Hvernig smakkast hollari valkostir á þínum uppáhalds sætindum?
Veist þú hver eru stærstu mistökin hjá fólki þegar það byrjar heilbrigðan lífsstíl?
Það einblínir á það sem “ekki má”.
Mögulega hefur þú gert sömu mistök og upplifir takmarkanir í mataræði að einhverju leyti.
Sem er alveg glatað, er það ekki?
Einblíndu frekar á allann þann girnilega mat sem þú mátt borða og tengdu hann við þá frábæru tilfinningu sem þú finnur í líkamanum í kjölfarið.
–
–
Þegar ég fyrst breytti mataræði mínu fannst mér ég þurfa að fjarlægja allt góðgæti úr lífi mínu. En ég hef lært að rétta leiðin er að skipta út því óholla fyrir hollari valkost sem fullnægir sætindaþörfinni og bætir heilsuna!
Hér koma nokkrar hugmyndir að hollari valkost af óhollri nautn, allir lausir við hvítan sykur, glúten og mjólkurvörur.
Lesa einnig :
Vanillubollakökur með hindberjasmjörkremi
Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
–
–
Prófaðu þá þessa guðdómlegu hráfæðis ostaköku, NAMM!!
–
Prófaðu þá þessa hér!
–
Hollt Doritos er í alvörunni til og fæst í veganbúðinni. Þú getur líka fengið þér maísflögur með guacamole og salsa!
–
Prófaðu að fá þér sódavatn með límónu, myntu og klökum. Eða jafnvel íslenskt kombucha (ath. Inniheldur lítið magn af hrásykri fyrir gerjun)
–
Prófaðu þá hollt, hráfæðis snickers! Það er gjörsamlega æði og uppskriftina finnur þú í uppskriftabók Lifðu til Fulls.
–
Prófaðu þá að gera hamborgara úr lífrænu, íslensku hakki og sætkartöflu franskar. Uppskrift af klikkuðum börger er m.a. hægt að finna á námskeiðinu Frískari og orkumeiri á 30 dögum.
–
Varstu búin að prófa 15 mín. Vegan fettucine? Sjá uppskriftina hér.
–
Komdu á ókeypis fyrirlestur „3 einföld skref sem halda sykurlöngun burt, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!“
–
–
Hver er þín uppáhalds nautn og hvernig getur þú skipt henni út fyrir hollari valkost? Endilega segðu mér í spjallinu hér að neðan! Ef þú ert ráðþrota skal ég með glöðu geði aðstoða þig.
Vertu viss um að smella á like og deila með vinum á Facebook, sérstaklega ef þú átt vin sem elskar líka að lifa heilbrigðum lífsstíl.