starf

Verkefnastjóri

Ert þú skipulögð/lagður og kannt að láta hlutina gerast?

Ertu metnaðargjörn/gjarn og átt auðvelt með að hugsa verkefni til enda?

Býrð þú yfir góðri tæknikunnáttu?

Ég er að leita af verkefnastjóra sem mun vera við stjórnvöllinn á þeim spennandi verkefnum og vexti sem á sér stað hjá Lifðu til fulls.


Hvað felst í starfinu?

Að halda utan um verkefni þegar fyrirtækið hefur árlegar þjálfanir. T.d sjá um tölvupóst sem fer til kúnna, sinna nýskráðum kúnnum, heyra í samstarfsaðilum, eiga samskipti við sölufulltrúa fyrirtækisins og vinna með öðru starfsfólki LTF að því að tryggja ánægju kúnna og að allt sé í réttum farvegi.

Að stýra rannsóknarvinnu á nýjum verkefnum/vörum. Þú munt gera rannsóknarvinnu til þess að stuðla að vexti og velgengni fyrirtækisins. Í því felst að stýra verkefnum, ráða verktaka eða deila verkefnum á starfsmenn fyrirtækisins.

Vera með á vikulegum fundum. Fundir fara fram á skype og í persónu. Þú myndir leiða fundi og verkefni.

Ábyrgð á því að verkefni séu framkvæmd samkvæmt áætlun

Að taka stöðu verkefna daglega, sjá til þess að forgangsröðunin sé rétt og að skila sem bestum árangri

Úthlutun verkefna á starfsfólk og útvistun ef þörf er á

Ábyrgð á því að farið sé eftir verklagsreglum og að skilafrestum sé náð

Eftirfylgni verkefna og að sjá til þess að allt sé framkvæmt

Verkefnastjórinn sér einnig um að prófa og samþykkja allt áður en það er tekið í notkun (t.d. skráningarsíður, kannanir og fleira)

Verkefnastjórinn ber ábyrgð á því að vinnan sem starfsfólk LTF skili af sér sé samkvæmt gæðastaðal fyrirtækisins.

Tölvukunnátta

Þú ættir að vera kunnug/ur eftirfarandi forritum: Infusionsoft, WordPress, Google Docs, Excel Spreadsheets, Asana og fleiri verkefnatengdum forritum. Þú munt halda utan um upplýsingar um kúnna fyrirtækisins og póstkerfi (Infusionsoft).

Þú ert kjörin/n ef þú:

 • Ert skipulögð/skipulagður
 • Úræðagóð/ur
 • Sjálfdrifin/n
 • Ábyrg/ur
 • Vinnur vel með öðrum og átt auðvelt með samskipti við starfsfélaga og samstarfsfyrirtæki
 • Ert skýr í samskiptum.
 • Hefur auga fyrir smáatriðum og gæðum vörumerkja
 • Ert ekki bundin/n við 9 – 5 vinnutíma og ert tilbúin/n að klára hluti af þegar þarf
 • Hræðist ekki nýjar áskoranir
 • Elskar að læra nýja hluti og ert fljót/ur að útfæra nýjar hugmyndir
 • Aðlagar þig vel að breytingum
 • Jákvæð/jákvæður
 • Tæknivædd/ur
 • Hefur unnið sem verkefnastjórnandi áður
 • Nýtur þess að sjá verkefni sem þú stýrðir frá byrjun til enda verða að veruleika
 • Átt auðvelt með að vinna að heiman eða hvaðan sem er
 • Átt auðvelt með að halda mörgum boltum á lofti en samt halda fókus

Þú ert ekki kjörin/n ef þú:

 • Vilt vera í 9-5 vinnutíma
 • Ert að leita eftir “aukavinnu” á meðan þú byggir upp þitt eigið fyrirtæki
 • Ef þú hefur ekki hlustað á podcast eða lesið bók um viðskipta- eða markaðsfræði
 • Ef þú leitar af starfi sem byggist helst upp af sköpun (content creation)

Kostir en ekki skylda:

 • Reynsla af vöruþróun
 • Reynsla af internetmarkaðsetningu, copywriting
 • Þekking á sviði heilsu og internetmarkaðsetningar

Tímaskuldbinding:

Starfið felur í sér vinnu að heiman frá 1-3 klst. á dag milli 9 og 17 alla virka daga. Álagstímar innan fyrirtækis getað verið 4 sinnum yfir árið og má þá jafnvel gera ráð fyrir 15-30 klst á viku. Þótt starfsmaður þurfi að vera til taks yfir vikuna, getur viðkomandi skipulagt sig sjálfur því vinnutíminn getur verið sveigjanlegur og vel hægt að komast að samkomulagi um fyrirkomulag.

Vinnan myndi hefjast í september 2017. Starfið er til að byrja með 15-30 klst að jafnaði á viku.

Umsækjendur þurfa að eiga tölvu og síma og fer vinna og þjálfun fram í þeim forritum sem notuð eru innan Lifðu til Fulls. Umsækjendur eru beðnir að fylla út umsóknina sem fylgir hér að neðan, ásamt því að senda inn ferilskrá.


Höfundarréttur @Lifðu Til Fulls slf. 2017

 

Pin It on Pinterest