7 einföld og holl millimál sem gefa orku
Kynnstu mér persónulega
26th April 2016
líkami
Orkulaus seinnipartinn? Prófaðu þessa…
10th May 2016
Kynnstu mér persónulega
26th April 2016
líkami
Orkulaus seinnipartinn? Prófaðu þessa…
10th May 2016
Show all

7 einföld og holl millimál sem gefa orku

Vantar þig stundum hugmyndir fyrir holl millimál?

Ég hef tekið eftir því að marga vantar fleiri hugmyndir af góðum millimálum og eitthvað til að grípa með sér eða setja í nestisboxið.

Ef þú finnur þig oft hugmyndasnauða að einhverju orkuríku til að grípa þér í milli mál er greinin í dag eitthvað fyrir þig.

Við tókum saman 7 einföld og bragðgóð millimál sem gefa þér þessa orku sem þú þarft til að halda út daginn og um leið styðja við vellíðan og heilsu.

1.Muffin toffee jógúrt 

Á tímabili sagði maðurinn minn mér að hann væri með sykurþörf sem hann var ekki vanur að fá, svo ég gerði fyrir hann jógúrt út alla vikuna og skellti síðan mynd af því á facebook. Mínútum seinna voru allir að biðja um uppskriftina svo ég gat ekki annað en deilt henni með þér.


Untitled design (38)

2. Hrökkbrauð 

Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og fljótleg og býr til 2 plötur af yndislegu hrökkbrauði. Gættu þín því áður en þú veist af þá er ekkert eftir af því…

hollt-hrokkbraud

3. Græn orkubomba 

Prófaðu þennan orkugefandi boost, pss, hann er einnig bólguhamlandi.

4. Saðsamar kókoshrákúlur 

Hrá-kúlur eru tilvaldar ef þú ert sólgin í sætt og seðjandi. Þessar gefa þér langvarandi orku ólíkt súkkulaðistykkinu og eru sérstaklega einfaldar og fljótlegar!

5. Boost fyrir brennsluna —> https://lifdutilfulls.is/drekktu-thennan-fyrir-aukna-brennslu/

Þessi er stútfullur af C vítamíni og grænu te-i sem styðja við brennslu líkamans, og ég tala nú ekki um hversu bragðgóður hann er.

6.  Chia grautur fyrir byrjendur

Chia grautur er fullur af próteini úr plönturíkinu, omega 3, trefjum og góðum kolvetnum. Fáðu snögga uppskrift fyrir millimáli eða jafnvel morgunmat sem styður við orku, þyngdartap og hjálpar meira að segja að slökkva á sykurþörfinni.

chia-grautur-fyrir-byrendur

7. Gulrótarmuffins 

Þú veist að uppskrift er góð þegar þú gerir hana og hún klárst samdægurs. Það var sagan bakvið þessar gómsætu gulrótamúffur sem slógu verulega í gegn um páskana í fyrra. Toppað með kókoskremi og valhnetum…mmm

hreinsandi-gulrotarmuffur-sem-hafa-aldrei-farid-eins-hratt

Ég vona að þetta gefi þér innblástur fyrir vikuna að orkugefandi og hollum millibita!

Láttu mig vita hér að neðan hvaða uppskrift þig langar til þess að prófa og hvað þú færð þér í millimál!

Vertu svo viss um að Líka við greinina og deila þannig orkuríku bitunum með þínum vinum…namminamm!

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *