Hver er munurinn á fæðuofnæmi og fæðuóþoli?
Jarðaberja og myntu límónaði
Jarðaberja og myntu límónaði
26th January 2013
Chia grautur
Chia grautur fyrir byrjendur
1st February 2013
Jarðaberja og myntu límónaði
Jarðaberja og myntu límónaði
26th January 2013
Chia grautur
Chia grautur fyrir byrjendur
1st February 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Hver er munurinn á fæðuofnæmi og fæðuóþoli?

fæðuóþol

Fæðuóþol er stór sökudólgur í baráttunni við aukakílóin! Þetta hef ég séð með kúnnum mínum og nýjustu rannsóknir hafa staðfest að 75% af fólki í dag hafa fæðuóþol í einhverskonar mynd.

Þó svo að þú teljir þig ekki hafa óþol í dag getur líkami þinn þróað fæðuóþol með tímanum með ofneyslu á ofnæmisvaldandi mat og heilsuspillandi líferni.

Útrýming fæðuóþols og mataræði sem er í sátt við þinn sérstæða líkama er góð leið að snöggu og varanlegu þyngdartapi og hámarksheilsu! Þetta er undirstöðuatriði í hópþjálfun minni ,,Heilbrigð sál í hraustum líkama” sem hefst 12.febrúar!

Ég hef oft séð fólk rugla fæðuofnæmi og fæðuóþoli saman og vil ég skilgreina hvort tveggja í stuttu máli fyrir þig hér að neðan.

Hvað er fæðuofnæmi?

Fæðuofnæmi hrinda frá sér mótefnum sem kallast ofnæmisglóbúlín(IgE á ensku). IgE mótefni valda viðbrögðum í líkamanum innan sekúndna eða mínútna eftir að matur veldur ofnæmis viðbrögðum.

Hvað er fæðuóþol?

Fæðuóþol fá ekki alltaf sömu virðingu í læknaheiminum og fæðuofnæmi fá. Aftur á móti geta þau valdið skaðlegri áhrifum fyrir heilsu þín vegna þess að viðbrögð þeirra eru ekki eins tilþrifamikil og safnast gjarnan upp í líkamnum með tíma.

Fæðuóþol samanstendur af 3 stigum: alvöru óþol, fæðuviðkvæmni og fæðu viðbrögð. Ég skilgreini hvert þeirra stuttlega hér að neðan.

Alvöru óþol:

Gen þín geta haft áhrif á hvort þú hafir fæðuóþol eða ekki. Ef foreldrar þínir áttu erfitt með að þola glúten, getur þú t.d. erft það. Þá getur þig skort ákveðin ensím til þess að brjóta niður þá fæðu.

Fæðu viðbrögð:

Að borða sykur er gott dæmi um fæðu viðbrögð. Segjum svo að þú hafir borðað stóra sneið af súkkulaðiköku. Það olli hækkun á blóðsykurstigi líkamans sem síðan olli blóðsykursfalli og það orsakaði þreytu, hausverk eða önnur einkenni.

Kaldhæðnin við fæðuviðbrögðin er að við sækjumst oft í fæðuna sem veldur okkur vanlíðan stuttu seinna.

Þegar kúnnar mínir hafa tekið út sykur í fæðunni, koma þau á jafnvægi á blóðsykurstig líkamans og þau finna ekki lengur til síðdeigisþreytu, skapsveiflna, heila þoku eða annara vandamála sem viðbragðsnæm fæða veldur.

Fæðu viðkvæmni:

Vðbrögð fæðu viðkvæmnis eru ekki eins dramatíst og hjá fæðuóþoli en valda þó mjög skaðlegum áhrifum hjá ónæmiskerfi líkamans. Viðbrögðin birtast oft ekki fyrr en klukkustundum eða jafnvel dögum eftir að þú hefur neytt viðbragðsvaldandi fæðu.

Það getur til dæmis verið erfitt að tengja eggjahvítu omelettuna sem þú neyttir um morguninn, við seinniparts hausverkinn, en þetta getur verið dæmi um fæðuviðkvæmni.

Hvaða viðbrögð geta fæðuóþol valdið? sjáðu hversu mörg þeirra eru þér kunnuleg:

  • Meltingartruflanir – uppþemba, vindgangur, niðurgangur, hægðatregða
  • Svefn truflanir – þreyta, svefnleysi, að vakna upp um miðja nótt, órói
  • Stíflun og slímmyndun – kvef og hósti
  • Liða- og vöðva verkir
  • Dökkir hringir undir augu
  • Þurrt líflaust hár
  • Húðvandamál – rósroði, bólur, þurrk og útbrot
  • Skapsveiflur – skortur á einbeitingu, heila þoku, þunglyndi, áhyggjum og pirring
  • Slæm eða óstöðug orka
  • Ótímabær öldrun
  • Þyndgdar aukning eða erfiðleikar við að léttast

Ef þú kannst við einhver af þessum einkennum, ert þú líkleg til að vera með fæðuóþol á einhverju stigi.

Með því að tileinka þér heilbrigðan lífsstíl í sátt við líkama þinn getur þú útrýmt fyrirgreindum einkennum og fundið til meiri jafnvægis, vellíðan og lífsgleði í eigin skinni.

Sem góður bónus þá getur þú komist í þyngdina sem þú þráir og virkileg haldið henni við.

Pantaðu 1 á 1 tíma með mér og farðu lengra með heilsuna þína.

Núna fyrir fyrstu 35 sem panta, býð ég slíkan tíma ókeypis. Þetta er 35 mín ,,finndu þitt jafvægi” tíma með mér!

 [jamiesocial]

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *