Einkastuðningur með heilsumarkþjálfa

Ímyndaðu þér að skipta út bólgum og bjúg fyrir vellíðan og verkjaminni líkama.

Þar sem þú vaknar og sprettur fram úr rúminu því þú hefur svo mikla orku og finnur að orkan endist þér út daginn


Þú finnur fyrir jafnvægi og skýrleika í hugsun.


Þú finnur fyrir
léttleika bæði líkamlega og andlega og finnur að þú sért að lifa lífinu til fulls.

Þú færist nær markmiðum þínum án þess að beita þér aga eða neita þér um uppáhalds matinn þinn og finnur að þessi nýji lífsstíll er komin til að vera.

Hvernig hljómar þetta? 


Vegna þess að þetta er nákvæmlega það sem konur hafa náð að áorka með
einkastuðning í heilsumarkþjálfun hjá okkur…

Bóka ókeypis 15 mín símtal

Einstaklingsmiðuð nálgun og öflug hugarvinna…

Eftir að hafa hjálpað þúsundum kvenna í meira en áratug veit ég að það er enginn einn ákveðin kúr eða eitthvað eitt mataræði sem virkar fyrir alla. Því öll erum við misjöfn eins og við erum mörg.

Það er því ekki að ástæðulausu að þú hefur ekki enn fundið lausnina sem virkar fyrir þig. Vegna þess að lausnin liggur í því að finna hvað hæfir þér og þínum líkama.

Það er þess vegna sem
við bjóðum upp á 3 og 6 mánaða einkastuðning þar sem þú vinnur náið með heilsumarkþjálfa og næringar- og lífsstílsráðgjafa.

Þar mótar þú þann lífsstíll sem virkar fyrir þig, þann sem þú nýtur þess að viðhalda og þann sem gefur þér þann árangur sem þú þráir. Ekki bara til skammtíma, heldur til lífstíðar.

Frestun og gamalt mynstur víkur burt því samhliða breytingum gerir þú einfalda en öfluga hugar vinnu sem festir lífsstílinn í fastar skorður. Hugarró, öryggi, frelsi og stjórn á eigin heilsu er allt eitthvað sem konur hafa talað um að taki við þegar slíkur lífsstíll er fundin og nú getur þú orðið næst. 

Núna er rétti tíminn til að finna hvað hæfir þér.


Einkastuðningur með heilsumarkþjálfa er fyrir konur sem...

.

  • Eiga annríkt
  • Vilja gott aðhald og stuðning
  • Glíma við frestun og uppgjöf
  • Hafa prófað margt sem skilaði ekki árangri
  • Vilja varanlega og raunhæfa lausn
  • Glíma jafnvel við heilsubresti eins og  kulnun, streitu, breytingaskeið, meltingarvandamál, gigt, of háan blóðþrýsting eða annað

Árangurssögur

,,15 kg léttari og 15 árum yngri

,,Með þjálfun hafa 15 kg farið og mér líður eins og 15 ár hafi farið líka! Í dag er þetta lífsstíll en ekki átak. Ég skipulegg mig vel, tek meðvitaðar ákvarðanir, hreyfi mig. Fyrir ári hefði ég ekki getað ímyndað mér hvað líf mitt myndi taka miklum stakkaskiptum"
- Sigrún Unnur

,,Þjálfun er ekki skyndilausn heldur breyttur lífsstíll

,,Ég hef prófað svo margt að ég get ekki talið það allt upp hér. Þegar ég byrjaði þjálfun vildi ég léttast og var blóðsykurinn of hár. Þessi þjálfun er algjör snilld! Ég er ekki sama manneskjan í dag og þegar ég hóf þjálfunina. Mér líður bara svo miklu betur á allan hátt. Lífið er yndislegt!"
-Margrét Baldursdóttir

,,Himinlifandi yfir að hafa sett mig í fyrsta sæti

,,Ég hef miklu meiri orku og er einnig laus við verki og bjúg. Svo er ég miklu glaðari því mér líður betur og gaman að kíkja í spegilinn!  Ég er svo himinlifandi yfir að hafa sett mig í fyrsta sæti og náð þessum árangri"
-
Aðalheiður Hjelm


Hvernig virkar heilsumarkþjálfun…

1. Við fáum heilsusögu þína
Eftir að þú ert skráð byrjar þú á að fylla út heilsusögu sem þú færð senda á netfangið þitt. Einnig er gott að fá nýlegar niðurstöður úr blóðprufu.

Með slíku sjáum við betur hvar heilsa þín er stödd og hvaða áherslur þarf að huga að.
Eining sjáum við oft lítill atriði sem þú getur byrjað á að breyta strax sem geta gert herslu mun þegar kemur að heilsunni og deilum þeim með þér svo þú byrjir að sjá árángurinn fljótt.

2. Einkatímar með heilsumarkþjálfa
Næst tekur þú fyrsta einkatíman með Eyrúnu heilsumarkþjálfa og næringar- og lífsstílsráðgjafa. Tíminn fer fram í síma eða á netfundi, fer allt eftir hvort þér finnst betra.

Í fyrsta tímanum er farið yfir fyrstu skref og hvernig næstu mánuðir verða. í kjölfarið hittist þið reglulega í 3-6 mánuð og með hverjum tíma kemstu skrefinu nær draumaheilsunni og finnur öryggi um að halda nýja lífsstílnum við.

3. Sérsniðið plan fyrir bætiefni, fæðu og hreyfingu
Eftir hvern tíma sendir Eyrún þér næstu skrefin sem voru rædd og efni sem á við hverju sinni eins og matseðlar, uppskriftir, skipulag, hugaræfing eða annað. Allt sérsniðið að þér og þínum þörfum.

Að auki færð þú sent sérsniðið plan fyrir bætiefni, fæðu og hreyfingu. Allt sem þið Eyrún mótið saman að þínu þörfum.

4. Aðhald og eftirfylgni
Þú finnur aðhald, eftirfylgni og stuðning yfir tímabilið og heyrum við í þér milli einkatíma og þú getur heyrt í okkur.

5. Elífðar aðgangur að Frískari og Orkumeiri námskeiðinu ásamt bónusum
Að auki færðu eilífðar aðgang af Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu okkar. Þar er að finna matseðla, innkaupalista, fræðslur um mataræði án sykurs og hvernig skal tækla sykurþörfina.  Eyrún mun aðstoða þig að persónugera námskeið og matseðilinn að þér og auðvelda þér lífið t.d ef þú vilt ekki elda á hverju kvöldi.


Einnig færðu bónusa t.d. viðbótar matseðill, falin nöfn sykurs, afslætti hjá samstarfsaðilum okkar og margt margt fleira til að auka upplifunina þína og auðvelda þér leiðina að nýja lífsstílnum
.  

6. Heilsupakki
Þú færð svo sendan veglegan heilsu pakka með sérvöldum heilsuvörum og bætiefnum sem hjálpa þér að komast vel af stað í nýja lífsstílnum og styður við heilsu kvenna og hormónajafnvægi.


Taktu fyrsta skrefið með ókeypis 15 mín viðtalstíma 

Til að við og þú fáum öryggið í því hvort að heilsumarkþjálfun sé rétt fyrir þig viljum við bjóða þér að fá ókeypis símtal til að fara yfir heilsu þína.

Símtalið getur hjálpað þér að:

  • Sjá hvernig matarvenjur þínar og lífsstíll hefur áhrif á heilsu þína og orku.
  • Átta þig á fyrstu skrefum til að sjá breytingar koma öfgalaust.
  • Heyra sögur frá öðrum sem hafa verið í þínum sporum og hvernig þær hafa náð varanlegri breytingu
  • Fá skýrleika á hvernig heilsumarkþjálfun virkar og svör við spurningum þínum.
Bóka 15 mín ókeypis símtal

Engin binding fylgir tímabókun.

Til að gæta stuðnings og aðhalds komast aðeins takmarkaðir að hverju sinni í einkastuðning. Nánar um hvort og hvenær er laust í símtalinu.


Þinn heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi

Eyrún Huld Árnadóttir er heilsumarkþjálfi, lífsstílsráðgjafi og jógakennari. Eyrún hefur séð um einkatíma hjá Lifðu til fulls í rúmlega 7 ár og fær hún hæstu einkunn hjá þeim sem sækja til hennar. Eyrún hefur auk þess sótt ýmis námskeið í tengslum við heilsu og andlega líðan og er stöðugt að sanka að sér nýrri þekkingu. 

Eyrún hefur sjálf glímt við ýmislegt er viðkemur heilsu og margt má rekja til lélegs mataræði og lífsstíls á árum áður. Hún snéri blaðinu algjörlega við og fór frá því að glíma t.d. við orkuleysi, kvíða, ofþyngd, ristilkrampa og fleira í lifandi lífsstíl og gott mataræði.

Þetta leiddi hana til þess að sækja sér nám í þessum fræðum og í dag
miðlar hún ráðum til kvenna útfrá eigin heilsu ferðalagi.  Eyrún hefur m.a. unnið mikið með konum sem glíma við hormónaójafnvægi sem fylgir breytingarskeiðinu, þeim sem hafa glímt við kulnun í starfi eða glíma við margskonar aðra heilsubresti. 

Hún hefur brennandi áhuga bæði líkamlegri og andlegri heilsu og lífsstíl og
trúir því að við eigum öll rétt á því að vera heilbrigð og hamingjusöm..


.


Árangurssögur

,,Ég er orkumeiri, húðin mín er mýkri, vöðvabólga hefur minnkað og 10 kílóum léttari“

,,Ég er svo þakklát fyrir að hafa farið í þessa lífsstílsbreytingu. Áhrifin sem þetta hefur haft á líf mitt er að nú hef ég sett heilsuna mína í forgang og ég er meðvituð um hvað ég set ofan í mig. Ég er miklu léttari á fæti, er farin að klífa fjöll og hlaupa út í móa sem er líka frábær sigur fyrir mig.

Heilsumarkþjálfun kenndi mér að elda frábæran mat sem hæfir mér, eitthvað sem ég hélt að væri svo mikið vesen en það er það ekki!"
- Soffía Kristinsdóttir

,,Með þjálfun náði ég af mér um 35 kg, enn í dag hafa þessi kíló ekki látið sjá sig aftur og ég er rosalega ánægð með mig

,,
Ég hef fengið að kynnast svo allt annari vellíðan, meiri orku og hef miklu meira þrek og er loksins laus við verki og þreytu. Margir hafa spurt mig hvað ég hef verið að gera og segja að ég hafi yngst því húðin er svo fín og hárið glansar alveg!

Ég hlakka til að borða matinn minn og borða það sem mér finnst gott. Ég veit að þessi matur gerir mér gott og ég veit að ég þyngist ekkert af honum, það finnst mér það flottasta! Það er ekkert bannað, þú getur valið úr öllu og þarft ekki að fara eftir megrunarplani.

Ég finn heldur ekki lengur fyrir þessari svakalegu löngun í einhverja fæðu eins og í gamla daga og þarf ekkert á því að halda. Maðurinn minn er mikil kjötmaður en hann er með mér í þessu og brosir bara að nýja lífsstílnum!"
- Marta klein

,,Ég hef lést um 15 kíló og er að takast að halda þessu, ég er með miklu meiri orku, laus við bjúg og alveg laus við liðverki."

,,Ég er svo þakklát fyrir að hafa farið í þessa lífsstílsbreytingu. Áhrifin sem þetta hefur haft á líf mitt er að nú hef ég sett mig framar í forgangsröðina ekki alltaf bara hina. Ég er ánægðari með sjálfa mig og lít betur út!

Ég er að hreyfa mig miklu meira úti í náttúrunni. Þetta er ekkert mál, ég er ekki að mæðast, finn ekki til og líkaminn farin að byggja sig upp.

Þjálfun kenndi mér að borða rétt fyrir mig og koma á skipulaginu sem er komið til að vera hjá mér. Maðurinn minn er með mér og farin að tala um þetta útávið. Þetta smitar útfrá sér. Þetta er vægast sagt mikil léttir í dag andlega og líkamlega! "
- Ásgerður felixdóttir