Orkugefandi og fljótlegir kínóagrautar!
Hvað þarf til að sleppa sykri?
9th January 2018
Vanillu- og myntudraumur sem seðjar sykurþörfina!
23rd January 2018
Hvað þarf til að sleppa sykri?
9th January 2018
Vanillu- og myntudraumur sem seðjar sykurþörfina!
23rd January 2018
Show all

Orkugefandi og fljótlegir kínóagrautar!

Eitt það besta sem ég get hugsað mér á kuldalegum morgnum er þessi dásamlegi grautur, hann er svo sætur og einfaldur…

Það er meira að segja hægt að gera grautinn kláran fyrir vikuna á aðeins 5 mínútum á sunnudagskvöldi. Algjör snilld!

Þá morgna sem þú hefur nokkrar mínútur aflögu getur verið gaman að skreyta grautinn örlítið.

Grauturinn gefur mér orkuna sem ég þarf til að tækla verkefni dagsins, stökkva í ræktina og gerir mig sadda fram að hádegi. Ég finn líka að með góðum morgunverði eins og þessum hef ég ekki eins mikla þörf á að narta eða sækjast í eitthvað sætt frameftir degi.

Ég breyti reglulega til hjá mér í morgunmatnum og deili með þér tveimur útfærslum hér! Þú verður að prófa!

DSC_8081

Þessi grautur er ein af mörgum uppskriftum úr ókeypis 14 daga sykurlausu áskoruninni sem hefst eftir viku!  Ef þú hefur ekki nú þegar skráð þig mæli ég með að gera svo hér, enda fleiri girnilegar uppskriftir sem bíða!

Fyrstu uppskriftirnar og innkaupalistinn í ókeypis áskoruninni verða send út á föstudaginn. Margir hafa beðið eftir þessari áskorun í tæplega ár svo ekki klikka á að vera með okkur með ókeypis skráningu. Þú hefur engu að tapa!

DSC_8062b


Grautinn má sjálfsagt útfæra á fleiri vegu og aðeins hugmyndarflugið sem getur stoppað þig. Ég sýni hér annars vegar graut með kakói (því suma daga þarf maður smá kakó) og hins vegar sætan graut með berjum.

Chiafræ og kínóa gefa frábært prótein og fyllingu.  Berin og kakóið gefa veita andoxunarefni sem hjálpa við hreinsun og geta unnið gegn sykurlöngun.

Á morgnana má einfaldlega hita grautinn upp eins og þú gerir við venjulegan hafragraut, eða bæta útá soðnu vatni. Grautinn er líka góður kaldur.

DSC_8175

Orkugefandi og fljótlegir kínóagrautar á tvo vegu 

~ uppskrift fyrir 2

1 1/2 bolli kínóaflögur eða soðið kínóa 

1 3/4 bolli vatn

1 bolli möndlumjólk (eða notið meira af vatni)

1/2 tsk vanilluduft

1/2 tsk salt

Berið fram með:

kældri kókosmjólk (ég nota frá Coop, sem fæst í Nettó)

möndlumjólk

chia fræjum (ég nota frá himneskt)

tahini (ég nota dökkt tahini frá monki)

DSC_8168

Fyrir jarðaberjagraut:

1/2 bolli sykurlaus jarðaberjasulta frá via health.

fersk mynta og jarðaber

DSC_8173

Fyrir kakógraut:

bananasneiðar

kanil og kakóduft eftir smekk

Einu sinni til tvisvar í viku:

Sameinið kínóaflögur, vatn, möndlumjólk og salt í glerkrukku eða box. Bætið við jarðaberjasultu eða kakó og kanil eftir því hvaða graut er fyrir vali. Geymið í kæli. Uppskriftin er fyrir tvo svo ef þið viljið gera graut fyrir næstu 4 daga einfaldlega tvöfaldið uppskriftina.

Leggið chia fræ í bleyti (c.a 1/4 bolli chia fræ og 3/4 vatn)og geymið í kæli. Chia fræjin geymst í kæli í allt að 5 dögum.

1. Um morguninn má setjið öll hráefni í pott, leyfið suðu að koma upp og lækkið helluna. Leyfið að malla í 5-10 mín. Einnig er sniðugt að nota forsoðið kínóa og er þá nóg að hita það upp með örlítíð eða borða kalt.

2. Bætið chiafræjum útí. Berið fram með kókosmjólk, möndlumjólk og tahini. Bætið svo við ferskri myntu og jarðaberjum eða banana að vild.

3. Njótið sem lúxusmorgunverð á ferðinni!

Hollráð:

Hægt er að nota hafra í staðinn fyrir kínóflögur.

DSC_8156

Ég vonast til að sjá þig í ókeypis sykurlausu áskoruninni og láttu vita í spjallið að neðan..

Hvað finnst þér huggulegt að fá þér í morgunmat á kuldalegum dögum? Hefur þú prófað kínóflögur áður sem graut?

Endilega deilið á samfélagsmiðlum:)

Skráðu þig síðan til leiks í sykurlausu áskorunina! Sykurleysið hefur í alvörunni aldrei verið eins auðvelt og skemmtilegt eins og gerist með áskorun.

Skráning í ókeypis 14 daga sykurlausu áskorun fer fram hér. Við byrjum næsta mánudag 22.janúar

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *