Hollráð fyrir aukna brennslu á líkamsræktarstöð

Hollráð fyrir aukna brennslu á líkamsræktarstöð

kókoshneta
Kókoshnetan
12th March 2013
Hráfæðis ostakaka
Hráfæðis ostakaka með sítrónu og hindberjum
25th March 2013
Sýna allt

Hollráð fyrir aukna brennslu á líkamsræktarstöð

Deildu á facebook

Hlaupabrettið getur verið frábær hreyfing fyrir suma; en fyrir aðra getur það verið einhæft og leiðinlegt!

Vinkona mín lýsti sérstaklega fyrir mér hvað henni finnst hrikalega leiðinlegt að fara á hlaupabrettið og sagði hún mér frá því hvað einkaþjálfinn hennar lætur hana gera þess í stað.

Þjálfarinn hennar slekkur á hlaupabrettinu og lætur hana færa beltið áfram með fótunum í 80 skref.

Í fyrstu virtist þessi áskorun ekkert mál en áður en hún vissi af var hjartsláttur hennar fokinn upp og hún orðin kósveitt.

Að draga hlaupabrettið áfram er kannski ekki eitthvað sem þú gerir í langan tíma en getur verið frábær leið til þess að brjótast úr venjulegri rútínu

Í næsta skipti sem þú ert á hlaupabrettinu, prófaðu að draga beltið áfram og sjáðu hvort þú náir upp í 80 skref!

Hjartsláttur þinn mun eflaust slá sem aldrei fyrr og fitan mun ekki eiga kost á því að halda sér föstu taki lengur!
Hollráð fyrir aukna brennslu á líkamsræktarstöð:

  • Ef þú hefur tímann í það, stökktu á brettið eða annað æfingartæki á milli lyftingaræfinga og taktu stutta syrpu. 
  • Ekki borða of lítið áður en þú ferð að æfa: Þegar þú borðar of lítið 
    ert þú orkuminni og ert gjarnari á að gefast upp og hætta fyrr. Einnig býðuru hættunni heim og brennir jafnvel vöðvum í stað þess að byggja þá upp! Borðaðu fæðu sem gefur hámarksorku áður en þú ferð út! Sjáðu chia graut sem dæmi!
  • Hafðu fjölbreytni í æfingunum! Líkami þinn er klár og með því að  breyta til í æfingum ert þú að reyna á líkamann á nýjan hátt, þú vilt finna fyrir smá harðsperrum eftir æfingu og finna að líkami þinn tók vel á.
  • Drekktu nóg af vatni þegar þú ert að æfa, svo líkami þinn geti átt eðlilega fitubrennslu. Vatn eykur líka flæði líkamans og bætir líðan þína á æfingunni.

Láttu vita í kommentum á heimasíðu Lifðu til Fulls hvort þú ætlir að reyna við þessa æfingu eða ef einhverjar spurningar vakna hjá þér!

print

Skráðu þig fyrir vikuleg hollráð að aukinni orku - það er ókeypis!

Fáðu strax „Sektarlaus sætindi fyrir mjórra mitti” rafbók!

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegt að fylla út reiti merkta *

Pin It on Pinterest

Share This