starf-solufulltrui

 Sölufulltrúi

Viðtöl við kúnna um sölu og þjónustu

Ert þú fljót að byggja upp sambönd grundvölluð á trúnaði og trausti, með öllum týpum af fólki? Það krefst hæfni í að hlusta, samkennd, næmni og hæfni í að geta verið sú sem viðskiptavinurinn þarfnast hverju sinni.

Hefur þú ánægju af því að vinna undir álagi og á sölulaunum?

Hvað munt þú gera í starfinu?

 • Taka viðtöl við hugsanlega kúnna um hvort að hefja þjálfun eða ekki sé rétt fyrir þá
 • Fylgja kúnnum eftir í tölvupósti og/eða síma og tryggja ánægju þeirra og aðstoð
 • Svara fyrirspurnum og vangaveltum kúnna og hlusta eftir þörfinni
 • Aðstoða kúnna með að ganga rafrænt frá greiðslu í þjálfun
 • Hlusta og öðlast skilning á því hvað viðskiptavinurinn þarfnast og finna lausn
 • Svara fyrirspurnum til áhugasamra og fylgja eftir í spjallkerfi

Hlutir sem þú hefur gert áður:

 • Unnið við sölustarfi í síma
 • Sannfært aðra í kringum þig að hallast að þínum hugmyndum með hreinskilni og einlægni

Þú ert ekki kjörin ef þú:

 • Vilt öryggi í launum
 • Ert orkulítil
 • Vilt vinna eftir klukkunni frekar en eftir útkomu

Þú ert kjörin ef þú ert:

 • Heiðarleg
 • Viljug til að setja þig í spor hugsanlegra viðskiptavina
 • Áhrifamikil og sannfærandi
 • Orkumikil
 • Viljug til að gefa kúnnanum auka tíma og athygli ef þarf og hlusta á undirliggandi þarfir og vangaveltur
 • Ef þú elskar að vinna sjálfstætt og sjá stöðugt hvernig þú getur bætt þig
 • Ef þú býrð yfir hæfni og hefur tilhneigingu til að læra hvernig á að bera sig að í símtölum ásamt því að þekkja vörur og þjónustu fyrirtækisins mjög vel

Afhverju þú ættir að hafa áhuga á starfinu:

 • Tækifæri á að hjálpa öðrum að taka ákvörðun um betra og heilsusamlegra líf
 • Tök á að vinna með vaxandi fyrirtæki sem hefur heilsu og vellíðan fólks að leiðarljósi
 • Tök á að hafa áhrif á þróun þjálfanna og námskeiða hjá fyrirtækinu
 • Árlegur aðgangur að kennsluefni námskeiða og þjálfanna innan fyrirtækisins í tengslum við heilsu, þyngdartap og aukna orku.

Tímaskuldbinding:

 • Vinnan mun krefjast að þú vinnir frá síma og takir 3-4 vikur í senn nokkrum sinnum yfir árið þar sem þú vinnur í törnum. Möguleiki á meiri vinnu í framtíðinni. Laun eru árangurstengd sölulaun og eftir samkomlagi. Gert er ráð fyrir lágmarki 20 viðtölum og hámark 50 viðtölum á þessum 3-4 vikum, meira ef vel gengur.
 • Umsækjendur þurfa að eiga tölvu og síma og fer vinna og þjálfun fram í þeim forritum sem notuð eru innan Lifðu til Fulls. Umsækjendur eru beðnir að fylla út umsóknina sem fylgir hér að neðan sem fyrst, ásamt því að senda inn ferilskrá. Þjálfun fyrir starfið hefst í vor og mun starfið sjálft hefjast í ágúst 2018.


Höfundarréttur @Lifðu Til Fulls slf. 2018

Pin It on Pinterest