Spelt eða Heilhveiti?
holl uppskrift
Uppskrift fyrir Kósý kvöld – holl uppskrift
26th February 2013
settu-ter-markmid
Settu þér markmið og náðu þeim
5th March 2013
Sýna allt

Spelt eða Heilhveiti?

spelt
Deildu á facebook

Spelt eða Heilhveiti

Spelt og heilhveiti er ekki það sama, annars myndi heldur ekki vera greinamunur á því í búðum. Þetta eru hinsvegar skyldar korntegundir og koma frá sömu plöntufjölskyldunni sem kallast Triticum, en eru þrátt fyrir það í raun alveg sitthvor korntegundin!
Þau innihalda bæði glúten og í bakstri eða eldamennsku er hægt að skipta út heilhveiti fyrir spelt, eða öfugt, og halda sömu hlutföllum.
Grófmalað spelt og heilhveiti er eins nálægt korninu og við getum keypt það. Hvíta hveitið er aftur á móti unnið úr heilhveitinu og fínmalaða speltið unnið úr grófmöluðu spelti.
Hver er þá munurinn?
Spelt er fornkorntegund sem vanalega vex í Evrópu, sem er eflaust ástæðan fyrir því að spelt er ekki algengt í Ameríku. Spelt inniheldur önnur næringagildi en heilhveitið. Spelt hefur færri kaloríur og allt að 10-20% meiri prótein en heilhveiti. Margir sem þola illa hveiti eða heilhveitið þola oft spelt betur. Þar á meðal ég.
Heilhveitið aftur á móti inniheldur meiri trefjar en spelt, sem gerir mörgum auðveldara fyrir, uppá meltingu að gera. Bragðmunurinn er í raun ekki mikill en fyrir þá sem eru að skipta út hvíta hveitinu getur þeim fundist heilhveitið betri bragðkostur.

Niðurstaðan – Á ég að velja spelt eða heilhveiti?

Niðurstaðan er sú að þegar horft er til næringargilda hvorutveggja þá inniheldur speltið og heilhveitið svipuð næringarefni.

Spelt hefur 50% meira b3 vítamín á meðan heilhveitið hefur 50% meiri fólat, sem er b9. Spelt inniheldur meiri kalíum, sem er mikilvægt fyrir taugakerfi og hjartslátt á meðan heilhveitið inniheldur meiri kalsíum, sem er nauðsynlegt fyrir bein og tennur.
Bæði innihalda svipað magn af járni sem er nauðsynlegt fyrir orku og heilbrigt ónæmiskerfi, og magnesíum sem hjálpar að vinna úr kalsíum og er mikilvægur efnahvati fyrrir orkulosun

Þessar tvær korntegundir eru því nokkuð svipaðar næringarlega séð og frábær kostur í stað hvíta hveitisins.

-Vert er að hafa í huga að margir veitingastaðir og skyndibitastaðir sem selja samlokur, pizzur, og fleira brauðmeti, bjóða oft upp á spelt eða heilhveiti brauð þar sem aðeins lítið hlutfall innihaldsins er raunverulega úr spelti eða heilhveiti, og aðal innihaldsefnið er í raun hvítt hveiti! Hafið því varan á þegar þið borðið úti og eruð að reyna sneiða hjá hvítu hveiti.

print

Skráðu þig fyrir vikuleg hollráð að aukinni orku - það er ókeypis!

Fáðu strax „Sektarlaus sætindi fyrir mjórra mitti” rafbók!

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegt að fylla út reiti merkta *

Pin It on Pinterest

Share This