Himneskt chai-búst
Bryndís léttist um 13kg og fann sjálfstraustið
11th September 2018
Hvernig veistu hvort brennslan þín sé hæg eða hröð?
25th September 2018
Bryndís léttist um 13kg og fann sjálfstraustið
11th September 2018
Hvernig veistu hvort brennslan þín sé hæg eða hröð?
25th September 2018
Show all

Himneskt chai-búst

Í dag deili ég með þér uppáhalds bústinu mínu þessa dagana, chai-krydduð himnasending. Einnig deili ég með þér formúlu til að gera þitt eigið búst heima – sem smakkast alltaf jafn vel!

Chai-bústið mitt gefur þér góða orku út daginn og dregur sérstaklega úr bólgum og bjúg!

Það leynist smá galdur á bakvið hið fullkomna búst og snýr það helst að réttu hlutfalli hráefna svo hægt sé að draga fram gott bragð og hafa drykkinn sem næringaríkastann.

DSC_5517

Ein helstu mistökin í búst-gerð eru að hafa hlutföll hráefna í ójafnvægi eða gleyma lykilhráefnum eins og t.d. hollri fitu sem skiptir gríðarlegu máli fyrir áferð og til þess að drykkurinn geti komið í stað máltíða.

DSC_5485

Það ætti enginn að drekka vont búst héðan í frá enda endalausir möguleikar sem hægt er að sníða eftir smekk hvers og eins! Góð búst eru frábær fyrir þá sem eiga annríkt eða glíma við sykurlöngun og þau eru eitthvað sem allir ættu að komast uppá lagið með.

DSC_5497

Prótein, holl fita og kolvetni í réttum hlutföllum eru nauðsynleg svo drykkir gefi okkur góða seddu og næringu. Hér að neðan sérðu hráefnin sem ég nota í chai-drykkinn. Aukalega hef ég alltaf eitthvað grænt í bústinu, hvort sem það sé salat, eins og grænkál, eða grænt duft vegna gríðarlegra heilsuávinninga, næringu og eiginleika til að efla orku og draga úr sykurlöngun!

DSC_5540

Chai-bústið er einstaklega gott fyrir meltinguna þar sem chai kryddin eru sérstaklega bólgueyðandi. Einnig nota ég maca sem er gríðarlega orkugefandi, steinefnaríkt og sagt koma jafnvægi á sálina og líkama.  Ef þú ert á breytingarskeiði gæti maca einnig verið gott enda kemur það gott jafnvægi á hormónastarfsemina.

Chai-bústið bragðast nánast eins og eftirréttur og mæli ég jafnvel með að þú gerir tvöfaldan skammt og deilir með þeim sem þér þykir vænt um!

DSC_5562

Chai-kryddað búst

1 bolli haframjólk eða möndlumjólk (ég notaði frá Isola)

½ bolli kókosmjólk (einnig má nota hafra- eða möndlumjólk en kókosmjólkin þykkir drykkinn vel)

1 banani

Bygggrasaduft/hveitigras/annað grænt duft (notað í staðinn fyrir grænt grænmeti).

¼ bolli hafrar

1 tsk chai kryddblanda (sjá neðar)

1/2 tsk vanilluduft eða dropar

1 stór medjool daðla

Vanillupróteinduft eða 2 msk hemp fræ

1 msk hörfræolía eða hemp olía (einnig má nota brædda kókosolíu)

Chai krydd:

1/4 tsk kanill

¼ tsk maca

1/4 tsk malaðar kardimommur

1/4 tsk engiferduft

1/2 tsk rósapipar, kraminn í lófa

Salt

Skreytt með:
Höfrum, kanil og rósapipar

1.  Mælið út chai krydd í litla skál. Þetta fyrirbyggir að óvart sé sett of mikið af kryddum í bústið

2. Setjið næst öll hráefni drykkjarins fyrir utan olíuna í blandara og hrærið þar til silkimjúkt. Bætið olíunni útí rétt undir lok og hrærið örlítið til viðbótar.

Drykkurinn geymist vel í kæli í 2-3 daga.

 

Endilega skrifaðu mér í spjallið hér að neðan ef þér líkaði uppskriftin og deildu henni á Facebook, Instagram eða einfaldlega með vinkonu sem myndi líka njóta!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *