Settu þér markmið og náðu þeim
spelt
Spelt eða Heilhveiti?
28th February 2013
Kókoshnetan
12th March 2013
spelt
Spelt eða Heilhveiti?
28th February 2013
Kókoshnetan
12th March 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Settu þér markmið og náðu þeim

Ég elska að setja mér markmið og ég elska líka að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama.

En því miður er sannleikurinn sá að það eru alls ekki allir sem hafa gaman að því að setja sér markmið og sumir hafa hreinlega aldrei haft fyrir því.

Ég hef sjálf samt ekki alltaf verið góð í að setja mér markmið og áður fyrr féll ég oft í þá gryfju að setja mér of háleit markmið og endaði yfirleitt á því berja sjálfa mig niður sökum lélegs árangurs.

Og á endanum var ég yfirþyrmd, þreytt og leið illa.

Ég ákvað að kanna málið frekar og skoða afhverju ég endaði alltaf á uppgjöf í stað þess að klára markmið mín til fulls og ég komst að því að þetta á allt beina samleið með hugarfarinu einsog svo margt annað í lífinu.

Ég fann að ég þurfti að hætta að setja mér markmið sem voru að draga úr mér orku og lífsþrótt og í staðinn koma á hugarfari sem gaf mér til baka og hjálpaði mér að ná mínum ásetningum.

Það var þá sem ég fór loksins að ná markmiðum mínum aftur og aftur!

-Orkuþjófur: Til þess að ég næði markmiðum mínum hélt ég að ég þyrfti að vita allt til enda. Ég eyddi tímunum saman í að skipuleggja leiðina allt til enda, sem olli mér hugarangri.

+Orkugjafi: Einbeittu þér frekar að einu skrefi í einu og ekki hafa áhyggjur af því að taka vitlaust skref. Þú getur alltaf fínpússað seinna meir.

-Orkuþjófur:: Að setja markmið sem þú ræður ekki við, þú munt kannski skamma mig hérna en þetta á t.d  við markmið í tengslum við þyngdartap þitt eða innkomu þína. Við höfum því miður ekki alltaf beina stjórn á þyngd okkar né innkomu.

+Orkugjafi: Settu þér takmörk sem þú ræður við og þá sem jafnframt hefur ÁHRIF á þyngd þína og innkomu. Sem dæmi fyrir þyngdartap: Settu þér frekar markmið fyrir daglega hreyfingu, heilsusamlegar matarvenjur eða svefn (já, svefn hefur áhrif á þyngdartap).

-Orkuþjófur: Að undirbúa sig EKKI fyrir því að missa dampinn og fara út af laginu. Því miður þá vitum aldrei hvað lífið ber í skauti sér og þurfum við því að vera við öllu búin.

+Orkugjafi: Gerðu ráð fyrir því að mistakast og missa dampinn! Mistök eru til staðar svo að þú lærir af þeim og þau tímabil reyna á hversu mikið þú vilt í raun ná takmarkinu!

-Orkuþjófur: Ekki allir geta notað orðið markmið og hef ég fundið að fyrir suma veldur það þeim streitu og lætur þeim líða illa.

+Orkugjafi: Fyrir aðra getur verið betra að nota orðið sköpun. Hvað vilt þú skapa? Ímyndaðu þér að þú hafir líf þitt í hendinni, hvað vilt þú að verði úr því? Fyrir marga er þetta afslappaðari hugsun!

-Orkuþjófur: Að hafa markmið þín alltaf í sama sýnilega forminu! Oft er það þegar ég hef fundið mynd sem átti að tákna markmið mín að þá með tímanum fölnaði myndin og varð á endanum bara eitt af þeim veggskrautum sem hékk hér á heimilinu.

+Orkugjafi: Í stað þess að alltaf hafa það sama breyttu til hvernig þú skoðar markmið þín með regulegum hætti. Sem dæmi gætir þú notað mynd einn mánuðinn sem þú sérð fyrir þér á meðan annan mánuð notar þú setningu sem þú minnir þig á og enn annan mánuð notar þú töflu þar sem þú hefur sett nokkrar myndir af markmið þínum eða sköpun. Þetta er vinna, en ef þú vilt ná markmið þínum er þetta lykilatriði! Undirmeðvitund þín leitast eftir því að skapa það sem þú matar hana á. Mundu líka að skrifa markmið þín alltaf niður í heild sinni í byrjun, sama hvernig þú svo minnir þig á þau.

Annað hollráð sem ég vil deila með þér að lokum er að  gaspra ekki markmiðum þínum í alla sem vilja heyra! Oft vill fólk ekki að við verðum fyrir vonbrigðum og reynir að draga úr háleitum markmiðum okkar því það efast um að við getum náð þeim. Stundum verður fólk líka einfaldlega afrbýðisamt og þar fram eftir götunum.

Ég hvet þig því að deila markmiðum þínum með traustum vin, maka, þjálfa eða mentor.

Talandi um stuðning, þá er ég hér til þess að hjálpa þér við það sem þú vilt skapa þér.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *