Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
Himneskur Mangó Lassi drykkur
22nd January 2019
Vegan lasagna úr 5 hráefnum
5th February 2019
Himneskur Mangó Lassi drykkur
22nd January 2019
Vegan lasagna úr 5 hráefnum
5th February 2019
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Mig langar að deila með ykkur bestu súkkulaði brownies í heimi og það besta er að það má njóta þeirra með góðri samvisku!

Eigum við að ræða þessar eitthvað eða? 

Eftir að ég gerði þær fyrst var ekki aftur snúið og nú þurfa þær að eiga sér heimastað í frystinum hjá mér svo ég eigi eitthvað að grípa í þegar mig langar í súkkulaði!

súkkulaði brownies

Botninn í þessari súkkulaðibrownie er með mjúku möndlusmjöri og stökku kínóa og er engu lík. Vá þessi uppskrift er algjörlega FULLKOMIN að mínu mati!

Lesa einnig:
Súkkulaði trufflur með lakkrís
Vanillubollakökur með hindberjasmjörskremi (vegan og glúteinlausar) 
Súkkulaði þynnur með myntufyllingu

súkkulaði brownies

Mætti lýsa þessum brownies sem.. 

  • stökkar að ofan
  • bráðna í munni
  • fágaðar
  • einfaldar og fljótlegar í gerð

Ég held að þær  eigi eftir að sanna fyrir þér hversu gott hægt er að hafa það án hvíts sykurs. Í öllum uppskriftunum mínum notast ég við náttúrulega sætugjafa eins og steviu, döðlur og kókospálmanektar sem dæmi.

Allt eru þetta sætugjafar sem eru lágir í frúktósa og þar af leiðandi betri fyrir heilsuna.

uppskrift að súkkulaði brownies

Súkkulaði Brownie með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Súkkulaðibrownie
1 ½ bolli valhnetur (einnig má nota möndlur eða pekanhnetur)
½ bolli kókosmjöl eða kókoshveiti (ég notaði fínmalað kókosmjöl)

1 ½  bollar medjool döðlur (ég kaupi í grænmetiskælinum í Costco)
½ bolli hemp fræ
2 msk  kakó
salt

Möndlusmjörkrem
½ bolli möndlusmjör (eða ein 179 gr krukka)
2 msk kókosolía
3 msk kókoskrem (ég notaði creamed coconut frá Cocofina sem fæst í bleikum kassa í Nettó)
salt

Ofaná
poppað kínóa (quinoa puffs, frá Nature crops sem fæst í Nettó)

1. Leggið hnetur í bleyti yfir nóttu eða í 5 klst.

2. Bræðið kókosolíu og kókoskrem í vatnsbaði.

3. Skolið af hnetunum og vinnið þær í matvinnsluvél þar til muldnar niður. Bætið við kókosmjöli og malið niður fínt. Sameinið rest af þurrefnum í matvinnsluvélina og vinnið. Bætið við döðlum ef þið þurfið en blandan ætti að mynda deigkúlu.

4. Þjappið botnin í 15×15 cm kassalaga form fyrir þykkar brownies, notið stærra form fyrir þynnri súkkulaðiköku.

5. Skolið af matvinnsluvél. Setjið öll hráefnin kremsins í matvinnsluvél og vinnið.

6. Hellið kreminu yfir botninn og dreifið poppuðu kínóa yfir. Frystið í minnsta kosti 3 klst en kakan geymist í allt að 3 mánuði eða lengur í frysti.

7. Skerið í ílanga bita og njótið. Geymist fersk í kæli í allt að viku og lengur í fyrsti.

Öll hráefnin fást í Nettó.

Láttu svo vita í spjallið að neðan ef þú prófar þessar og ekki gleyma að merkja @lifdutilfulls þegar þú gerir þær!

Endilega deilið á samfélagsmiðlum!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *