Af hverju þú ættir að sleppa sykri með mér!
minnka streitu
“Ég sá eftir þessari hreyfingu” sagði engin, aldrei, punktur.
20th May 2014
svartbauna brownie
Svartbauna brownie úr sykuráskorun!
3rd June 2014
minnka streitu
“Ég sá eftir þessari hreyfingu” sagði engin, aldrei, punktur.
20th May 2014
svartbauna brownie
Svartbauna brownie úr sykuráskorun!
3rd June 2014
Show all

Af hverju þú ættir að sleppa sykri með mér!

hvítur sykur

Vissir þú að Íslendingar eru stærstu neytendur sykurs meðal norðurlanda?! Og á mörkum þess að neyta sama sykurmagns og Bandaríkjamenn?

En þessi hvíti sykur sem matvælaframleiðendur í dag hafa búið til safn af mismunandi nöfnum yfir (sjáðu bara sjálf hér) er akkurat það sem getur verið að kosta þig heilsu þína, þyngdartap og lífsgæði!

Screenshot 2014-05-26 21.08.33

Þessi hvíti sykur sem ég er að tala um er upprunalega unnin frá plöntu sem heitir sykurreyr og þar af fengin hrásykur. Til að fá hvíta fallega gljáan er sykurinn unninn og öll næringarefnin tekin og þannig fáum við hvítan sykur.

Íslendingar neyta að meðaltali 20 teskeiða á dag, aðeins 2 teskeiðum fleiri en Bandaríkjamenn!

En hvernig er það að kosta þig heilsu þína?

Öll könnumst við, við þessi skammtíma einkenni sykurs, hausverkur, hitakóf, löngun ímeiri sykur, adrenalín kick (blóðsykurs ójafnvægi), og fyrir mitt leyti þorsti og magapína sem fylgir svefnleysi og óþægindum (úrill) daginn eftir.

En hefur þú pælt í langtímaáhrifum frá sykri?

Langtímaáhrif sykurs er eitthvað eins og candida, þynglyndi, minnisleysi, beinþynning, of hár blóðþrýsingur, sykursýki, gigt, verri sjón og hjartasjúkdómar.

Ekki að nefna offitu og þyngdaraukningu!

Samkvæmt Jason veili, sérfræðingi í fíkn frá food matters, vísar hann í sykur sem þína fitugildru!

Því umfram sykur í líkamanum (umfram insúlín) geymir orku sem fitu…og heimtar meira!

Screenshot 2014-05-26 21.06.59Það getur komið þér verulega á óvart hvað sykur er falin á svo ótal mörgum stöðum! Orkudrykkjum, próteinduftum, ávaxtaþykknum, salatsósum, mjólkurafurðum, tómatsósum, fitusnauðum vörum og prótein stykkjum.

Ég skora því á þig að sleppa sykri með mér í 14 daga og virkilega umturna heilsu þinni, líkama og lífi!

Því ég veit að með því að skilja sykurlöngun þína betur og af hverju hún á sér stað mun það hjálpa þér að taka meðvitaðari ákvarðanir um hvítan sykur. Ekki bara fyrir þig heldur líka fyrir fjölskyldu þína og vini!

 

Plús það að þú og ég stuðlum saman að sykurminna Íslandi!

Við byrjum 16 júní.

Skráðu þig hér fyrir vikulegar uppskriftir, innkaupalista og stuðning.

Þetta er algjör sykurleysis umbylting!

Hvort sem þú borðar eða borðar ekki sykur í dag, þá munt þú allavega læra inn á fullt af nýjum uppskriftum og hollráðum sem geta hjálpað þér áfram.

Útkoma þín og ávinningur eftir þessa 14 daga er mjög trúlega útgáfa af þér sem er orkumeiri, léttari og sú sem hefur meira jafnvægi og aukna sátt í sínu skinni!

Ég hlakka ekkert smá til að hafa þig með! þetta verður bráðskemmtilegt

Tryggðu þér þátttöku hér

 

Mig langar að heyra frá þér

Veist þú hvar sykur er og sykur er ekki í fæðu þinni?

Hvaða fæðutegndir setur þú nú spurnigamerki við hvort séu sykurlausar?

Og ef þú borðar ekki hvítan sykur, hvaða ávinning finnur þú af því að vera sykurlaus?


Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

Þekkir þú vínkonu sem gæti vilja vera með í 14 daga sykuráskoruni? Segðu henni frá með því að deila á facebook.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

5 Comments

  1. Kristjana kristjánsdóttir says:

    vonandi stend ég þessa áskorun

  2. Laufey Jónsdóttir says:

    Hlakka til að vera með, 🙂

  3. Sigríður Ólafsdóttir says:

    Sæl Júlía,
    ég er að spá í heilkornaflatkökurnar þar segir enginn viðbættur sykur, en auðvitað er sykur í korninu og einhverjum efnum mér skilst að það sé 1,2gr í 100gr. Fitty brauð er með eitthvað meira sykur en er með skráargatið eins og heilkornaflatkökurnar og Lífskornabrauðið, hvaða brauð mælir þú með, vanalega borða ég ekki mikið af brauði en fynnst ágætt að fá mér í hádeginu með kanski salatinu frá þér eða súpunni, þetta eru svona pælingar sem ég hef lengi verið að spá í hvað er best að fá sér í hádeginu í vinnunni, maður vill týnast í þessum merkingum á matvælum það virðist vera troða sykri í hvað sem er. Kveðja Sirrý

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Sæl Sirrý, það er í rauninni alltaf best að baka brauðin sín sjálfur þá veit maður nákvæmlega hvað maður er að setja ofaní sig og sleppir við rotvarnarefni og fleira sem er sett í þessu tilbúnu. Þú gætir einnig athugað í bakaríinu Grímsbæ, þar eru þeir með hollari brauð. En annars skiptir einmitt mestu máli að forðast brauðin sem eru með viðbættum sykri, Lífskornabrauðin virðast vera nokkuð góð miðað við önnur brauð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *