Plöntumiðað mataræði og Crossfit. Viðtal við Önnu Huldu..
Ég er flutt til LA!
18th October 2016
Forsíða Vikunnar
Forsíða Vikunnar!
1st November 2016
Ég er flutt til LA!
18th October 2016
Forsíða Vikunnar
Forsíða Vikunnar!
1st November 2016
Show all

Plöntumiðað mataræði og Crossfit. Viðtal við Önnu Huldu..

mataræði og Crossfit

Þar sem ég æfi sjálf mjög mikið og er að mestu leiti vegan fæ ég ótal margar spurningar tengdar mataræði mínu. Mér fannst því kjörið að taka viðtal við Önnu Huldu sem er einstaklega kraftmikil og áhugaverð kona og aðhyllist líka plöntumiðað mataræði.

IMG_8356
Anna keppir í Crossfit og lyftingum og hefur farið tvisvar sinnum á Crossfit games, með liði CFR, sem haldnir eru í Los Angeles, Kaliforníu. Hún hefur einnig keppt sem einstaklingur á Regionals þar sem Evrópa og Afríka etja kappi en þar hafnaði hún síðast í 9. sæti þegar hún keppti sem einstaklingur. Einnig er hún fyrrum norðurlandameistari í lyftingum og hefur sett ýmis Íslandsmet, hvorki meira né minna en 36 sinnum samtals. Einnig er hún móðir og starfar sem nýdoktor við Háskóla Íslands í verkfræðideild þar sem hún lauk nýverið doktorsprófi. Ég kynntist Önnu um það leiti sem ég var að skrifa bókina og heillaðist algjörlega af þeim árangri sem hún hefur náð með lyftingum og plöntumiðuðu mataræði.

Hún og maðurinn hennar lifa og hrærast í lyftingum og lifa heilbrigðum lífsstíl en þau eru bæði grænmetisætur og tileinka sér að mestu vegan mataræði. Anna er sannarlega gott dæmi um hversu langt er hægt að ná með plöntumiðað mataræði sem styður við orku og úthald.

IMG_8353

Ég vona að Anna veiti þér innblástur, líkt og hún hefur veitt mér, þegar kemur að hagræða mataræðinu samhliða Crossfit og/eða lyftingum.

IMG_8348

Hvað kveikti áhuga þinn á Crossfit?

Ég þurfti að koma mér á rétt ról og aftur í form eftir skrýtið og erfitt ár. Ég hafði í raun lítið sem ekkert hreyft mig í heilt ár eftir að ég átti dóttur mína, en mamma mín lést á sama tíma og engillinn minn kom í heiminn, sem tók mig svolítið úr sambandi við umheiminn um hríð. Ég þekkti Annie [fyrrum heimsmeistara í Crossfit] frá því að ég var lítil úr fimleikunum en ég var sjálf í landsliðinu á yngri árum. Mér fannst því tilvalið að prófa þessa íþrótt sem hún var að standa sig svona frábærlega í.

 

Hvað varð til þess að þú breyttir mataræðinu í 90% vegan og hvernig mun fannstu á þér?

Eftir að mamma greindist með krabbamein og lést mánuði síðar lagðist ég í smá rannsóknarvinnu á mataræði í tengslum við krabbamein og í framhaldinu ákvað ég að gera tilraunir á sjálfri mér. Um tíma varð ég alveg raw vegan en fór svo aftur að bæta við fleiri fæðutegundum. Mér leið rosalega vel á því að vera raw vegan og finn að það mataræði hentar líkama mínum rosalega vel, en það krefst smá nosturs og tíma að undirbúa það svo ég gafst aðallega upp vegna þess.

Í dag er ég grænmetisæta, ég borða ekki mjólkurafurðir nema stundum Whey prótein og auk þess fæ ég mér stundum egg. Að öðru leiti er ég vegan. Helsti munurinn er að mér finnst ég ekki vera jafn þung á mér líkamlega og andlega.

 

Ef þú gætir gefið eitt gott ráð fyrir þá sem eru að byrja í Crossfit hvað væri það?

Bara njóta þess að geta hreyft sig og hafa gaman og ekki gleyma að mataræðið spilar stóran þátt í öllum árangri.

IMG_8351

Nú ertu móðir og doktor í verkfræði í fullu starfi, hvenær og hversu oft æfir þú?

Það er mjög misjafnt. Undanfarið hef ég náð 2-3 stuttum æfingum á virkum dögum, gjarnan eldsnemma á morgnana fyrir vinnu og svo reynum við fjölskyldan að æfa laugardaga og sunnudaga saman.

 

Hvar færð þú helst próteinið?

Í hreinskilni sagt að þá pæli ég lítið hvort ég sé að fá nóg af próteini enda fæ ég svo agalega mikið af vörum með próteini gefins frá t.d Myprotein.

Próteininntaka mín kemur þá helst frá brúnum grjónum, soja, allskonar baunum og borða ég mikið af Edamame baunum sem eru próteinríkar og tófu.

 

Hvað borðar þú fyrir og eftir æfingu fyrir hámarks árangur?

Ég tengi mat ekki við æfingar heldur bara við það hvenær ég er svöng. Ég borða yfirleitt aldrei áður en ég fer á æfingu en eftir æfingu finnst mér best að fá mér skálina á Gló.

 

Hvað gerir þú sérstakt í mataræðinu þegar þú ert að undirbúa þig fyrir keppni?

Þegar ég keppi í lyftingum passa ég meira upp á mataræðið því þá er keppt í þyngdarflokkum og ég reyni þá að borða létta en orkuríka fæðu svona viku fyrir keppni. Ég hugsa minna um það fyrir Crossfit keppnir.

IMG_8346

Hver er uppáhalds uppskriftin þín úr Lifðu til fulls bókinni?

Þær eru allar svo frábærar. Ég er sérstaklega hrifin af krukkusalat uppskriftunum.

 

Fyrir hvern finnst þér bókin kjörin?

Mér finnst  afar mikilvægt að hafa góða heilsu og búa yfir mikilli orku til að takast á við þéttbókaða daga. Bókin er því  kjörin fyrir þá sem eiga annríkt og vilja halda í heilsuna og borða hreina fæðu.

 

Hverja telur þú vera kosti þess að borða hreint og plöntumiðað fæði?

Gott fyrir sálina, líkamann og umhverfið.

 IMG_8354

Hvað er framundan hjá þér og hvar getum við fylgst með þér?

Í byrjun nóvember fer ég til Þýskalands að keppa á stærsta Crossfit móti Þýskalands, það er svona það næsta í íþróttunum hjá mér.

Það er hægt að fylgjast með mér á facebook: https://www.facebook.com/annahuldaolafs/ og instagram: https://www.instagram.com/annahuldaolafs/

——-

Ég vona að greinin hafi vakið áhuga þinn og væri ótrúlega gaman að heyra frá þér..

Stundar þú íþróttir? Hvað hefur þér fundist henta þegar kemur að æfingum og mataræði?

Ef greinin var áhugaverð, deildu þá endilega á Facebook!

 

Þar til næst…
Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *