Kókoshnetan
Settu þér markmið og náðu þeim
5th March 2013
Hollráð fyrir aukna brennslu á líkamsræktarstöð
19th March 2013
Settu þér markmið og náðu þeim
5th March 2013
Hollráð fyrir aukna brennslu á líkamsræktarstöð
19th March 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Kókoshnetan

Hefur þú séð nýlega hvað kókoshneta hefur margar afurðir?

Ég hef fengið þó nokkrar fyrirspurnir frá konum hjá mér í þjálfun um hver sé munurinn á öllu þessum kókosvörum og hvað á eiginlega að gera við þetta allt saman! Þetta eru góðar spurningar því það getur verið mjög ruglandi að finna út hvað á að nota hverju sinni!

Mér datt í hug að þú gætir haft gagn af svörunum líka og birti því hérna stutta grein og umfjöllun um kosti kókoshneturnar. Í hvaða formi þú getur keypt hana og hvernig best er að nota hverja afurð.

Áður en ég segi þér frá mismunandi tegundum af kókos sem fást út í búð vil ég skilgreina betur fyrir þér hvað kókoshnetan er og hvað hún getur gert fyrir þig.

Hvað er kókoshneta, eiginlega?

Kókoshneta er plöntuávöxtur sem finnst gjarnan í Suður Afríku, Ástralíu og Indlandi. Kókoshnetan er mjög nærandi og rík af trefjum, vítamínum og steinefnum.

Kókoshnetan hefur marga góða eiginleika og meðal annars:
Styrkir ónæmiskerfið
Inniheldur góða trefja
Inniheldur góða fitu
Hjálpar hári þínu að verða heilbrigt
Getur minnkað sveppasýkingar
Styrkir bein
Dregur úr húðþurrk

Hægt er að nota kókos í eldamennsku, á líkamann, og gjarnan notað í ýmsum lækningarmeðferðum. Kókoshnetan er mjög fitulítil og er frábær staðgengill mjólkurvara. Einnig er hún glútenlaus og gjarnan notuð í Paleo mataræði.

Hvar sé ég kókoshnetuna út í búð?

Kókosolíu í krukkum
Kókosolíu í smjörpappír
Kókosvatn í fernum
Kókosmjólk í dósum
Kókoshveiti í pokum
Kókosmjöl
Kókosflögur

Kókosolía í krukkum:
Kaldpressuð kókosolía er hituð í vinnslu undir 38 gráðum og því er bragðið og áferðin sérlega góð. Kókosolían er einstaklega holl og góð fita, sem gott er að nota í hráfæðiseldamennsku, í boozt drykki, í bakstri eða með því að bera á húðina til að viðhalda mýkt.

Kókosolía í smjörpappír:
Er ódýrari kostur en kókosolían í krukkum og góð að nota til steikingar og/eða í bakstri.

Kókosmjólk:
Kókosmjólkin inniheldur kjötið og mjólkina úr heilum kókoshnetum. Kókosmjólkin er rjómakennd og  bragðgóð og notuð sérstaklega í matargerð í stað rjóma eða jógúrts. Kókosmjólkin getur einnig verið ótrúlega nærandi fyrir hárið!

Kókosvatn:
Kókosvatnið er ótrúlega hressandi og nærandi. Kókosvatnið finnst mér frábært að nota í boozt drykki eða að drekka eitt og sér.

Kókoshveitið:
Kókoshveitið er trefjaríkt og glútenlaust. Það er dýrari en önnur hveiti en mjög hollur og bragðgóður kostur.

Kókosflögur:
Frábærar til skreytingar á hráfæðiseftirréttum, ofaná morgungraut eða sem snarl!

Kókosmjöl:
Kókosmjöl er þekktast og gjarnan notað í almennum bakstri, sem skraut á kökur eða í hráfæðiseftirréttum

Vertu svolítið djörf og prófaðu einhverja nýja kókosafurð sem þú hefur ekki prófað áður!

Póstaðu þinni uppskrift og deildu með okkur hver þín uppáhalds kókosafurð er eða komdu með spurningu hér að neðan!

 

Hollráð í kókos notkun:
Fyrir suma sem upplifa óþægindi með kókos getur verið gott að blanda fleiri kókoshnetuafurðum saman í eina uppskrift, þetta getur bætt meltingu þína og virkað betur fyrir þinn líkama.
Þú gætir því prófað að blanda kókosmjólk, kókosvatni og kókosolíu í boozt og sjá hvort það fari betur í þig en t.d. bara kókosmjólkin ein og sér í sama magni!!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *