Fáðu matarskipulagið mitt og uppskriftir!
3 fæðutegundir sem við ættum öll að borða!
24th April 2018
Fylltar döðlur fyrir Eurovision og mæðradagskaffið
8th May 2018
3 fæðutegundir sem við ættum öll að borða!
24th April 2018
Fylltar döðlur fyrir Eurovision og mæðradagskaffið
8th May 2018
Show all

Fáðu matarskipulagið mitt og uppskriftir!

Hæhæ!

Síðasta sunnudag frá fjögur til fimm var ég í eldhúsinu að undirbúa vikuna framundan. Þetta er orðin föst rútína hjá mér sem hefur spilað lykilhlutverk í að ég haldi mér við heilbrigðan lífsstíl!

Ég geri þá nokkrar einfaldar uppskriftir sem flýta fyrir eldamennskunni og geri ísskápin að nokkurs konar “hollustu sjálfsala” ef svo má segja (ólíkt hefðbundum sjálfsölum sem við sjáum víða með samlokum og súkkulaði). Minn er þá fullur af fallegum chiagrautum, tilbúnum réttum og sósum. Allt klárt fyrir okkur hjónin þegar svengdin kallar.

Á öllum mínum námskeiðum og þjálfunum legg ég mikið uppúr einföldu matarskipulagi og gef matseðil frá morgni til kvölds (og meira að segja innkaupalista) enda þekki ég hversu auðvelt er að koma með afsökun um uppgjöf ef eitthvað virðist flókið eða tímafrekt. Ef þú spyrð einhvern sem er á námskeiði mínu færðu að heyra hvað ég geri hlutina einfalda og bragðgóða! Ég hvet alla til að gefa sér klukkustund yfir helgina svo réttir vikunnar taki síðan ekki nema 15-30 mínútur.

Í dag langar mig því að deila með þér sunnudags-matarskipulagi mínu svo þú getir byrjað að hafa hollustu aðgengilegri fyrir sjálfa/n þig!

Mig langar ekki bara að segja þér hvað ég geri heldur hef ég sett saman stuttan leiðarvísi sem þú getur sótt HÉR. Getur þú prentað hann út eða haft hann tilbúinn í snjallsímanum um næstu helgi. 🙂

 DSC_2508

Hugmyndir að matarskipulagi vikunnar

  • Í ísskápnum er gott að eiga grænmeti og ávexti til að nota milli mála og í rétti vikunnar.
  • Kínóa er æðislegt til að nota yfir salöt eða dressingar
  • Hummus er góður til að eiga og nota yfir salöt eða á góða brauðsneið eða hrökkbrauð.
  • Dressingar gera síðan salötin oft miklu meira spennandi og flestar dressingar geymast í allt að viku í kæli.
  • Ég á alltaf chiafræ sem hafa verið lögð í bleyti í ískápnum. Chiafræin blása út í vökva og fá búðingskennda áferð, þannig eru þau auðmeltanlegri og frábær til að bæta útí búst, drykki eða jógúrt. Þau geymast þannig í allt að fimm daga.
  • Kókosjógúrtin mín eru frábær til að grípa í morgunmat eða milli mála. (Svo er önnur dásamleg uppskrift sem ég gef í skipulagsleiðarvísinum hér)
  • Hrákúlur sem seðja sykurlöngunina. Annað gott ráð er að eiga eitthvað sætt til að grípa í þegar sykurlöngunin læðist upp að manni. Það er algjör lúxus að eiga þessar dásamlegu orkukúlur í kæli til að fá sér með góðri samvisku.

Chocolate-Chia-Balls-1  DSC_2664

Breyttur lífsstíll þarf ekki að vera flókinn og erfiður. Ef skipulagsleysi er eitthvað sem þú hefur glímt getur þú skráð þig hér – og fengið sunnudagsmatarskipulagið mitt!

Skipulagsskjalið er ókeypis sýnishorn af því sem við leggjum áherslu á í námskeiðinu Frískari og orkumeiri á 30 dögum, en þar er skipulagið allt gert fyrir þig. 30 daga matseðill frá morgni til kvölds, innkaupalistar og ráð fyrir búðarferðir og daglegt líf, allt til þess að einfalda hlutina sem mest!

Gangi þér vel að gera þessa viku holla og bragðgóða og segðu mér frá í spjallinu að neðan hvað þér finnst gott að gera til að halda þig við heilbrigðan lífsstíl.

Endilega deilið yfir á samfélagsmiðla!

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

3 Comments

  1. Bryndis says:

    Geymiru dödlur í ísskápnum?

  2. Bryndis says:

    seturu dödlur og fræ í ískápinn?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *