Heimagerður andlitsmaski
líkami
Orkulaus seinnipartinn? Prófaðu þessa…
10th May 2016
Framtíð heilsu og næringar með Dr. Tommy
24th May 2016
líkami
Orkulaus seinnipartinn? Prófaðu þessa…
10th May 2016
Framtíð heilsu og næringar með Dr. Tommy
24th May 2016
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Heimagerður andlitsmaski sem fær húðina til að ljóma (myndband)

DSC_8760

Vissir þú að maí er mánuður fegurðar?

Rómverjarnir skírðu mánuðinn í höfuð á gyðjunni Maius (May) sem er einkum kennd við vöxt plantna og blóma, býður maí uppá fullkomið loftslag fyrir slíkt.

Í tilefni af þessum “fegurðar” mánuði  langar mig að deila með þér æðislegum  heimagerðum (DIY) andlitsmaska úr aðeins fjórum innihaldsefnum til að draga fram þennan ljóma.

Heimagerður andlitsmaski er snilld. Þetta er einn mýksti maski sem ég hef fundið og þvílík gjöf sem þú gefur húðinni! Tilfinningin þegar þú tekur hann af þér er dásamleg og andlitið virkilega ljómar eftirá.

Klórella

Í uppskriftinni er notuð klórella en einnig má nota spirulina eða þaraduft, sem bæði er talið að geta dregið úr bólgum í kringum augu og unnið gegn hrukkum. Hunangið hefur lengi verið notað í andlitsmaska og er bakteríudrepandi ásamt því að veita húðinni raka.  Hunangið er einnig talið gott fyrir þá sem fá reglulega bólur.

Saman vinna þessi innihaldsefni að því að fjarlægja dauðar húðfrumur, eiturefni og óhreinindi sem auðveldar upptöku á næringarefnum og veitir raka inn í húðina.

Heimagerður djúphreinsandi andlitsmaski

2 tsk kókosmjólk feit

1/2 tsk klórella

1 tsk hunang

1 tsk sítrónusafi

Setjið kókosmjólkurdósina í kæli yfir nóttu eða frystið í 40-50 mín. Þetta þykkir hana og gefur enn þykkari andlitsmaska.

Blandið öllu í saman í skál, berið á andlitið og leyfið að vera í klst!  Á þessum tíma ætti maskinn að hafa stífnað. Skolið af með volgu vatni eða höfrum sem hafa verið lagðir í heitt vatn, þetta gefur húðinni örlítið meiri hreinsun.

Húðin mun þakka þér og verður silkimjúk og ný. Mér finnst gott að enda á því að bera kókosolíu á andlitið.

 

 

DSC_8739

DSC_8760

 

Fegurðar fæða

Fegurðin kemur sannarlega að innan frá, eins og fræga orðatiltækið segir “þú ert það sem þú borðar”. 

Hér eru nokkrar  fæðutegundir sem eru sagðar styðja við flekklausa húð og fallegan ljóma.

Húðin er okkar stærsta líffærið og vill afeitra sig náttúrulega.  Þessi fegurðarfæða er sérlega hreinsandi og getur því hjálpað til við það ná fram fallegum ljóma. Bólur, húðþurrkur og flekkir geta oft stafað af uppsöfnuðum bakteríum og gerjun í meltingarveginum, þetta getur síðan haft áhrif á húðina ef ekkert er gert í langan tíma.

Ef það er eitthvað sem þú glímir getur hreinsun með mat rík af trefjum og andoxunarefnum verið einn áhrifaríkasta leiðin að fallegum ljóma og orku.

Þú getur nálgast 1 dags matseðil hér þar sem ég gef hreinsandi og saðsamar uppskriftir. Með skráningu getur þú einnig lært meira til um 5 daga matarhreinsun, 5 dagar að innri fegurð, glóandi húð og orku.

 

Hér er eitthvað sem konur hafa sagt eftir 5 daga í matarhreinsun

“Bjúgur í andliti er úr sögunni, ég vakna á morgnana með flatan maga” – Ragnheiður Guðjónssen

“Þú lítur ekkert smá vel út, hvað ert þú búin að gera, Andlitið á þér er svo glansandi og slétt. Þetta hef ég heyrt eftir 5 daga í matarhreinsun” – Dagný Halldórsdóttir

“Eftir 5 daga hreinsun finnst mér ég orkumeiri, húðin er mýkri og almenn vellíðan betri. Hreinsunin var ekki erfið, heldur ánægjuleg upplifun” – Hólmfríður

 

Ég vona að þú prófir andlitsmaskann, segðu mér frá í spjallið að neðan hvað þú gerir  fyrir húðina úr náttúrulegum innihaldsefnum?

Ef þér líkaði greinina, Líkaðu og deildu sumar ljómanum á Facebook!

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *