kúr sem mun alls ekki hæfa öllum (eins og allir sérhæfðir kúrar) og mikilvægt er að hafa í huga að hlusta alltaf á líkama sinn. Við sjáum árangur í langvarandi lausnum og mataræði sem við endumst í. Öll erum við einstök og mikilvægt er að finna hvað hentar okkur, njóta matarins sem við borðum og passa uppá heilbrigða hugsun gagnvart mataræði og vera ekki of ströng við okkur.

Mitt persónulega álit er að ég myndi aldrei velja mér beikon fram yfir banana, ég elska ávexti einfaldlega of mikið og er ekki tilbúin að fara aftur í strangt mataræði eða telja kaloríur.

Vakti greinin áhuga þinn?

Ef svo er máttu deila með vinum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem er á ketó mataræðinu eða er að spá í því.

Mig langar að heyra frá þér!

Glímir þú við hormónajafnvægi? Hefur þú prófað ketó mataræðið? Hvernig virkar/virkaði það fyrir þig?

Heilsa og hamingja,

6 Comments

 1. Sæl!

  Gaman að lesa annan vinkil á Ketó mataræðið sem ég hef aldrei lesið áður. Ég er búin að vera á Keto mataræði núna í rúmlega 1 & 1/2 ár og hefur þetta mataræði gjörsamlega bjargað lífinu mínu.
  Sjálf glími ég við áunna sykursýki og PCOS og er bara algjört eitur fyrir mig að kjósa banana fram yfir beikon (þó ég borði nú ekki beikon). Og tek ég engin lyf við þessum kvillum heldur vinn ég mig í gegnum þetta með mataræðinu.

  Þetta er að vissu leyti kúr fyrir mörgum, einhverskonar skyndilausn, en þetta er fyrst og fremst breytt mataræði.
  Finnst mikilvægt að finna það hjá fólki í stöðu eins og þinni að það sé ekki verið að tala um breytt mataræði fólks sem kúr.
  Þetta orð er orðið svo neikvætt í nútíma samfélagi. Frekar tala um breyttan lífsstíl eða breytt mataræði.

  Takk annars fyrir þessar upplýsingar, þetta er vissulega umhugsunarvert fyrir þær konur sem þola ekki þessa týpu af lágkolvetna mataræði.

  Bestu kveðjur
  Allý

  • Júlía heilsumarkþjálfi says:

   Sæl Allý!

   Takk fyrir að deila þessu með okkur. Já ég ætla að sjálfsögðu ekki að alhæfa að þetta sé alltaf kúr, frábært að heyra að þetta virki fyrir þig og þú hafir fundið það mataræði sem hentar þér. Ég vildi einmitt með þessari grein fjalla um afhverju við getum upplifað mismunandi árangur af ketó mataræði og mikilvægi þess að finna það sem hentar hverjum og einum 🙂

   Bestu kveðjur til þín!

 2. Sigríður Þórólfsdóttir says:

  Komdu sæl og kærar þakkir fyrir ábendingarnar það vill svo til að ég hef verið að prófa mig áfram í Keto núna á annan mánuð og gengur frekar illa er full af vanlíðan mikið verri af gigtinni og kílóin eru ekkert að hrynja af mér þessi skilaboð komu til mín á hárréttum tíma því um leið og ég var að lesa þetta rann það upp fyrir mér hvað hefur verið að hrjá mig undanfarið ég hef verið að fylgjast með pistlunum þínum undanfarið og ætla að prófa holl ráð við aukinni orku ,enn og aftur kærar þakkir 😀 Sigga

  • Júlía heilsumarkþjálfi says:

   Sæl Sigga

   Gaman að heyra frá þér! Já það er mikilvægt að hlusta á hvernig líkaminn bregst við mismunandi mataræði og finna það sem lætur þér líða vel.

   Óskum þér alls hins besta! 🙂

 3. Margrét Guðmundsdóttir says:

  Kærar þakkir fyrir þessar ráðleggingar. Mér gengur ekki nógu vel á Ketó kúrnum mínum. Ég er búin að vera sykur og hveitilaus samkvæmt þínum góðu ráðum. Svo er ég búin að vera á ströngum Ketókúr í tvær vikur og mér líður ekki nógu vel , hef lítið lést. Hvað getur maður notað í staðinn fyirir bacon og nautahakk ?

  Kær kveðja og aftur takk fyrir öll góðu ráðain og uppskriftirnar.

  Maargarét Guðmundsdóttir

  • Prufa says:

   Vel gert með hveiti og sykurleysið! Með beikonið og nautahakkið: við mælum ekki mikið með rauðu kjöti, þú gætir skipt þeim út fyrir annað prótein eins og linsubaunir eða aðrar baunir, lambahakk eða kjúkling:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *