Himneskar vanillukökur
Kanilhjúpaðar jólamöndlur
5th December 2017
Jóladagatal!
18th December 2017
Kanilhjúpaðar jólamöndlur
5th December 2017
Jóladagatal!
18th December 2017
Show all

Himneskar vanillukökur

Nú fer að styttast í jólin og hvað er betra en nýbakaðar smákökur með heitum kakóbolla, uppí sófa, léttir jólatónar í bakgrunni og snjókorn sem falla rólega til jarðar fyrir utan gluggann…

Það gerist varla huggulegra.

Ég er algjört jólabarn og mér þykir smákökubaksturinn ómissandi partur af jólunum.

DSC_9942

Síðan ég byrjaði að lifa heilbrigðari lífsstíl þykir mér mikilvægt að hagræða jólabakstrinum á bragðgóðann hátt. Mér líður einfaldlega mikið betur án hveiti og sykurs og bragðið er sko ekkert síðra. Þessar vanillukökur eru einmitt vegan, glútenfríar og sykurlausar. Þær eru sannkallað lostæti, stökkar að utan en mjúkar að innan og bragðast hátíðlega, af vanillu og kanil.

Ég nota lífrænt vanilluduft sem gefur sérstaklega gott vanillubragð en þú getur notað vanilludropa í staðinn.

Fyrir ykkur sem þykja kókosbragð sérlega gott (eins og manninum mínum) má nota helming magnsins af kókoshveitinu í uppskriftinni og nota jafn mikið magn af kókosmjöli á móti.

Smákökudeigið má einnig gera fyrirfram til að flýta fyrir og geymist það vel í kæli. Takið þá deigið út 4 klst fyrir eða morguninn áður en smákökurnar eru settar í ofninn.

Litlir sem stórir puttar geta svo haft gaman af því að móta smákökurnar í kúlur eða litla jólakalla, líkt og piparkökur.

Lesa einnig:
Uppáhalds konfektið mitt
Blómkálssteik með kókosrjómasósu og granateplum
Kanilhjúpaðar jólamöndlur

DSC_9917

Himneskar Vanillukökur

Vegan, glútenfríar, sykurlausar

1 bolli hafrar, malaðir (ég nota glútenlausa)

1 1/4 bolli kókoshveiti

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk salt

1/2 tsk kanil

1/8 tsk vanilluduft (einnig má nota meiri vanilludropa)

1/2 bolli vegan smjör, við stofuhita

1/4 bolli hlynsíróp

1/4 bolli (eða 7 msk) kókosmjólk

4-6 dropar stevia

1 tsk vanilludropar

1.  Hitið ofninn við 180 gráður.

2.  Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar til haframjöl hefur myndast.

3. Hrærið saman haframjöli, kókoshveiti, matarsóda, vínsteinslyftidufti, salti, kanil og vanillu í skál.

4. Setjið næst smjör, hlynsíróp, kókosmjólk, steviu og vanillu í hrærivél og blandið vel saman. Bætið þurrefnablöndunni við og haldið áfram að hræra. Bætið við 1 msk kókosmjólk ef deigið virðist of þurrt.

5. Myndið litlar deigkúlur (c.a 1 msk á stærð) og setjið á bökunarpappír. Hver smákaka ætti að vera í kringum 3 cm en mega vera minni. Þetta ætti að gera tvær plötur af smákökum eða meira ef þú gerir minni kökur. Eða búðu til piparkökukalla!

6. Bakið í ofni í 12-15 mín við 180 gráður. Leyfið að kólna.

7. Njótið með kaldri möndlumjólk!

DSC_9807

Ég vona að þú prófir og látir mig vita í spjallinu hér að neðan hvernig smakkast!

Og deildu uppskriftinni á Facebook svo vinir þínir geta notið hennar líka.

Heilsa og hamingja

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *