Hvað er í Costco körfunni minni? hvað ég kaupi í Costco
kókosjógúrt
Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu
29th June 2021
Hollari valkostir fyrir óholla ánægju
17th November 2021
kókosjógúrt
Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu
29th June 2021
Hollari valkostir fyrir óholla ánægju
17th November 2021
Show all

Hvað er í Costco körfunni minni?

Þegar ég var að tína í Costco körfuna mína um daginn mundi ég eftir samtali við eina konu á facebook  sem sagði mér frá því að henni langaði til að borða hollara en hún var sannfærð um að það væri of dýrt fyrir sig.

Henni þótti einnig algjör hausverkur að lesa á bak við umbúðir og þekkja hvað hún ætti  að kaupa fyrir hollan kost enda svo margt í boði!

Þetta er mjög algeng og ég hef sjálf verið á þessum stað þegar ég var að feta mín fyrstu fótspor í breyttan lífsstíl.

Í gegnum árin hef ég fundið ýmsar leiðir til að minnka kostnað á heilsuvörum og m.a með því að versla sumar vörur í stærra magni í Coscto.

í dag langar mig því að deila með ykkur hvaða vörur eru í Costco körfunni minni. Vörurnar sem eru allar glúten-, mjólkur- og sykurlausar.

Lesa einnig

Uppáhalds heilsuvörur mínar

Ráð sem bæta ónæmiskerfið

 

Hvað er í costco körfunni minni?

Hér kemur innlit í hvað er í Costco körfunni minni:

Graskersfræ Nature’s Heart Superfoods

Chia fræ Nature’s Heart Superfoods (notuð dags daglega á mínu heimili)

Möndlumjöl Kirkland Signature (ég nota mikið í smáköku bakstur)

Mateo’s Gourmet Salsa (svo góð, engin laukur fyrir þá sem vilja ekki lauk eins og maðurinn minn) 

Kakónibbur Nature’s Heart Superfoods

Möndlur og hnetur Kirkland Signature (Sjá meira um möndlur hér)

Avócadó olía

Möndlumjólk ósæt

Egg

Möndlusmjör saltað frá Kirkland Signature  (ef kostur gefst mæli ég með að setja möndlusmjörið í í matvinnsluvél í dágóðan tíma og setja svo aftur í dolluna, þetta gerir möndlusmjörið mun auðveldara í notkun, ég geri þetta í raun við flest möndlusmjör þar sem kuldin hérlendis veldur því að mörg hnetu- og möndlsmjör stífna upp)

Kínóa frá Kirkland signature (Gott að leggja í bleyti og skola af áður en notuð. Lærðu meira um kínóa hér)

Frosin Jarðarber Kirkland Signature 

Frosin Bláber Kirkland Signature 

Frosin Hindber

Döðlur frá sun date ferskar (allra bestu að mínu mati og þær sem ég nota í hrákökur)

Avocadó fersk lífræn eða hefðbundin

 

Hvað er í Costco körfunni minni?

 

Hafiið í huga að flestar vörur Coscto eru ekki lífrænar. Sjálfsagt er það val hvers og eins hvort versla á allt lífrænt eða ekki. Sumir eru mjög stífir á því og aðrir sveiganlegri.

Gott er að hafa “dirty dozen” listan við hendi, en með honum sérð 15 hreinu, vörur með minna skordýraetri og 15 óhreinu vörur, vörur með meiri skordýraeitri. Sjá listan hér birtan á blogginu með vörur sem gott er að kaupa lífrænt og í lagi er að kapa hefðbundið.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að sumir munu líklega ranghvolfa augunum yfir því að ég kaupi stundum frosin ber sem eru ekki lífræn.

Kannski er ég of “easy going” með þetta en ég tek alveg fram að ég kaupi lífræn ber oft þegar ég get og vildi ég sýna fram á hvað hægt er að kaupa.

Þessi færsla er einfaldega ætluð að gefa þér hugmyndir um valkosti yfir ódýrari kosti sem eru samt hollir fyrir þá sem þurfa eða vilja versla fyrir minna.

Vöruúrval Í Costco er breytilegt og það má vel vera að fleiri vörur séu hreinar og betri kostur en eru hér a listanum, þetta er eingöngu mínar uppáhalds vörur

Aðrar vörur sem konur á Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu hafa beðið mig um að lesa á til að kanna hvort þær séu an sykurs eða annara óþarfa. Eru t.d. Ósæt möndlumjólk og spirluna duft. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér fæðutegundir sem stuðla að léttari líkama og losa þig við bjúg og bólgur smelltu þá hér fyrir ókeypis leiðarvísi!

Segðu mér frá hér undir blogginu, 

Hvernig lítur coscto karfan þín út? Hvað er uppáhalds varan þín að versla í Coscto?

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *