Hollráð í lífsstílsbreytingu
Bleikur drykkur
Bleikur drykkur
20th January 2013
heimagert brauð
Hollt heimagert brauð
26th January 2013
Sýna allt

Hollráð í lífsstílsbreytingu

Deildu á facebook

Margir í dag sem vilja hefja heilsusamlegri lífsstíll byrja með vitlausum hætti.

Ekki þarf að furða sig á því þar sem áreiti og hugmyndir frá bæði fjölmiðlum og fólki í kringum okkur er stöðuglega að minna okkur á hvað við ættum og ættum ekki að gera í tengslum við heilsu okkar og vellíðan.

Sem einfalt dæmi: Að halda að hægt sé að copy-paste’a allt það sem aðrir hafa tileinkað sér fyrir árangur og betri heilsu fyrir sjálfa sig er alls ekki rétt. Eitthvað sem getur virkað fyrir Gunnu frænku þarf alls ekki að geta átt við þig.

Jú, þú gætir átt margt sameiginlegt með Gunnu frænku en þú ert samt ekki nákvæmlega eins og hún! Þú ert sköpuð með sérstæðan líkama, anda og sál!

Ef það væri líka svo auðvelt, værir þú þá ekki nákvæmlega á þeim stað í dag sem þú vildir vera á?

Flettu neðar og tileinkaðu þér nokkur hollráð sem gott er að hafa í huga þegar hefja á heilsusamlegri lífsstíl og hvernig við getum farið af stað á áreynsluminni, árangursríkari og skemmtilegri hátt…

Það er í raun ekkert rétt eða rangt um hvernig þú ættir að hefja heilsusamlegan lífsstíl því öll höfum við sérþarfir sem þarf að mæta á einn eða annan hátt.

Samt sem áður eru nokkur algeng mistök sem margir reka sig á og ef ekki er tekið á þeim geta þau sett heilsu þína og vellíðan í biðstöðu. Hér eru því nokkur hollráð sem hægt er að tileinka sér til að sneiða hjá ýmsum hindrunum:

Nr 1. Sættu þig við það að þú ert einstök! Þú ert ólík öllum öðrum og getur því ekki alltaf tileinkað þér það sama og næsta manneskja. Það er fullkomlega eðlilegt og þýðir ekki að þú getir ekki náð sama árangri.

Nr 2. Hafðu hugfast að heilsusamlegri lífsstíll er ekki eitt risastórt skref heldur mörg lítil skref. “Margt smátt gerir eitt stórt” á svo sannarlega vel við í lífsstílsbreytingu. Tökum eitt skref í einu.

Nr 3. Reiknaðu með því að þú munir ekki ná öllu strax sem þú setur þér fyrir og eflaust munt þú gera ein eða tvö mistök á leiðinni. Við lærum af mistökunum!

Nr 4. Áttaðu þig á því að líklega munt þú ekki geta gert allt sjálf og þarft því stuðning, ráðgjöf og hjálp á einhvern hátt.

Þessi 4 atriði her að ofan geta hjálpað þér að byrja heilsusamlegri lífsstíl með hugarfar í lagi.

Oft eru fyrri mistök og undirliggjandi ótti við að hefja heilsusamlegri lífsstíll að hindra okkur í því að prófa okkur áfram og þannig höldum við oft áfram í sama fari.

Það er ákveðin kúnst að finna hvað hæfir þinni sérstöðu og líferni án þess að tapa tíma, peningum eða sjálfsumhyggju.

Ég vil deila mér þér þeirri leið og hjálpa þér að finna hvað hæfir þér, svo þú getir sett heilsu þína og árangur í sjötta gírinn á áreynsluminni og skemmtilegri hátt.

Á síðustu dögum hef ég hitt bæði einstaklinga sem vilja fara lengra með heilsu sína, ásamt öðrum sem eru einfaldlega í leit að nýjum leiðum til að njóta lífsins, í viðtalstíma heilsumarkþjálfunar og býð ég þér, slíkt hið sama.

Sannleikurinn er sá að þín velferð, þitt líf og þín heilsa á beina samleið og án góðrar heilsu ert þú að skerða lífsgæði þín og möguleika svo um munar.

Ég sýni þér í tímanum hvernig þú getur fengið leiðarvísir að því hvað hæfir þínum líkama og lífsstíll svo þú getir losnað undan eilífa víta- hringnum ásamt leti og orkuleysi og fundið tengingu og skilning á sjálfum þér sem aldrei áður.

Leyfðu þér að elska þig á ný, taka við og gefa þér leyfi á að njóta! 

Það sem ég lýsi hér að ofan á við nýju þjálfunina, heilbrigð sál í hraustum líkama sem hefst í 12.febrúar. ATH: aðeins fyrir takmarkaðan fjölda

Bókaðu viðtalstíma þinn strax í dag og gefðu þér leyfi á að njóta á nýju ári. (lestu meira um tíman hér)

***Þessi tími er engin skuldbinding en hann hefur breytt lífi annarra til hins betra og getur gert það sama fyrir þig! 

[jamiesocial]

 

 

print

Skráðu þig fyrir vikuleg hollráð að aukinni orku - það er ókeypis!

Fáðu strax „Sektarlaus sætindi fyrir mjórra mitti” rafbók!

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegt að fylla út reiti merkta *

Pin It on Pinterest

Share This