Síðari hluti heimsreisu minnar og jólatilboð!

Síðari hluti heimsreisu minnar og jólatilboð!

DSCF3347s
Mataræði og menning í heimsreisu minni (fyrri hluti)
14th November 2017
_DSC3845
Súkkulaðiþynnur með myntufyllingu
28th November 2017
Sýna allt

Síðari hluti heimsreisu minnar og jólatilboð!

DSCF7594
Deildu á facebook

Í síðustu viku sagði ég þér frá ferðalagi mínu í sumar og gaf innsýn í hvernig ég háttaði mataræðinu. Ef þú misstir af því getur þú smellt hér til að lesa þig til um fyrri áfangastaði mína og veitingastaði ofl. sem ég mældi með þar.

Þessa viku langar mig að segja þér frá restinni af ferðinni.

Eru annars flestir ekki komnir í jólaskap? Við erum það sannarlega og bjóðum upp á skemmtileg jólatilboð á Lifðu til fulls bókinni og eftirrétta myndbandsnámskeiði. Kíktu hér fyrir jólatilboð.

Áður en ég segi þér frá restinni af ferðinni langar mig að benda á að það getur verið skynsamlegt að sækja um visa fyrir Indland og Kína áður en haldið er af stað uppá flugvöll! Eldsnemma morguns fórum við uppá völl með allt klárt (í okkar huga) fyrir Indlandsferðina þegar afgreiðslukonan í móttökunni spyr um “Indian visa please”. Ég man svipinn á okkur hjónunum í algjöru sjokki þegar við áttuðum okkur á því að við gætum ekki fengið visa einfaldlega við komuna. Einhvernvegin náðum við að klóra okkur úr þessu og innan 24 klst vorum við lent í Indlandi, við redduðum okkur svo kínversku visa í Taílandi. Algjör klaufaskapur af okkur hálfu en þetta blessaðist nú allt.

 

Indland, Nýja Delí, Agra, Jaipur

DSCF6774

Indland kom okkur skemmtilega á óvart.  Menningarlífið var virkilega lifandi, klæðnaðurinn litríkur og hver dagur í Indlandi er ævintýri útaf fyrir sig.

Við hjónin fögnuðum 8 ára brúðkaupsafmæli okkar í Indlandi sem var verður seint gleymt.

Eitt eftirminnilegasta augnablik ferðarinnar fyrir mig var fyrir utan Taj Mahal (borið fram Tasj Ma-hel). Ég lét sérsníða saríið sem ég klæddist daginn áður. Sem algjör græningi í sarí klæðnaði hafði ég litla þekkingu á því hvernig ætti að klæðast því, það kom því svo ótrúlega skemmtilega á óvart að nokkrar indverskar stúlkur komu að mér og vildu laga saríið til og fannst mjög spennandi að sjá útlending í þeirra þjóðarklæðum. Ég fagnaði því að sjálfsögðu og fékk frábæra kennslustund hjá þeim.

Hér fórum við í verksmiðju þar sem gerð eru Sari, dúkar, teppi og ýmis klæðnaður.

DSCF6142


Það var mjög gaman að getað valið eigin Sari og fengið það sérsniðið á mig.

Fyrstu nóttina gistum við hjá indverskri vinkonu minni og fjölskyldu. Hún er læknir og heilsumarkþjálfi. Þegar þau sóttu okkur fóru þau með okkur á æðislegan indverskan veitingastað í borginni í margra rétta máltíð. Þegar við komum síðan heim til þeirra buðu þau okkur síðdegis te og með því og buðu okkur svo að hvílast eftir ferðalagið frá Ísrael og svo skyldum við borða góða margra rétta máltíð aftur um kvöldið. Indverjar eru sannarlega gestrisnir og elska að borða góðan mat.

DSCF6085

Næsta dag sótti leiðsögumaður okkur og við héldum til Jaipur, Agra(Taj Mahal) og aftur til Nýju Delí. Myndin er tekin í Jaipur.

DSCF7116

Hér er mynd af dæmigerðum inverskum götumat.

DSCF7164

Þessi stúlka er eini kvennmanns kaupmaðurinn í New Delhi og tók við verslun sinni af faðir sínum. Hún selur ýmis krydd og indversk sælgæti. Litla búðin sem sést í bakgrunn er búðinn hennar og minnsta búðin í New Delhi.

Það er lítið mál að borða grænmetisfæðu og glútenlaust í Indlandi. Pantið papadons og Misi roti (svipað og naan-brauð nema úr kjúklingabaunamjöli, einstaklega gott), góð chutney og pickles í forrétt. Mismunandi curry og tandori réttir, grjón og njótið. Þannig var Indland.

Eitt gott ráð í mataræðinu þarna er að fara á veitingastaði á 5 stjörnu hótelum, þar er hreinlætið gott, enskumælandi þjónar og fyrsta flokks matur á góðu verði fyrir Íslendinga.


Taíland, Bangkok, Chaing Mai og Koh Samui

DSCF7908

Myndin er tekin í Mu Koh Ang Thong þjóðgarðinum. Fallegur staður með mörgum smáum eyjum, rétt hjá Koh Samui. Við fórum í bátsferð einn daginn að snorkla og njóta fallegu eyjanna.

DSCF7192

DSCF7197

DSCF7287


Það er alltaf við hæfi að kaupa eina kókoshnetu í Taílandi.

DSCF7304

Þessar konur gera taílenskt lostæti.

Í Bangkok fórum við á skemmtilegan matarmarkað þar sem við sigldum um á bát á milli bása (floating market). Endalaust af heillandi mat og framandi ávöxtum.

DSCF7594

DSCF7621

Enn eitt af eftirminnilegri augnablikum ferðarinnar var í fílaathvarfi í rétt fyrir utan Chaing Mai, athvarf sem einsetur sér að bjarga fílum úr ánauð. Þar eyddum deginum í að fæða, baða og vera með þessum æðislegu dýrum.

Tælendingar eru ofboðslega kurteisir og almennilegir í alla staði. Eina skiptið í allri ferðinni sem ég var hins vegar veik var eftir msg á hefðbundum Taílenskum veitingastað. Það leið þó fljótt hjá.

DSCF7673

76732

Morgunverður í Vikasa, Koh samui.

DSCF7662

Þetta kalla ég morgunverð með útsýni! Hér var borðað kvölds og morgna í Vikasa restort.

Eftir Chaing Mai héldum við til Koh Samui sem er hitabeltiseyja á Taílandsflóa og gistum á Vikasa retreat. Gist er í litlum einkakofum við sjóinn (sem er sérstaklega kósý þegar hitabeltisrigningin dynur á fyrir utan). Gistingin hjá þeim er á mjög sanngjörnu verði og innifalið í því að getað mætt í hreyfingu eins og pilates og yoga, allt með útsýni yfir sjóinn. Einnig er langflestur matur á veitingastaðnum þeirra vegan (og mikið um hráfæði). Meira gat ég ekki beðið um. Margir fara þangað til að sækja yoga kennaranámið sem þau hafa uppá að bjóða.


Indónesía, Balí

DSCF9153

DSCF9211

Stemningin sem við leituðum eftir í Bali var algjör afslöppun sem var akkúrat það sem við fengum.

Balí er sá staður sem stendur hvað helst upp úr hjá mér og við hjónin staðráðin í að koma hér aftur og gista á Ayana hótelinu í Jimbaran aftur. Þvílík paradís!!

DSCF8931

Ayana er risastórt resort í Jimbaranan með yfir 18 veitingastaði og tekur um klukkustund að keyra um á litlum golfbíl og skoða allt svæðið. Lengi hef ég átt mynd af Ayana uppá vegg heima hjá mér svo að koma hér loksins var algjör draumur og hálf óraunverulegt. Ég fæ enn gæsahúð yfir fegurðinni þar.

DSCF9639

Þjónustan í Ayana er sú besta sem ég hef á ævinni kynnst og lét ég vita af óþoli hjá mér og hvert sem ég fór í kjölfarið var vitað fyrirfram um óþolið og þjónar sögðu hvað þeir myndu vilja gera fyrir mig.

DSCF9545

DSCF9325

Kaldpressaðir djúsar og kókosjógúrt með ávaxtabakka í morgunmat, súkkulaði ís og áfengislausir drykkir við sólbekkinn um eftirmiðdag og nýr veitingastaður á hverju kvöldi lýsti dögum okkar í Ayana vel.

DSCF8489

DSCF8467

Við lentum ávallt á vingjarnlegu fólki í Bali.

DSCF8748

Ubud er í staðsett í hjarta Bali og margir kannast við staðinn úr Eat, Pray, Love myndinni sem var þar tekin upp. Ubud hefur fjölda hrísgrjónaakra, úrval af hráfæðisveitingastöðum, Yoga og mikil afslöppun.

Það eru svo ofboðslega margir góðir veitingastaðir sem við fórum á í Bali að erfitt er að telja þá upp enda afar auðvelt að borða hráfæði, vegan og hollt í Bali. Hér eru helstu staðirnir:

Sayuri í Ubud.  Þetta er klárlega einn af bestu hráfæðisveitingastöðum sem ég hef farið á yfir ævina. Ég pantaði mér hráfæðis lasagna og maðurinn minn Pad tai. Við nutum þess í botn og fengum okkur nokkra eftirrétti til að deila undir lokin. Næst þegar ég fer myndi ég vilja vera nær þessum stað og helst kíkja við daglega. Ubud er með endalaust af vegan og hráfæðisstöðum. Algjör draumur!

 

DSCF8002

Earth Cafe í Ubud. Earth Cafe er með nokkra staði á eyjunni og bjóða uppá mikið úrval af vegan, hráfæðis réttum, bæði mat, djúsum, morgunmat og eftirréttum. Við fórum hér tvisvar og smökkuðum dásamlegan vegan burger, burrito og fleira.

DSCF8819

Rock bar, Jimbaran Ayana. Þetta er vinsælasti veitingastaðurinn á Ayana og situr á klettunum við sjóinn þar sem þú færð ekki bara góðan mat heldur æðislegt útsýni. Rock bar býður uppá gríska og mediterranean matargerð. Fórum við tvisvar enda maturinn frábær í alla staði.

Kokolato, kókosís í Ubud. Æðislegur ís úr kókos, allar bragðtegundir góðar. Ég tala af reynslu!!


Kína, Beijing

 

DSCF0336

Kína er fjölmenn þjóð með fullt af perlum til að skoða. Við kíktum auðvitað í Kínamúrinn og fleiri þekkta staði eins og Forboðnu borgina.

Menningarlífið er fjölmennt, annasamt og mjög skemmtilegt að hrærast í.

DSCF0191

Hér erum við á leið upp kínamúrinn.

DSCF0269

 


Komin á toppinn.

DSCF0310


Ég elska að klæðast kínverskum klæðnaði enda svo fallegur.

DSCF0206

Hér er ég eftir að góð mynd hafði verið tekin enda langt ferðalag framundan sem kínverskir kjólar og skór getað ekki borið.

DSCF0675


Kínverjar elska selfies. Ég hélt ég væri að kynnast menningunni með því að klæða mig upp en margir héldu að ég væri fræg eða hluti af einhverri sýningu.

Það er hægara sagt en gert að reyna að útskýra eitthvað fyrir Kínverjum enda margir sem ekki kunna ensku. Sem dæmi lenti ég í nær klukkustundar (að mér fannst) samtali við afgreiðslustúlku til að komast að því hvort það væri glúten í vefju hennar. Hún reyndist á endanum vera glútenlaus og var mjög góð.

Ég er persónulega ekki hrifin af kínverskum mat svo staðirnir sem ég sótti hér meira með hefðbundum mat. Ég er þó mjög hrifin af te menningu Kínverja og kom heim með nóg af því.

DSCF0624

Nestistaskan eitt skiptið í ferðinni.

Helstu staðir sem ég mæli með í Beijing eru:

Taco bar, í Sanlitun. Við hjónin fórum hingað tvisvar. Frábærar tacos og enskumælandi þjónustufólk.

Juice by Melissa, ég nýtti mér að panta safa fyrir dagana hjá mér og fékk það sent uppá hótel. Fín verð og sendingarkostnaður ódýr.

Glo x kitchen, frábær staður með paleo og vegan mat í boði. Ég fór hér tvisvar.

 

UAE, Dubai

DSCF0977

Síðasta stoppið okkar fyrir heimför var Dubai. Stórborg byggð í eyðimörk. Þar sem við vorum í júlí var hitastigið komið upp í 40 gráður eða meira svo það var betra að halda sig inni í verslunarleiðöngrum enda býður Dubai uppá einhver stærstu moll í heimi.

Mollin í Dubai eru ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð og voru ýmist skíðasvæði og skautasvell í boði eða risastórt fiskibúr með hákörlum og margt fleira. Mjög öðruvísi upplifun.

DSCF0864

Dubai býður uppá flottar verslanir og er tax free borg. Mjög spennandi líka að fara upp í Burj Khalifa bygginguna sem er sú hæsta í heiminum.

Við höfðum lítið verslað í gegnum ferðalagið enda með sitthvorn bakpokann allan tímann svo hér nutum við þess að sóla okkur í tvo tíma á morgnana og versla svo yfir daginn og borða góðan mat.

DSCF1063


Hér bauð kokkurinn mér að kynnast matargerðinni í eldhúsinu. Því var ekki neitað.

Það er greinilegt að heilsusamlegur matur er vinsæll í Dubai enda margir frábærir kostir í boði og alltaf hægt að finna eitthvað gott að borða. Hér eru helstu staðirnir sem ég fór á:

Life n one cafe, ótrúlega krúttlegur og góður hráfæðis veitingastaður í Dubai. Við fórum hingað fyrst fyrir morgunmat og síðar fyrir kvöldmat.

Organic food and cafe, matvöruverslun. Svipuð og Whole Foods í Bandaríkjunum eða Heilsuhúsið hér á Íslandi. Mikið úrval af heilsufæði, bætiefnum og öðru.

Bestro, á fjórðu hæð í Dubai mall. Hráfæðis veitingastaður í flottari kantinum með frábæru úrvali og góðum mat. Ég var ekki svikin af hráfæðispizzu, grænkálssalati og piparmyntu ís!

Við fórum svo aukalega á nokkra ítalska veitingastaði enda var ég farin að læra að það væri alltaf hægt að fara á þannig staði og biðja um dýrindis salat, grillað grænmeti og/eða góðan fisk.

Eftir þessi meðmæli gætir þú tekið eftir að eitt af áhugamálum liggur í að ferðast og kynnast nýrri matargerð og menningu.

Ég vona að bréfið hafi verið gagnlegt og ekki hika við að spyrja í athugasemdum ef þú ert með einhverjar spurningar. Það væri líka gaman að heyra frá þér hvert þú ert að halda næst í ferðalag og hverju þú mælir með!

Fylgstu svo með hér næstu bréfum þar sem ég mun deila girnilegum jólauppskriftum! Mmm..

Ef þú átt eftir að kynna þér jólatilboð Lifðu til fulls, getur þú gert svo hér.

Þar til næst.

Heilsa og hamingja,
jmsignature

print

Skráðu þig fyrir vikuleg hollráð að aukinni orku - það er ókeypis!

Fáðu strax „Sektarlaus sætindi fyrir mjórra mitti” rafbók!

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegt að fylla út reiti merkta *

Pin It on Pinterest

Share This

Fáðu ókeypis uppskriftir

  • 7 einfaldar uppskriftir
  • Hvaða sætugjafar eru betri
  • Brownies, orkukúlur o.fl.
x