Aðstoðarmanneskja hjá net-fyrirtæki


Starfshlutfall 70%

Við erum að leita að manneskju sem er nákvæm og ábyrg, óhrædd við að læra á ný forrit, hugsar í lausnum og á auðvelt með að vinna sjálfstætt.

Einhverjum sem er með góða íslensku- og enskukunnátta í rituðu og skrifuðu og á gott með að setja saman stutta og grípandi texta fyrir samfélagsmiðla.

Jákvæðni og áhugi fyrir að hjálpa öðrum að heilbrigðum lífsstíl er frábær kostur að hafa í starfið.

Starfshlutfall byrjar sem hlutastarf, 5 klst á dag eða sirka 70% vinna. Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á að vaxa með fyrirtækinu. Gott ef þú getur byrjað strax.

Fríðindi: Vinna heiman frá og sveiganleiki með vinnutíma.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón yfir netpóstum sem við sendum á fréttabréfalista okkar
  • Tækniuppsetningar (lendingasíður og fl.)
  • Umsjón samfélagsmiðla
  • Textavinna og þýðingar frá íslensku yfir á ensku (og öfugt)

Umsækjendur þurfa að eiga tölvu og síma og fer vinna og þjálfun fram í þeim forritum sem notuð eru innan Lifðu til Fulls. Umsækjendur eru beðnir að fylla út umsóknina frá hlekknum sem fylgir hér og senda inn ferilskrá sem fyrst.