Hvernig á að sleppa sykri og hvað á að nota í staðinn + 17. júní uppskrift!
sykurlausar uppskriftir
Ert þú með? Yfir 500 konur ætla að vera sáttar og sykurlausar frá næstu viku!
10th June 2014
prótein duft
5 gildrur megrunarkúrsins
24th June 2014
sykurlausar uppskriftir
Ert þú með? Yfir 500 konur ætla að vera sáttar og sykurlausar frá næstu viku!
10th June 2014
prótein duft
5 gildrur megrunarkúrsins
24th June 2014
Show all

Hvernig á að sleppa sykri og hvað á að nota í staðinn + 17. júní uppskrift!

sleppa sykri

 

 

Vilt þú sleppa sykri en hefur einhvern veginn bara ekki náð því alveg hingað til? Eða ert þú rugluð í því hvaða náttúrulega sæta þú ættir að nota í staðinn fyrir hvíta sykurinn því þú heyrir svo mismunandi hluti?

Ekkert getur verið meira svekkjandi

Í dag, ætlar gestur okkar Sigrún, Matarbloggari Cafesigrun.is að deila með okkur hvaða náttúrulega sætu hún notar og mælir með og hvaða skref ætti að taka þegar huga á að sykurminna líferni! (ásamt einni girnilegri uppskrift)

En rétt áður! Eigum við að ræða hvað það eru margir um borð í sykurleysinu?! Núna eru vel yfir 4000 manns skráðir og farnir að neyta sykurlaust meira segja á sjálfum Lýðveldisdeginum. Bylgjan, Svali útvarpsmaður, Vísir, Vikan (í þessari viku) og verslanir Nettó eru öll komin um borð, hvað með þig?

Málið er að sykurneysla Íslendinga hefur tekið stórt stökk upp á við á síðari árum og er sykurinn falinn á alveg óteljandi mörgum stöðum.

Vanlíðan í líkama er ekki eina einkennið sem sykurneysla hefur í för með sér heldur geta fjölmargir sjúkdómar veri fylgifiskur mikillar sykurneyslu þar á meðal aukin áhætta fyrir sykursýki, ofþyngd, Alzheimer‘s, krabbameini og hjartaáföllum. (eins og talað var um hér)

Flestir sem hafa prófað að vera án sykurs þekkja vellíðan sem því fylgir ásamt þyngdartapi og meiri orku

Hvíti sykurinn er vitaskuld sá versti fyrir heilsu okkar en hvaða „sykur” við ættum að neyta og hvernig ætti að skipta honum út getur flækst fyrir mörgum.

 

Í sykurlausu áskoruninni notum við hrátt hunang og steviu.

Sigrún matarbloggari segist neyta eins lítið af unnum sykri og hægt er en neytir t.d. mólassa, döðlusíróps, rapadura hrásykurs, hrátt hunang, ávaxta, stevia o.fl. en allt (fyrir utan Stevia) segir hún að sé samt „sykur“ þó ekki sé hann sá hvítasti. Mólassi inniheldur B vítamín og fjölmörg steinefni og er hráasta afbrigði sykursins. Hann hentar ekki í allan bakstur (mjög afgerandi bragð) og því getur verið gott að nota aðra sætu sem hentar í hverju tilviki fyrir sig.

Ef þið eruð að minnka hvíta sykurinn í hefðbundnum uppskriftum er reglan sú að minnka megi magnið um a.m.k. 30% án þess að maður finni mun á bragði. Þannig að ef uppskriftin kallar á 100 g af hvítum sykri má allavega í fyrsta kasti minnka hann niður í 70 g og svo vinna sig áfram með minna unninn sykur. Ég er óttalegur kökugrís en fyrsta spurningin er alltaf: Hversu litla sætu kemst ég upp með án þess að það bitni á bragðinu? Hafa ber þó í huga að við venjumst minna sætu bragði með tímanum.

 

PicMonkey Collage2

5 skref að því að sleppa sykri

 

1. Minnkið sykurinn í hefðbundnum uppskriftum

sem fyrsta skref og skoðið svo hvort skipta megi út hvíta sykrinum fyrir minna unninn sykur. Allur sykur er þó óþarfi og best væri að neyta aldrei sykurs!

 

2. Forðist að gefa ungum börnum óþarfa sykur

Mikilvægt er að sporna við þeirri afleitu þróun að gefa ungum börnum sælgæti á meðan þau hafa ekki einu sinni vit á því. Sæta í munni frá unga aldri kallar á sykurþörf síðar meir á ævinni

Sælgæti gerir okkur ekki sterk en það er heldur ekki „bannað“. Sælgæti á því að borða sparlega (en ég er alfarið á móti „Nammidögum“ því þeir kalla á ofátsköst og fær börn og fullorðna til að passa sig á virkum dögum en “detta í það” um helgar. Einnig sýndi MSc rannsókn mín að börn voru með nammidaga að AUKI við almenna sælgætis- og gosdrykkjaneyslu marga daga vikunnar og í of miklu magni. Meðalhófið er hér lykillinn. Vænlegri kostur (ef fólk vill í fyrsta lagi vera með sælgæti á borðum sínum) er að neyta lítils magns, kaupa t.d. gott súkkulaði og njóta þess í botn án samviskubits segir Sigrún

 

3. Lesið vandlega utan á innihaldslýsingu matvara.

Það er ótrúlegt hversu mikið af sykri leynist undir dulnefnum segir Sigrún

Stór partur af því að bæta heilsuna sé með því að borða minni af sykur en oft er hann yfirséður og geymist í unnum matvælum, pakkamat og fleiru.

Sæktu lista yfir helstu dulnefni sykurs frá Júlíu hér 

 

4. Eldið frá grunni og verið meðvituð um hvað fer í matinn ykkar.

Takmarkið skyndibita eða sleppið algjörlega og minnkið unnar fæðutegundir segir Sigrún. Aukin meðvitund um hvað er í matnum getur skipt sköpum segir Júlía.

 

5. Byrjaðu þar sem þú ert í dag

Sumum hentar vel að byrja stórt og henda út öllum sykri í hvaða formi sem er (einnig pasta, döðlum, ávöxtum þ.e. lágkolvetnafæða) en öðrum hentar betur að taka út sælgæti en leyfa sér t.d. döðlur og dökkt súkkulaði og vinna sig þannig áfram úr sykurneyslunni smátt og smátt.

Mörgum reynist erfitt að setja fæðutegundir á „bannlista“ og þarf að sníða það að hverjum og einum


Að lokum: borðið hægt, tyggið oft, og njótið matarins!

 

Hér kemur einn góð sykurlaus uppskrift frá Sigrúnu

 

stevia_1

Ananas og kókosís

Þessi ís er sá fyrsti sem ég prufa með stevia sætu eingöngu. Enginn viðbættur sykur er í ísnum. Ísinn er mjólkurlaus, glúteinlaus, hnetulaus, vegan og án viðbætts sykurs. Bæta má meiri sætu við t.d. kókossykri (e. coconut sugar) fyrir sætara bragð en hann var reyndar bara sætur og fínn svona. Best er að láta ísinn þiðna vel við stofuhita áður en hann er skafinn úr boxinu. Mjög mikilvægt er að nota sætan og vel þroskaðan ananas.

Innihald

  • 400 g ananas, snyrtur
  • 400 ml kókosrjómi (e. coconut cream)
  • 250 ml kókosmjólk (e. coconut milk)
  • 2 tsk límónusafi
  • 20 dropar stevia með kókosbragði
  • 2 tsk xanthan gum (fæst í heilsubúðum)
  • 70 g kókosmjöl
  • Ein lófafylli ristaðar kókosflögur (má sleppa)

 

Aðferð

 

  1. Snyrtið ananasinn (skerið miðjuna úr og hýðið af). Skerið í meðalstóra bita. Þið þurfið um 400 grömm.
  2. Setjið kókosrjóma og kókosmjólk í pott og hitið varlega en án þess að sjóði. Þegar blandan er orðin heit takið hana þá af hellunni. Kælið í um 10 mínútur.
  3. Setjið blönduna í matvinnsluvél eða blandara ásamt ananasbitunum. Maukið í um 3-5 mínútur. Hellið í stóra skál.
  4. Hrærið límónusafa, stevia og xanthan gum út í. Hrærið vel.
  5. Bætið kókosmjölinu saman við og hrærið vel. Smakkið til með fleiri stevia dropum ef þarf.
  6. Látið blönduna kólna í ísskáp í um 1-2 klukkustundir.
  7. Ef notuð er ísvél: Setjið blönduna í ísvél í um 30 mínútur setjið svo í plastbox. Setjið boxið í frystinn og frystið í nokkrar klukkustundir eða þangað til ísinn er tilbúinn.
  8. Ef ekki er notuð ísvél:
  9. Hellið blöndunni í grunnt plastbox og setjið í frystinn. Takið út frystinum á um hálftíma – klukkustundar fresti og brjótið ískristallana (einnig má setja ísinn í blandara og brjóta ískristallana svoleiðis). Frystið áfram og takið ísinn út til að brjóta ískristallana eins oft og þörf krefur.
  10. Látið ísinn þiðna við stofuhita í 1-2 klukkustundir áður en hann er borinn fram. Þannig verður auðveldara að skafa úr boxinu.

 

Gott að hafa í huga

Xanthan gum fæst í heilsubúðum og heilsudeildum stærri matvöruverslana. Þrátt fyrir nafnið er það náttúruleg afurð og gerir áferð íssins betri. Nota má maísmjöl í staðinn.

 

 

 

Ég vil endilega heyra frá þér, Hefur þú prófað að skipta út hvíta sykrinum fyrir nátturulegri í bakstri, og ef svo er hvernig heppnaðist það?

 

Hvaða náttúrulega sætuefni neytir þú í dag og ef þú neytir ekki náttúrulegra afurða af sykri, hvaða afurðætlar þú að prófa?

 

Láttu okkur vita í spjallinu að neðan!

 

Ég skora á þig að sleppa sykri í 14 daga með mér, Júlíu heilsumarkþjálfa! Skráðu þig með mér og nær 3000 íslendingum og fáðu sendar vikulega uppskriftir, innkaupalista og hollráð að sykurlausri, sáttari og orkumeiri útgáfu af þér og vertu hluti að sykurlausa samfélaginu!

 

Taktu áskoruninni og skráðu þig hér, og þú færð aðgang að næstu uppskriftum!

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

8 Comments

  1. Maríanna H. Helgadóttir says:

    Hvað er stevía? Er það ekki gervisætuefni? Hvað er hollt við þetta efni?

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Sæl Maríanna, stevía er náttúrulegt sætuefni sem unnið er úr stevíu jurtinni. Stevian er nánast kaloríu- og kolvetnalaus en inniheldur til dæmis króm, magnesíum, mangan, kalíum, selen, sink og níasín. Stevía er 100-300 sinnum sætari en sykur en hefur ekki áhrif á blóðsykurinn.

      Bragðið hentar þó ekki öllum þar sem það hefur beiskan eftirkeim. Þetta bragð er þó misjafnt eftir því hvaða hluti jurtarinnar er notaður.

      Það er þó aldrei gott að ofgera neinu og því mæli ég með því að nota þetta sparlega.

  2. Sigríður Ólafsdóttir says:

    Þetta hefur gengið mjög vel þessa daga, gerði salatið með döðlunum, aprikósunum, hindberjum, grænkáli og salati alveg himnest var með ofnbakaðan lax með, bakaði sætakartöflu og bar það fram með avokado og saltflögum á sér diski ég asnaðist ekki til að taka myndir en þið hefðuð átt að sjá borðið hrikalega flott og girnilegt og að ég tali nú ekki um hvað þetta var gott, allir við matarborðið mjög ánægðir líka þeir sem ekki eru sykurlausir. Hina dagana hef ég fengið mér eina og eina uppskrift svona inní daginn hjá mér. Hlakka til næsta fimmtudags að sjá nýju uppskriftirnar. Mér líður mjög vel fynnst að ekkert vanti, takk kærlega fyrir mig. 🙂 þar til næst.
    kveðja,
    Sirrý (Sigríður Ólafsdóttir.)

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Frábært Sigríður! Gaman að heyra hvað gengur vel og um að gera að fá fjölskylduna með í þetta. Þó það sé ekki nema bara þessar uppskriftir sem við erum að senda út 🙂

  3. Ég er að prufa mig áfram með kókóspálmasykur og stevíu. Mér finnst stevían römm, en ef ég nota smá kókóspálmasykur á móti, finn ég ekki eins mikið remmubragð. Eins ef ég nota hunang á móti stevíu.

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Ja flott að heyra Guðrún! Einmitt að prufa sig bara áfram og finna hvað hentar manni best. Svo getur maður alltaf minnkað sykurinn í hvert skipti sem maður gerir uppskriftina og finna hvað maður kemst langt áður en það bitnar á bragði 🙂

  4. Sara Dögg says:

    Dagur 4 og það gengur mjög vel 🙂 Mér líður frábærlega, finnst ekkert vanta. Ég gerði smá heilsunammi á 17. júní og naut þess. Ég hlakka til að prófa að gera muffin toffee jógurtið 🙂 Takk fyrir mig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *