Leynitrixið mitt að góðri hráköku
hráfæði
Ávinningar af hráfæði um jól
2nd December 2014
ráð að orku
Jólagjöf: 5 ráð að orku + vikuáætlun
16th December 2014
hráfæði
Ávinningar af hráfæði um jól
2nd December 2014
ráð að orku
Jólagjöf: 5 ráð að orku + vikuáætlun
16th December 2014
Show all

Leynitrixið mitt að góðri hráköku

Hráköku uppskriftir

Hráköku uppskriftir eru breytilegar eftir höfundum en alltaf eru hrákökur úr náttúrulegum innihaldsefnum betri kostur en hefðbundna kakan sem er full af sykri og öðru sem getur verið óæskilegt heilsu okkar. Svo í raun og veru geturðu ekki klikkað með því að velja þér hráköku.

Þessi þrjú innihaldsefni eru þau sem ég leitast við að nota þegar ég geri hráköku til að hún hámarki vellíðan, þyngdartap og upptöku næringarefna, og er jafnframt mitt leynitrix í hrákökugerð.

Hafðu þessa þrjá hráefnaflokka bak við eyrað næst þegar þú sérð girnilega hrákökuuppskrift.

 

Sæta sem veitir jafnvægi

Vert er að skoða það sætu-efni sem er notað í hráköku uppskrift. Hvítur sykur og fleiri sætuefni valda blóðsykurskoti í líkamanum, lifrin vinnur úr sykrinum og umbreytir þeim sykri (frúktósa) sem hann getur ekki unnið úr í fitu.

Fita sest þá að í líkamanum og kallar á meiri sætu.

 

1

Sætuefni sem hækka blóðsykur eru m.a: hvítur sykur, cane sugar, hrásykur, agave síróp, hlynsíróp

Einnig er mikilvægt að sætan gefi nógu sætt bragð en sé ekki takmörkuð svo mikið að kakan verði vond og óæt. Stevia dropar geta t.d gefið beiskt eftirbragð og finnst mér gott að blanda því með annari sætu. Á hrákökunámskeiðinu er farið betur í sætuefni sem ég kýs að nota og hvernig ég blanda þeim saman, þú getur farið hér til að lesa meira um námskeiðið.

 

Hráefni sem styður við línurnar

 

IMG_0462

Eitthvað sem ég nota óspart í mínum uppskriftum er kókos. Ég nota kókosafurðir þar sem kókos inniheldur nánast engin kolvetni sem gerir hann frábæran kost fyrir þá sem vilja passa línurnar. Þar sem kókoshnetan hefur ekki afgerðandi bragð er auðvelt að samsetja kókosafurðir með öðru.

Þú getur lesið meira um kókosafurðirnar í grein frá mér hér

Þar sem ég hef reynslu af viðkvæmri meltingu og ristilkrampa (iðruólgu) er ég sérstaklega hrifin af kókosolíu þar sem hún bætir meltingu.

Góð þumalputtaregla er að leita eftir köku sem inniheldur hráefni sem styður við þyngdartap og eru afurðir kókoshnetunar eitt frábært dæmi um það.

Á hrákökunámskeiðinu ræði ég meira um hvernig ég samset kókosafurðirnar fyrir góða upptöku og bragð og jafnframt hvaða fleiri hráefni ég nota sem styðja við léttari líkama.

 

Holl Fita

Ólíkt sykri er fita hvað lengst að fara í gegnum meltinguna og veitir okkur seddu og heldur blóðsykri í jafnvægi.

Fita er einnig nauðsynleg fyrir upptöku annara næringarefna þar sem líkaminn meltir önnur næringarefni samhliða henni.

Ef þú hefur einhverntíman smakkað hráköku þá hefur þú líklega fundið þig vera sadda fyrr og jafnvel ekki borðað eins mikið af henni og þú hefðir kannski gert af venjulegri köku.

Það er einmitt einn af mörgum kostum við hrákökur, erfitt er að borða of mikið af henni í einu.

Þetta eru mín leynitrix þegar ég er heima í eldhúsinu að búa til nýja hrákökuuppskrift og vona að það hafi hjálpað þér þegar þú ákveður næstu hrákökuuppskrift sem þér langar að búa til.

Mig langaði bara að deila þessu með þér, en þetta er aðeins brot af fræðslunni sem ég mun fara dýpra í á hrákökunámskeiðinu í kvöld, svo ef þetta vakti áhuga þinn mæli ég eindregið með að þú skrár þig hér og tryggir þér síðustu sætin.

Annað sem ég tók eftir þegar ég gerði mínar eigin hrákökur er sparnaðurinn sem var fólgin í því að gera mína eigin. Því ég gat keypt mér hrákökusneið útí búð á 900 kr. eða gert veglega hráköku heima með 12 sneiðum og kostaði hráefnið mig kannski 2.500-3.000 kr.

Ef við reiknum frekar, sjáum við að sparnaður við að gera hráköku heima er allt að 8300 kr.

 

2

Njóttu góðrar kvöldstundar og farðu hér til að gera þína eigin „sæta hráköku” heima

Enda til mikils að vinna þar sem heilsa þín, vellíðan og fjárhagur getur farið betur.

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

p.s Hrákökunámskeiðið í kvöld er haldið í Kópavogi kl 17:30. Ef þú býrð útá landi og vilt koma á hrákökunámskeið þá held ég líka námskeið á Akureyri á mánudaginn

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

2 Comments

  1. Una Sigurliðadóttir says:

    Mig langar að fá þessa rafbók en þegar ég sendi beiðni er mér sagt að uppfæra stillingar. Ég get ekki séð að eitthvað sé rangt í mínu nafni eða Emali

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *